Vangavelta Nr.1
Hvort er líklegra að þú deyjir úr hlátri ef þú ert með:
a) Astma
b) Flogaveiki
c) Lungnabólgu
Persónulega myndi ég halda að það væri annaðhvort A eða C þar sem að þú værir líklegri til þess að kafna.
Vangavelta Nr.2
Setjum upp eftirfarandi skilgreiningar og reglur.
Skilgreining 1.1 (tekin úr chuck norris facts á ensku)
Human cloning is outlawed because if Chuck Norris were cloned, then it would be possible for a Chuck Norris roundhouse kick to meet another Chuck Norris roundhouse kick. Physicists theorize that this contact would end the universe.
og síðan útfrá henni má rita regluna
Regla 1.1
Klón Chuck Norris er jafn Chuck Norris. Þetta er táknað
Chuck Norris' clone = Chuck Norris
Sönnun þessarar reglu fæst einfaldlega með því að skoða hugtök eðlisfræðinnar og beita smá rökleiðslu á skilgreiningu 1.1
síðan er það
Regla 1.2
“If Chuck Norris has five dollars and you have five dollars then Chuck Norris has more than you.”
Sönnun:Chuck Norris er Chuck Norris og mun hann ávallt hafa meira en þú.
Gefum okkur að þú lendir í þeim aðstæðum að þú getir talað við klón Chuck Norris-ar og þú segðir við hann:
“If Chuck Norris has five dollars and you have five dollars then Chuck Norris has more than you.”
Þetta skapar að sjálfsögðu það vandamál að klón Chuck Norrisar hefur alla eiginleika hans (skv Reglu 1.1) og því er Chuck Norris' clone = Chuck Norris
því gildir
The five dollars of Chuck Norris' clone = The five dollars of Chuck Norris' clone
(en þetta er jafn augljóst og t.d. 500=500)
sem má skv reglu 1.1 breyta í
The five dollars of Chuck Norris = The five dollars of Chuck Norris' clone
( ef x=y, þá er : y=y sem jafngildir y=x )
en skv reglu 1.2 ætti einnig að gilda
The five dollars of Chuck Norris < The five dollars of Chuck Norris' clone
og með því að beita [Chuck Norris' clone = Chuck Norris] á reglu 1.2 ásamt sömu skrefum sem færðu okkur ójöfnuna að ofan fæst
The five dollars of Chuck Norris > The five dollars of Chuck Norris' clone.
Nú sést að alltaf gilda á sama tíma eftirfarandi 3 ó/jöfnur.
(5dollarofCNClone=5dollarofCN er óþörf umbreyta)
The five dollars of Chuck Norris < The five dollars of Chuck Norris' clone
The five dollars of Chuck Norris > The five dollars of Chuck Norris' clone.
The five dollars of Chuck Norris = The five dollars of Chuck Norris' clone
Þar sem engar Chuck Norris staðreyndir ljúga þá er ekki hægt að afsanna þetta. Fyrir glögga menn er hægt að sjá hvaða vandamál það skapar hinsvegar. Hvað haldið þið.
Vangavelta nr. 3
Til er hið svokallaða do-re-mí mál þar sem fólk getur talað saman eftir nótum (tónum) þótt það sé afar lítið þekkt. Þetta er eitt af hinum svokölluðu artificial languages svipað og p-mál. (Hva-pað e-pertu-pu a-pað ge-pera-pa?).
Mín spurning er þessi. Ef við myndum ala upp barn í einangrun til þess að tala einungis þetta mál, gætum við seinna meir, þegar það er orðið svona tvítugt, orsakað stjarfaklofa eða eitthvað af því tagi í einstaklingnum með því að láta hann hlusta á “Flight of the bumblebee”?
Vangavelta Nr. 4
Hvað ef eldgleypar gleypa stormeldspítur?
Vangavelta Nr. 5
Væri ekki rökrétt að allir Danir væru ónæmir gegn víðáttufælni (sökum þess að forfeður þeirra áttu heima í víðáttu Danmerkur í gamla daga og þá voru engin háhýsi til að byrgja þeim sýn eins og nú í dag) og að allir Danir væru lofthræddir (Danmörk var og er flöt. Hvar áttu þeir að komas mjög hátt upp?)
Vangavelta Nr. 6
Ef ég man rétt, þá var í einhverri barnabók frá Disney sem ég átti setninging:
“Heyr heyr, lifi Tarsan.”
Þetta var sagt því að Tarsan bjargaði einhverju skipi eða eitthvað.
Bókin hét Tarsan og [eitthvað sem ég man ekki]. Kannski Tarsan og dvergarnir sjö, en whatever.
Mín spurning varðandi þessa vangaveltu er:
Ætli það sé tilviljun að hægt sé að endurraða setningunni í:
“Heyr heyr, Satan lifir”
Lokaorð
Úff, vá. Heimsspeki er erfið. Þess vegna ætla ég að vinna bara í sjoppu einhversstaðar á Egilsstöðum.