Ég las það í fréttablaðinu að það væri 38 karlmaður á Sri Lanka sem gæfi barninu sínu á brjóst!
Hann er ekkill því að konan hans dó af barnsförum þegar hún var að fæða annað barnið þeirra. Eldra barnið sem er 18 mánaða gamalt stúlkubarn var á brjósti þangað til að mamman dó og krakkinn hefur ekkert viljað pela eða neitt þannig.
Kallinum fannst svo sárt að heyra barnið gráta svona mikið þannig að hann greip til þess ráð að bjóða krakkanum sitt eigið brjóst! Þannig sagðist hann hafa uppgötvað að hann var með mjólk í brjóstunum!
Talsmaður sjúkrahússins sagði að sumir karlar sem væru með mikið prolaktín-hormón, sem örvar mjólkurmyndun, geti framleitt brjóstamjólk.
Mér finnst þetta algjör snilld…hvernig datt honum í hug að prófa??