Ég veit ekki lengur hvaða dagur er… Þjálfunin er ströng og hörð, og hefur verið löng, ég hef misst allt tímaskyn. Oft er ég látinn standa grafkyrr meðan 5 strumpar með prik með tálguðum oddi(sem þeir segja að eigi að líkja eftir klóm Brands) stinga mig í sköflungin. Kvalir mínar eru ólýsanlegar.
Eftir það sem mér fanst vera mikill tími, var ég loks sentur á fund æðstastrumps. Hann brosti af stolti og sagði ,,Þú ert tilbúinn'' Á leið minni útur þorpinu var fullt af strumpum sem óskuðu mér góðs gengis. Meira að segja strympa (sem ég hafði átt í nánum samskiptum við, sem ekki verður farið nánar útí hér) kissti mig bless og bað mig um að hitta sig aftur þegar ég kæmi til baka.
,,Nei.'' sagði ég. ,,Þú gafst mér Strumpaflatlús'' Þegar ég var næstum kominn útur þorpinu kom einn Strumpur með gjöf til mín, og sagði það vera sköflungshlífar, til að hlífa mig gagnvart illskeytta kettinum honum Brandi. Það hefði komið sér vel, ef þær hefðu ekki verið í strumpastærð. :
Note to self: Drepa sköflungsvarnarsmiðsstrump
Ég yfirgaf þorpið sem hafði verið mér heimili síðastliðna 2 mánuði og hélt inní öskjuhlíðarskóg. Ég þurfti að fara varlega, það væri nú bömmer ef villidýrin dræpu mig áður enn ég gæti mætt Kjartani.
Þegar nótt var komin, og ég bjó mig undir svefn heyrði ég rödd í fjarska. Ég faldi mig og gékk á hljóðið. Röddin heyrðist með öruggu millibili, og eftir stutta stund gat ég loksins heyrt orðin.
,,Oh, ég hata Strumpa!'' bölvaði röddinn innan úr myrkrinu. Ég festi sköflungshlífarnar á mig, og greip upp spítu sem lá á jörðinni og faldi mig í runna. Meðan ég beið í runnanum eftir að Kjartan kæmi nær, skoðaði ég spítuna.
Falleg spíta, greinilega notuð sem barefli áður, kanski af fávita, enn þeir eru víst mjög algengir hérna í öskjuhlíðinni. Hún var mjó á einum enda, þann enda sem ég hélt um, og þykknaði eftir því sem lengra fór, og leit út eins og ekta lurkur.
,,Hvað var þetta?'' heyrði ég skrækt mjög nærri mér. Í fyrsu hélt ég að hann hefði komið auga á mig, enn heyrði fljótlega annað. ,,Oh, bara kanína, ég hata kanínur''.
Í sömu andrá hljóp ég fram úr runnanum og kom Kjartani algerlega á óvart. ,,Hafðu þetta emó gerpið þitt'' bölvaði ég á hann og keyrði spítuna í hausin á honum, og sló hann sammstundis í rot.
Enn bardaginn var rétt að byrja, því í hamaganginum hafði mér yfirsést stærsta ógnin af þeim öllum. Þegar ég ætlaði að keyra lurkin af alefli í höfuð Kjartans, heyrði ég hrikaleg hvæs fyrir aftan mig. Hnakkahárin risu, og ég fraus samstundis. Ég hafði gleymt kettinum Brandi.
,,ÁH'' veindi ég þegar kattarkvikindið klóraði mér að óvörum í hælin. Með erfiði tókst mér að snúa mér gagnvart kettinum, enn það var ekkert auðvelt. Kötturinn hvæsti og hringsólaði í kringum mig, og ég var með að minsta kosti hálfan sentimeters djúpan skurð á hælnum. Kötturinn lagði fljótlega aftur til atlögu, enn viti menn. Sköflungshlífarnar vernduðu mig.
Note to self: Dreptu samt Sköflungshlífarsmiðsstrump, hann stakk undan mér.
Illskeytti kötturinn góndi á klærnar á sér og mig til skiptis, og meðan hann var ringlaður lét ég högg dynja á höfuð hans með lurknum mínum. Þegar kötturinn lá niðri lagðist ég á hné og held að ég hafi lamið hann í hausinn að minsta kosti 20 sinnum. Ég hætti ekki fyrr enn Kjartan vaknaði.
,,Hvað hefuru gert við köttin minn?'' spurði vondi galdarkarlinn. ,,Nú skaltu fá það óþvegið'' kallaði hann svo og skaut eldingum úr hendinni á sér, enn þökk sé langri þjálfum minni hjá strumpunum tókst mér að sveigja mig framhjá þeim, barði hann aftur í hausinn með lurknum og hætti ekki fyrr enn spítan brotnaði.
Kjartan og kötturinn hans mundu aldrei aftur ógna strumpunum. Í fyrstu ætlaði ég að snúa aftur til strumpanna, enn taldi það ekki til neins. Ég átti ekki heima hjá þeim. Ég var maður, þeir strumpar. Ég gæti aldrei aðlagast samfélaginu hjá þeim almennilega.
Lokaorð: Þannig var saga mín og rannsóknir á strumpunum, og tel ég mig neyddan til að gefa út þessa sögu, enda trúði mér engin þegar ég fyrst snéri aftur úr öskjuhlíðinni. Því til framdráttar læt ég því fylgja með Blaðaúrklippu úr morgunblaðinu daginn eftir að ég kom til byggða.
Dr. Addi, sem hefur verið saknað í 2 mánuði fannst snemma um gærmorgun, alblóðugur. Gaf maðurinn undarlegar útskýringar á blóði sínu, og gátu menn séð að ekki var mikið af opnum sárum á manninum. Við frekari leit í öskjuhlíðar skógi(þar sem maðurinn sagðist hafa dvalið) fundu lögreglumenn hins vegar lík, sem ekki er búið að bera kennsl á, enn hefur fyrrnendur Dr. Addi játað að hafa drepið mannin og kött hans. Af sökum óeðlilegra útskýringa hans verður hann fluttur á klepp til bráðabirgða, þar sem gerð verður athugun á geðheilsu hans og athugað eftir ofskynjunarlyfum.
Já… Fjölmiðlar gætu álitið mig morðingja og rugludall, enn ég veit, að ég bjargaði strumpunum. Nú vitið þið það líka.
Addi Copperfield, Certified testacle inspector.