Ég hef lengi verið áhugamaður um einhyrninga ræktun en nokkrum spurningum þarf að svara fyrst.
1. Einka eða ríkisrekin?
2. Hverjir eiga rétt á að eiga einhyrninga?
3. Hver á að temja?
4. Hvar?
5. Keppnir?
6. Hvenær?
Ég skal svara þessu hér og nú.
1. Einka eða ríkisrekin?
Ég vona að ræktanirnar verði einkareknar þar sem ég gæti grætt mikið á þessum undraskepnum
2. Hverjir eiga rétt á að eiga einhyrninga?
Er ekki best að hafa þetta eins og í útlandinu? aðeins þeir sem eru með próf sem er hægt í fyrsta lagi að fá 9 ára
3.Hver á að temja?
Ég hef rætt við marga virka einhyrninga þjálfara í útlandinu. margir hverjir hafa áhuga á að koma hingað til þess að temja þetta fyrir okkur.
4. Hvar?
Hef heyrt að í kringum vestra-Friðmundarvatn sé kjörið ræktarland. Ég hef rætt við eigendur vatnsins og honum fannst það bara hljóma ansi vel að koma þessu fyrir þarna en ekkert er enn ákveðið.
5.Keppnir?
Vill fólk ekki hafa þetta eins og í útlandinu? fegurðarkeppnir og burtreiðar. Ölgerðin hefur sýnt því áhuga að styrkja þessi mót.
6. Hvenær?
Ef ég fæ leyfi fyrir þessu þá vona ég að þetta verði komið upp fyrir 2012
En auðvitað get ég ekki gert þetta einn. Sjálfboðaliðar geta hringt í Jens og rætt við hann hvort hægt sé að fá starfið. Vona að þið sýnið þessu mikinn áhuga og þetta verði komið upp fyrir 2012
Kveðja Dáni.