Jæja eftir að hafa lesið greinina frá Saga05 þá fékk ég yfir mig þessa þörf að segja frá því hvað gerðist fyrir mig í fyrradag.

Málið er það að ég keypti 2 IKEA hillur, svona hallandi, og ég lét þær upp. Nema svo skemmtilega vildi til að í fljótfærni minni hafði ég gleymt að passa að það væri nógu mikið pláss á milli hillnana svo að ég þurfti að taka neðri hilluna úr og þurfti að sparsla og bletta síðan yfir og læti.

En þessi grein hefur boðskap eins og greinin hjá Saga05 en það er það að þegar þið látið upp hillur eða bara eitthvað að passa að það sé nógu langt bil á milli svo að þú getur notað þær.

Og ég vill líka taka fram að ég hef ekki haft neina slæma reynslu af IKEA, kannski af því að ég passa ekki að vera að kaupa einhverja flókna hluti þarna sem eiga að bila.