12 nóvember í Bandaríkjunum var hundinum Woodsie bjargað úr djúpri þröngri holu.
Hann hafði verið fastur þar í 30 klukkutíma.

Slökkviliðsmenn og sjálfboðaliðar gátu séð Woodsie en gátu ekki náð til hans, svo að hundaþjálfarinn Angela kom hundinum til bjargar. Hún tróð sér inn í þrönga og djúpa holuna með reipi bundið um lappirnar sínar. Þegar hún náði taki á
hundinum, drógu nokkrir menn þau upp.

Woodsie er í góðu lagi en hann var með slatta af nálum fastar í trýninu.
Það var af því að hann var að elta broddgölt þegar hann festist á þröngri holunni.

Borgar sig að hafa auga á hundum sínum

;)