Sorpið er svo yfirnáttúrlegt fyrirbæri, maður hendir því sem maður vill ekki í ruslatunnuna. Pappír,lélegum geisladiskum(nei reyndar fleygji ég þeim bara útum gluggan),skólabókum sem maður þarf ekki lengur á að halda(nei, reyndar held ég að flestir brenni þær nú, allavena í þeir sem eru í grunnskóla)og allskonar öðru stuffi sem maður hefur ekki lengur not fyrir lengur. Svo kemur sú stund í lífi sumra karla að þeir yfirgefa konuna sína, því er hægt að líkja við krumpaðan pappír, þú ert kannski með hreinan og sléttan pappír, sem þú hefur hjá þér, þegar þessi pappír er orðinn krumpaður og ljótur þá náttúrlega rúllarðu honum saman í rúllu og fleygir honum ofan í ruslatunnuna og nærði í annan pappír sem er ekki krumpaður. Heldur sléttur og fínn.
Ruslatunnan mun fylgja okkur svo lengi sem við lifum þangað til að við deyjum, eða þangað til að heimsendir kemur og tortrímir okkur öllum.