Ég villtist um daginn inn á síðu dóms- og kirkjumálaráðuneitis og rakst þar á nokkuð merkileg lög.

Þar segir:

1. gr. Bann við tilraunum með kjarnavopn.
Enginn má framkvæma tilraunir með kjarnavopn eða aðrar kjarnasprengingar þannig að það stríði gegn samningnum um allsherjarbann við tilraunum með kjarnavopn frá 10. september 1996.


Allt í góðu með það. En það er ekki fyrr en komið er að 5. grein að þetta fer að verða soldið kjánalegt. Þar segir:

5. gr. Refsiákvæði.
Brot gegn lögum þessum eða reglum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. Nú er brotið ítrekað eða stórfellt og getur refsing þá orðið fangelsi allt að sex árum.
Tilraun eða hlutdeild í brotum samkvæmt lögum þessum er refsiverð skv. III. kafla almennra hegningarlaga.


Einhvernveginn finnst mér að íslenska refsikerfið sé of slakt.

Takk fyri mig
En hvað veit ég svosem?