Vissir þú að…

40% kvenna hafa fleygt skófatnaði í karlmenn.

Krókódílar geta hvorki hreyft tunguna né tuggið. Meltingarkerfi
þeirra getur þó melt stálnagla.

STEWARDESSES er lengsta orðið sem hægt er að skrifa á lyklaborð
með vinstri hendinni einni.

Meiri peningum er varið í garðrækt en nokkra aðra tómstundaiðju.

Ef monopoly er spilaður án þess að neinn leikmaður kaupi neitt þá endar leikurinn á því að bankinn fer á hausinn.

Marilyn Monroe hafði 6 tær á öðrum fæti.

Mohammed er algengasta nafn í heimi

Það er hlutfallslega meira af óbyggðum svæðum í N-Ameríku en Afríku.

Bandarísk flugfélög týna samtals 200 töskum á meðaldegi.

Mest notaða lykilorð í sögu upplýsingatækninnar er “password”.

Risakolkrabbar hafa stærstu augu í heimi.

Þegar maður hnerrar þá þenst munnurinn á manni út á yfir 1000 km hraða.

Á hverju ári slasast um 8.000 manns af völdum tannstönglanotkunar.

Það eru fleiri kjúklingar en menn í heiminum.

Fullnæging kvenmanns veldur losun á endorfíni sem er sterkt verkjalyf og virkar vel m.a. á höfuðverk

Það eru 1.575 þrep í stiganum upp að efstu hæð Empire State byggingarinnar.

Á tímum filterslausra sígarettna voru Marlboro auglýstar sem sígarettur fyrir konur.

Maður getur lifað í mánuð án matar en aðeins í viku án vatns. Ef vatnshlutfall líkamans minnkar um 1% þá verður maður þyrstur. Ef það minnkar um 10% þá deyr maður.

Í Ohio er ólöglegt að veiða mýs án veiðileyfis

Ef maður borðar tungu úr ísbirni er mikil hætta á að fá hættulega stóran skammt af A vítamíni

MTV fór fyrst í loftið á miðnætti þann fyrsta águst 1981. Fyrsta myndbandið var “Video Killed the Radio Star” með Buggles.

Svín eru eina dýrategundin fyrir utan menn sem geta sólbrunnið.

Græna kortið, sem Útlendingaeftiriltið í Bandaríkjunum gefur út, hefur ekki verið grænt síðan 1964.

Allar klukkur í myndinni Pulp Fiction eru alltaf stilltar á 4:20.

Stærsti rúllustigi í heimi tilheyrir Leningrad lestakerfinu í rússlandi og er hæðarmunurinn 60 metrar.

Konur blikka augunum nærri tvöfalt oftar en karlmenn.

Mikki mús fékk yfir 800.000 aðdáendabréf árið 1933.

Strútar stinga höfðinu í sandinn til að leita að vatni, ekki til að fela sig.

7% Bandaríkjamanna halda að Elvis sé enn á lífi.

Efnablandan í dýnamíti inniheldur meðal annars hnetur.

Þrjár stærstu blaðaútgáfur heims eru Rússneskar.

Á hverjum degi eru prentaðir fleiri Monopoly seðlar en bandaríkjadalir.

Fyrsti eigandi Marlboro sígarettuverksmiðjanna dó úr lungnakrabba.

Fyrirmyndin að fyrstu skíðalyftu í heimi var tæki sem hleður bönunum í flutningaskip.

Minnsta leðurblaka í heimi vegur minna en tíkall.