Öhmmm… já. Ég get ekki mikið sagt. Ég var að spila left 4 dead þegar að ég fór að hugsa út í bakgrunnstónlistina í þeim leik og ég hugsaði með mér hversu osom það væri að hafa rapplag og tuttugu mínútum seinna var ég kominn með þennan texta. Kunni ekki við það að senda þetta inn á ljóð þar sem að þetta er… hlandsúrt material.


Zombiezzzzzzz!!!

Skín úr augum þeirra bræði,
smituð af mennsku hundaæði,
en þeir kumpánar mig elta,
slefa blóði og þeir gelta.
Hér er ekki gaman að vera,
alltof einhæft, ekkert að gera,
nema uppvakninga' skjóta
bíta' á jaxlinn og svo blóta

því að ég er á hættusvæði,
búinn að hlaupa' og kasta mæði,
dauðinn kemur ekki til þeirra,
þar í helvíti fór verra,
á undanhaldi er mín vissa,
hættuleg er léleg skissa
meðferðis er haglabyssa
mega skotin ekki missa

af því marki sem að hleypur að mér,
vill í hálsínn bíta,
sundur slíta, sinar hvítar.
af því marki sem að hleypur að mér,
Gamanið, gamanið rétt þó byrjað er.

Þeir vinir vísindanna,
reyndu smitsjúkdóm að hanna,
fyrir hernað og hvaðeina,
til að vinna, mátti reyna,
Nú er kominn upp sú krísa,
að þeir dauðu aftur rísa,
og þeir ráðast á allt og alla,
eru örlög okkar að falla?

Ég og nokkrir vinir mínir,
lifum af, bjartsýnir,
þýðir ekkert hangs og dól,
við reynum að finna skjól,
því að veröldin er erfið,
þegar fellur niður kerfið,
eftirlifendur standa,
reyna uppvakningum að granda.

Hér er allt of mikið af dauðu fólki,
vill á mér káfa og í sig háma.
Hér er allt of mikið af dauðu fólki,
Mun framtíðin nokkuð skána?

Ó nei, einn vinur minn var bitinn,
hann engist um jörðinni, blár á litinn.
Á hönd sinni hefur hann blóðugt bitið,
hvenær byrjar hann að drepa, missir vitið?



Eftirmáli: Seriously, hvað í andskotanum var ég að reykja?