Núna er ég ekki viss hvar Brasilía er á listanum yfir gáfuðustu þjóðir heims. Ég stórefast um að þeir séu allavega í topp 10 listanum. Maður að nafni Rogerio Assis Cavalcante var orðinn þreyttur á moskítóflugum sem sveimuðu í miklum fjölda í húsinu hans. Hann ákvað að taka smá pappír, kveikja í honum og þannig hélt hann að hann myndi hrekja flugurnar út.
Þetta virkaði ekki betur en svo að eldurinn dreifðist og það kviknaði í húsinu.
Nágranni mannsins hringdi á slökkviliðið þegar hann sá hvað hafði gerst. Þegar slökkviliðið náði manninum út þá var hann ennþá fokreiður út í flugurnar og spurði í sífellu hvort þær væru farnar.
“People should not carry out brilliant ideas like that,” sagði talsmaður slökkviliðsins.