íkorninn sá mig labba niður götu eina að horfa á hann.
Íkorninn hljóp upp í tré og sá fugl,
fuglinn sá íkorna hlaupa upp í tréið sem hann sat í,
ég sá þetta allt þegar ég var að labba niður götu eina.
Fuglinn tók flugið,íkorninn tók stökkið, ég….. labbaði.
Ég tók ekki neitt.En löggan hélt ekki, hún tók svolítið.. frelsið.
Fuglinn hafði það, íkorninn líka, ekki ég.
Ég þekki stelpu sem labbaði niður götu, hún sá líka íkornan.
En ekki fuglinn, hafði hann glatað frelsinu?
Var fuglinn hjá mér eða var ég hjá honum?
Frelsi hrópar allir, en ekki ég.
Það er ekkert frelsi til. Ég vil ekki frelsi því það er hægt að taka það frá manni. Ekki vonina, ég vona að fuglinn öðlist frelsi.
Stelpan tók upp grjót, hún kastaði honum ekki, hún vildi grjótið.
Grjótið var gamalt, hann vildi ekki vera þarna.
Stelpan skar sig, grjótið skar hana, er þetta ást.
Hver vill frelsi, hver vill ást, hver vill sársauka.
Sársauki, hvað er það? Eru allir sárir, af hverju eykst hann.
Ég reyndi að hætta að labba þessa götu en þetta er eina gatan.
Hvað er nafnið á gatnamálastjóra í þessum hluta lífsins, ég vil tala við hann.
If you take more than your fair share of objectives, you will get more than your fair share of objectives to take.