Síðasta málsgreinin var greinilega of flókin fyrir þig. Ég hef greinilega móðgað þig sárlega án þess að gera mér grein fyrir því. Var það þetta með nördanna? Því að ég sagði aldrei neitt slæmt um Counter-Strike, en þú hefur víst túlkað það þannig vegna mikillar angistar og gremju útaf hinu fremur saklausa orði, nörd.
Kannski varstu kallaður nörd af hinum krökkunum í skólanum. (Þ.e.a.s. ef þú hefur nokkurn tíman gengið í skóla, en það er ekki hægt að sjá á stafsetningunni þinni.) Þessar uppnefningar byggðu í fyrstu upp mikla reiði og hatur en að lokum einungis sorg. Þú grést þig í svefn á hverri nóttu og ég fékkst magasár. Það var ekki fyrr en þú uppgötvaðir Huga.is að þú öðlaðist sálarfrið, meðal annarra ónafngreindra einstaklinga, sem líktust þér á margan hátt. Þegar einhver minnist á nörd í návist þinni færðu strax í magann og hugsar um þá tíma sem þú fannst þú vera aleinn. Vegna þess að þú vilt ekki láta þetta koma fyrir aftur, bregstu svona harkalega við þessu orði.
Ef þessi sálgreining reyndist röng, ertu einfaldlega heimskur.
Og að lokum, mér er sama hvað þú gerir í þínum frítíma, hvort sem CS eða dauðir apar koma við sögu, en ekki deila þessum sjúku órum þínum með mér eða nokkrum öðrum, nema kannski palla46is. Þú gætir kennt honum eitthvað um stafsetningu.<br><br>Ég hef talað.