Einu sinni var stelpa sem hét Oddrún. Hún var ekki sérlega góð í að eiga vini lengur en viku. Hún var alltaf að svíkja, skilja útundan og stela frá vinkonum sínum. Nú átti hún enga vinkonu því að hún var búin að svíkja þær allar. Henni leið illa, henni leiddist. Svo einn daginn kom ný stelpa í skólann. Hún hét Sara, hún var góð og traust. Henni leið vel, hún átti marga vini því að hún sveik engan eða skildi útundan. Ef einhver var að skilja útundan eða stríða kom hún alltaf til hjálpar. Oddrún kynntist henni og þá leið henni vel. Hún hugsaði með sér:Mér líður vel núna. En þegar Sara var ekki vinkona mín leið mér illa. Hvernig stendur á því? Oddrún hafði lengi velt því svari fyrir sér, en hún hafði aldrei svikið Söru, en þegar hún var ekki heima þá leiddist henni. Henni langaði til að eignast fleiri vinkonur. Eitt sinn þegar hún var að tala við Söru þá ákvað hún að spyrja hana að því sem hún var að velta fyrir sér. Sara sagði að þetta væri ljótt að henni, henni leið illa að því að hún sveik vini sína og hafði engan til að leika við. En, sagði Sara, þú gætir sagt fyrirgefðu og þá fyrirgefa þær þér örugglega. Oddrún baðst fyrirgefningar og stelpurnar fyrirgáfu henni. Svo léku þær sér allar saman (líka Sara) og þær urðu allar bestu vinkonur. Þess vegna er mikilvægt að vera og eiga góðan vin!
he's very sexy