MS-ingar helltu bjór yfir nemendur í Vogaskóla

Stór hluti nemenda MS, sem voru að dimmitera í dag, var að sögn lögreglu út úr heiminum vegna drykkju og til mikilla vandræða í miðbæ Reykjavíkur. Þá sagði kennari 11 ára barna í Vogaskóla að MS-ingar hafi hellt bjór yfir börnin í frímínútum í dag. Þá hafi þeir sprautað á þau úr vatnsbyssum og kastað í þau nammi og bjórdósum.


Gamla glerið hverfur

Gömlu malt- og appelsínflöskurnar munu brátt heyra sögunni til því Ölgerðin Egill Skallagrímsson hyggst nú taka af markaði allar margnota glerflöskur sem drykkir fyrirtækisins hafa verið seldir í. Í staðinn koma einnota glerflöskur.


Festist í strompi


Íbúðareigandi, sem hugðist komast inn í fjölbýlishús í austurhluta Reykjavíkur í morgun, festist í strompi hússins og þurfti að bíða í klukkustund þar til lögregla kom honum til aðstoðar.



Maðurinn fór niður strompinn skömmu fyrir sjö og var kominn fjóra metra niður þegar hann festist.