Líf renna út en tölvublóðið fellir ekki blööööð

“Skufsi?”
“Mmm?”


Fatherfucker sat í indíánastellingu á tveim kennsluborðum sem hún hafði sett saman. Í horni einu lá THT, sofandi á stafla af bókum og notaði gardínu sem teppi. Skufsi horfði útum gluggan, samt varkár um að það sæist ekki til hans. Það voru svo margir á nærliggjandi götum. Hann var að reyna að greina hvað hann sæi í andlitinum á þeim. Sorg, óvissa, reiði, hatur, vitfirring næstum. Samt engin svipbrigði. Enda höfðu þau ekkert til að æsast yfir. Ekkert kjöt, sýnilegt allavega, á boðstólnum í kvöld.

“Þetta eru ekki manneskjur lengur… hvað varstu að segja?”
“Helduru að hlutirnir verði einhvertíman eins og þeir voru?”

Veit hvert ég fer

“Meinarðu fyrir… allt þetta?”
“Já.”

Skufsi horfði á Fatherfucker í smástund meðan hann fann út hvort hann ætti að vera hreinskilinn eða að ljúga að henni. Í þögninni mátti heyra líflausa og örmagna útlimi strjúkast eftir götunum. Ódauð vein og búkhljóð risu úr blóði drifnum munnum sumum þeirra.

“Nei. Hlutirnir geta aldrei orðið eins og þeir voru. Það er aðeins of seint fyrir það núna. Þetta gerðist og er ennþá að gerast Ég meina, Kristur, það eru þrír dagar núna, fjórði eftir 20 min, síðan ég varð var við uppvakninga í bænum sem ég ólst uppí!”
“Lækkaðu röddina, þú vekur THT.”

Á SnorruEddu var byrjaður að myndast slefpollur.

“Það sem ég meina er, sama þótt við lifum þetta af þá er þetta svartasti punktur í íslenskri sögu. Sjitt, alheims jafnvel. Dauðir að rísa og ráðast á þá lifandi. Hvernig? Hvernig getur þetta gerst?”
“Ertu þá að segja að þetta sé vonlaust?”

Ég vildi að ég yrði aldrei stóóóór

“Ég er að segja… við þurfum að muna. Finna út afhverju þetta gerðist og koma veg fyrir að þetta gerist nokkurtíman aftur. En það sem við gerum núna er að við bíðum. Við gerum það sem Chocobofan segir. Þau byrgðu þennan stað vel fyrir, þau mega eiga það. Það þyrfti skriðdreka til að komast hérna í gegn. Við söfnum vistum á daginn og verum sem draugar á nóttuni. Við bíðum þartil bastarðnir deyja úr næringaleysi. Bara þangað til staðan er jöfn og þá getum við byrjað útrýmingunni.” Hann var fylltur af réttlátri reiði

“Skufsi. Þau eru þegar dauð…”

En númer sjö, ég elska þig með blóðinu úr méééér

“Kl er 23:37. 20.apríl. Sunnudagur. Batguy talar. Viðfangefni #19 staðfestir það sem mig grunaði. Þetta er sýking. #19 lést vegna köfnunar. Líklegast útaf ofnæmiskasti. Hú-… það…”

Hann fjarlægði upptökutækið frá munni sér og stoppaði bandið. Spólaði ögn til baka. Hann sat við fínt og snyrtilegt skrifborð. Bakvið hann á sjúkraböru, falin með laki lá… Gyða. Bakvið hana stóð búr. Íbúi þess teygði sig vonlaust eftir Batguy. Hann ýtti á littla rauða takkan á tækinu og hóf aftur mál.

“Það sýnir engin ummerki þess að vera bitið og auk þess veit ég að #19 komst við litla sem enga snertingu við hinna sýktu.”

Hann leit yfir á búrið. Á mannin sem hafði bjargað lífi hans. Og Batguy hafði launað hetjunni með að læsa hann inní búri þegar hann var bitinn.

Og númer sjö, dauðinn gerir skuggaprins úr mééééér.

“Það sem ég spyr mig að núna er, mun einstaklingur sýkjast eftir að hafa dáið?”

Batguy dró fram skúffu og tók úr henni sprautunál og lítinn rafmagnsbor. Hann leit aftur á búrið.

"Því miður félagi. Ég hef engin not fyrir þig lengur.

Og þú villt ekki sjá mig…

Hann steig upp með borinn í hönd og lokaði skúffunni.

Og þú veist hver ég er…

Hann varð var við spennu frá búrbúanum er hann gekk að því. Eins og hann gerði alltaf. Hann fálmaði í ofboði eftir einhverri handfestu á lostætu kjötflykkinu sem nálgaðist hann.

Og þú heldur þér í mig…

Hann hélt gikknum inni. Borinn byrjaði að snúast á ógnarhraða.

Og þú veist hvert ég fer…

Þeir stóðu nú andstæðið hvor öðrum. Einn lá næstum uppvið rimlina. Hinn stóð grafkyrr fyrir utan hendurnar sem beindust nú hægt og hnitmiðað á ennið á þeim teygjandi.

Ef ég f-

Batguy kipptist við. Í myrkrinu gat hann ennþá mótað fyrir fölu höndunum. Borinn var hættur að snúast. Batguy gekk að skrifborðinu og kveikti á kerti. Herbergið var lýstist snögglega upp aftur og skuggarnir dönsuðu á veggjunum. Því næst rúllaði hann Gyðu hliðiná búrinu og setti tjald fyrir.

“Forvitnilegt…”



“Hvað var að gerast?” spurði Fatherfucker þegar skyndilega allt dó í dauðu borginni. Engin hljóð. Engin ljós. Skufsi horfði enn útum gluggan.
“Það er orðið rafmagnslaust.”

Chocobofan kom nú inní stofuna þeirra með vasaljós sem hann beindi niður á við.

“Við tölum um þetta á morgun.”

Daginn eftir voru allir MRingarnir samankomnir í andyrinu og og reyndu að finna lausn á hvað þeir ættu að gera.

“Það hlaut að koma að þessu.”
“Er ekkert hægt að gera?”
“Orkustöðin hefði átt að duga mun lengur en þetta!”
“Við verðum að gera eitthvað. Við þurfum ljósið. Við þurfum hávaðann. Sem tálbeitu. Þessar verur laðast að hljóðum. Við höfum öll séð það.”
“Allt í lagi. Hérna er áætlunin.” sagði Chocobofan og hélt áfram. “Á meðan hin er ennþá í burtu þá getum við ekki farið öll til að leysa orkuleysið. Við þurfum að senda lítin hóp út til að kanna þetta. Við höfum ennþá labb-rabbtækin síðan úr MS svo við getum í það minnsta haldið sambandi. Keggy, ef það er í lagi þá vil ég senda þig, Skufsa og THT.”
“Lagi mín vegna.” Svaraði Keggy.
“Afhverju þarf ég að fara með?” Spurði THT.
“Því ég hef ekki Afhverju lengur.” Svaraði Chocobofan.
“Ég skal fara með þeim. Þú veist að ég er góð skytta.” Sagði Fannekkertgott sem sat í stólnum sínum nálægt stofunni sinni, bara ef að einhver myndi brjótast inn.
“Nei, Fann. Við höfum ekki tíman til að burðast með þig útum allt. Og skytta gerir ekkert gagn byssulaus.” Sagði Keggy.
“Hann hefur rétt fyrir sér en engar áhyggjur. Hysteria og þau koma bráðum aftur og þá þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur af heimilisvörn. Þá muntu skína.” Sagði Chocobofan og leit yfir á Skufsa og THT. “Það eru göng héðan út á neðstu hæðinni. Nokkurskonar bakinngangur. Neyðarútgangur. Keggy veit leiðina. Gerið ykkur klára og leggjið af stað þegar þið eruð tilbúnir.”

Hópurinn liðaðist í sundur. Batguy fór aftur niður í herbergið sitt. Fannekkertgott rúllaði inní sitt. THT og Skufsi fóru að fá vopn lánuð hjá hinum. Keggy gekk upp að Chocobofan þegar hann var viss um að enginn væri að hlusta.

“Þú veist að það eru litlar líkur að við snúum aftur, ikke?”
“Ég hef fullt traust á þér, Keggy. Þú hefur ekki brugðist mér ennþá.”
“Þá það. En þá veistu líklegast að Hysteria og þau hafa verið í burtu svoldið lengi. Það gæti verið kominn tími á að afskrifa þau.”
“Þau koma aftur. Þau voru ekki bara að leita að vopnum og vistum heldur öðrum eftirlifendum líka.”
“Meiri ástæða til að efast.” sagði Keggy íbyggin. “Þessi dýr er að breytast, Choco. Aðlagast kannski.

Fatherfucker strunsaði um gangana, pirruð og vonsvikinn að hafa ekki verið valin til að fara með. Hún var búinn með annan hringin sinn um skólan þegar hún heyrði hróp og köll úr andyrinu fyrir neðan hana.

”Opniði hurðina!“
”Færðu þetta þangað!“
”Þeir eru að koma!“

Þeim tókst loksins að færa síðasta skápinn frá hurðinni og aflæstu henni. 14 ára útlítandi stelpa með bakpoka á sér hrökklaðist inn og á eftir henni kom maður með svo þykkt skegg að það var þykkt og dró hann stórann kassa á eftir sér. Því næst var hurðinni aftur lokað meðan óvættirnir nálguðust í bakgrunninum, sett aftur í lás og byrgt var aftur fyrir hana.

”Jander? Hvar eruði búin að vera? Hvar eru hinir?“ spurði Chocobofan skeggjaða mannin sem var ennþá að ná andanum.
”Helvítis helvíti. Þar erum við búin að vera. Lolzor og SinSin eru dauðir. Sömuleiðis allir sem við rákumst sem voru ekki að reyna éta okkur. Fyrst allavega. En við náðum vopnum og nóg að vistum til að endast okkur í tvö daga í viðbót allavega.
“Dauðir? Hvað í ósköpunum gerðist?”
“Ekki hugmynd. Eina sekúnduna er allt öruggt og þá næstu algjör glundroði. Síðast þegar ég sá SinSin var hann sýktur og Hysteria er ekki búinn að segja orð á bakaleiðinni.”
“En lolzor?”
“Hysteria var sú eina sem komst úr húsinu og í bílinn. Ég vissi ekki hvort hann var ennþá lifandi eða orðinn snakk en við… við urðum að skilja hann eftir.”

Fatherfucker gat ekki hlustað á meir, hún sneri sér við en rakst á Batguy. Var hann búinn að standa lengi þarna velti hún fyrir sér.

“Fatherfucker?” spurði hann.
“Já?” svaraði hún óörugg.
“Langar þig að sjá svoldið… klikkað?”

Svona spurning sem kom frá manni sem rannsakaði lifandi látið fólk hræddi líftóruna úr henni. Sem betur fer bjargaði Fannekkertgott henni með að kalla úr nærliggjandi stofu: “Hey skapargaur, komdu að reykja þessa kúbversku vindla sem ég fann í skólatöskunni hjá einhverjum meistara!”

Hún hló vandræðalega. “Sorrí en þetta er búinn að vera langur dagur og Skufsi fokkaðist í burtu án þess svo mikið að kveðja svo mér veitir eiginlega af sígópásu núna. Seinna?” Batguy horfði ennþá á hana.
“Þú veist að reykingar drepa.”
“Þá dey ég og kem aftur sem fallegt lík.” Hún gekk í burtu. Hann glotti við þessi ummæli hennar og gekk niður. Hann hafði engan áhuga á að heilsa Jander né hinni. Hann hafði tilraunir að framkvæma. Þegar hann var kominn inní herbergið fannst honum eitthvað að. Hann gekk að skrifborðinu og kveikti á næstum útbrenndu kertinu. Þarna var búrbúinn. Enn á sínum stað. Hann fjarlægði lakið. Eitthvað seytlaði niður höku uppvakningsins. Storknað. Hann gat ekki hafa bitið í gegnum tunguna á sér tvisvar. Honum varð litið á sjúkraböruna. Í öllu ofboði hans um gærkvöldið gæti hann hafa sett hana á nokkuð óvarlegann stað. Í það minnsta lá hún nú tóm fyrir framan hann. Batguy fylltist nú skelfingu. Það eina sem lá á milli hans og öryggis liðsfélaga sinna var… Gyða sem stóð nú fyrir framan hurðina og var nú ekkert meira en skuggi af sjálfri sér. Hann get séð hungrið í augunum á henni. Búrbúinn hamaðist á rimlunum bakvið hann. Batguy tók upp upptökutækið og þrýsti á litla rauða hnappinn.

“Batguy. 14:55. 21 apríl. Mögulega síðasta færsla. Dauðinn hefur engin áhrif á sýkinguna.”





______________________________________________________________________




“Ó þenk godd jú fánd öss.”
“Trust me, God had nothing to do that.”
“Still, ví ver begínning tú lús all hóp. Fyrst þe zombís end then þe blakkát bött jöre fænalí hír.”

Sérsveitamaðurinn horfði á þakkláta eftirlifandann. Hann horfði á hrædd börnin, þreyttar og armæðufullar konurnar, karlana bitra og reiða yfir að geta ekki meira gert. Hina ríku nudda öxlum við þá fátæku. Hann hugsaði mér sér hvað svona ástand færði alla saman. Og hvernig hann gæti notfært sér það.

“You're the first group of people we've seen since we arrived here. Not counting the infected, of course. Do you know of anyone else?
”Uhh, nó. Ví dónt gó át þere.“
”Smart man. I'm gonna have a word with my associates and then we'll take you to the extraction point. Sounds good?“

Hann beið ekki eftir svari og færði sig yfir til liðsfélaga sína.

”So… that's all of them?“
”That's what he says.“
”Sixteen survivors and we just got here. This job is cake.“
”So wha' we do now, then?“ spurði einn gasgrímuklæddu mannana. Foringinn leit einu sinni enn á gamla karlinn sem hafði verið svo þakklátur og vongóður þegar hann rakst fyrst á þá. Hann tók eftir viðlitinu og brosti til tilvonandi björgunarmanns síns. Bakvið grímuna var engin gleði.
”What we were sent here to do. Safety's off. Open fire."
Let me in, I’ll bury the pain