Abraham Lincoln var kosinn forseti bandaríkjanna árið 1860.
John F. Kennedy var kosinn forseti bandaríkjanna 1960.
Lincoln og Kennedy börðust báðir fyrir borgaralegum réttindum.
Eiginkonur beggja forsetanna misstu barn meðan þær bjuggu í Hvíta Húsinu.
Báðir voru þeir myrtir á föstudegi með eiginkonur sínar við hlið sér.
Þeir voru báðir skotnir í hnakkann.
Báðir mennirnir sem tóku við forseta-embættinu eftir þá, hétu Johnson og voru demókratar frá suðurríkjunum. Andrew Johnson var fæddur 1808 og Lyndon Johnson var fæddur 1908.
Morðingjarnir John W. Booth og Lee H. Osvald voru frá suðurríkjunum.
John Wilkes Booth var fæddur 1839 en Lee Harvey Osvald var fæddur 1939.
John Wilkes Booth skaut Lincoln í leikhúsi og flúði síðan í vöruhús.
Lee Harvey Osvald skaut Kennedy frá vöruhúsi en flúði síðan í leikhús.
Einkaritari Lincolns sem hét Kennedy, varaði hann við að fara í leikhúsið.
Einkaritari Kennedys sem hét Lincoln, varaði hann við að fara til Dallas.