Ég veit að fyrstu tveir kaflarnir eru frekar dull en þetta verður epic þegar “The beginning” er óver
„ÞETTA ÁTTI ALDREI AÐ ENDA SVONA“ öskraði maðurinn þakinn blóði
„ÞAÐ ÁTTI AÐ RÍKJA FRIÐUR OG GLEÐI“
„friður…friður“ tautar hann og fellur fram af brú loftflaug sinnar
Hinn maðurinn brosir og leggst niður, Uppgefinn á líkama og sál
Fyrsti kafli
Maðurinn labbar einn eftir götum bæjarins og dreymir um hina gömlu tíma, gullöldina miklu sem aðeins elstu menn gátu munað eftir. Hann sjálfur kom rétt eftir fall gullaldarinnar.
Hann labbar inn á hinn vinsæla bar „Ruslafatan“ þar sem þau öll hengu, hvert og eitt einasta. Maðurinn pantar sér ginger ale, Þar sem það er gert úr alvöru ginger og það vekur hláturtaugar hans, Eitthvað sem lítið hafði gerst upp á síðkastið. En hann hafði plan, Hann gæti gert þetta allt betra. Hann taldi sig geta leyst deilur hinna nýju, Verndað hina veiku, Vakið flippið aftur upp frá svefninum djúpa og losað þau öll undan járnkló gelgjurnar. Það var hann viss um.
„SnjóiKickass?“ spyr ókunnugur maður hann
„Það fer eftir því hvort sá sem spyr eigi sultukrukku“
„Einræðisherrann heiti ég og ég veit hvað þú ætlar þér“
Snjói hafði oft séð hann hér og þar í borginni, Hann hafði verið hér styttra en hann en samt var hann fullgróinn sorpari svo hann hlustaði á það sem hann hafði að segja.
„Ég veit ekki um hvað þú ert að tala“ sagði snjói og sneri sér aftur að drykknum sínum.
„Þú veist það víst og ég vildi að þú vissir að þú ert ekki einn í þessu, og ég vill inn“
„Út, Við vitum ekki hverjir kynnu að vera hér“
Snjói og Herrann fara út og snjóa líst strax vel á þennan mann svo þeir gera samning. Þeir ætla sér að gera sorpaníu betri.
Kafli 2
Snjói hafði ekki lengi verið jafn glaður og hann var þegar hann vaknaði þennan dag. Hann setti á sig hattinn og labbaði út og virtist sjá heiminn í öðru ljósi, Nú þegar hann vissi að allt myndi verða betra.
Hann og Herrann höfðu stofnað uppreisn gegn illsku gelgjurnar og yfirtöku nýfaggana, og vissu að þeir myndu ekki þurfa að óttast endurnar í þetta skipti(Hver man ?=)) En þeim vantaði fjármagn. Snjói hafði þegar komið af stað tilraunastofum sem unnu nótt og dag að efnabreytingu klóna, Gerði þá sterkari, Gáfaðri og kæmi í veg fyrir skipun 66. En hann vissi að hann gæti ekki fætt herinn og komið á loft her skipa fyrir utan þessa einu litlu flaug sem hann átti. Svo hann og herrann voru á leið á fund hins elsta. Hann var kröftugasti og virtasti sorparinn sem nokkurn tímann hafði skráð sig inn og samkvæmt herranum deildi hann hugsjón þeirra um fallegri heim. Þaðan myndu þeir fá peninginn sem þeir þurftu til að koma af stað flota. Auðvitað höfðu þeir ekki hugmynd um hvað þeir voru að gera á þessum tíma, Þeir höfðu alltaf góðar fyrirætlanir.
Herrann beið hans fyrir utan ríkuleg híbýli hins máttuga.
„Hann mun ekki berjast við hlið okkar, En hann mun styrkja okkur á allan þann hátt sem við þurfum“ Sagði hann með bros á vör
„Þá lýtur það út fyrir herra“ Sagði snjói glaður og kastaði stafnum sínum í loft upp og greip hann aftur „Að við höfum stofnað byltingu“
Ekki það að ég viti neitt um það