Þegar ég var lítill þá var ég hálfviti.
(sirka 7ára)

þegar ég vissi fyrst hvað mengun á bílum var og hvað það var alvarlegt að þá kom ég upp með hina fullkomnu áætlun til að sporna (skrítið orð) gegn mengun.

Ég fattaði að við gætum bara sett stórar blöðrur aftan á púströrin og síðan mundi bara mengunin bara safnast í þar.
síðan færi hver með sína blöðru af og til í sérstakan gám í sínu hverfi og tæmt þar mengunina úr blöruni.
síðan væri farið með gáminn í sértaka endurvinnslustöð þar sem menguninni væri komið fyrir í þrýstiloftskútum og svo flogið með til útlanda.
Næst væri kútunum komið fyrir geimflaug og flogið með kútana út í geim. þar væru þeir opnaðir og mengunin mundi svífa í burtu.
svo væri farið aftur til jarðar og allt endurtekið.

ekki sniðugt.