Það er ekki á hverjum degi sem maður fréttir af strákasveit frá Baghdad.
Strákasveitin Unknown To No One(frábært nafn þar á ferð:) hefur heldur betur dottið í lukkupottinn því breskur framleiðandi vill gera plötusamning við þá eftir að hafa heyrt demó frá þeim á heimasíðu hans þar sem fólk getur sent inn demó.
Boybandið hefur vestrænan stíl og syngur á ensku. Þeir hafa verið að búa til tónlist síðan fyrir stríðið í einum Volkswagen Passat bíl sem er í eigu eins meðlims sveitarinnar. Þannig Five og allur þannig viðbjóður má fara að vara sig!