Dagur 7. Ótrúlegt, hreint út sagt ó-trúlegt. Strumparnir virðast búa yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum, enda einu kommúnistarnir sem ég hef séð hingað til sem virka, þrátt fyrir að enginn þeirra býr yfir nytsamlegum hæfileikum.
Ég hef komist að miklu í 2 daga veru minni hjá strumpunum, og tel mig hafa fundið út hvernig samfélag þeirra virkar.
Æðstistrumpur er foringinn, hann stjórnar, allir strumpar lúta valdi hans og enginn skal malda í móin. Hann er þekktur fyrir hvítt skegg og rauða húfu, sennilega sem vísi í gamla kommúníska rót strumpasamfélagsins. Það eru bara 2 stéttir í strumpasamfélaginu, það er æðstistrumpur og aðrir strumpar. Æðstistrumpur er yfirmaður allra strumpanna, og enginn hlýðir neinum öðrum enn æðstastrumpi.
Efnahagur strumpanna er mér mikil ráðgáta, þeir búa ekki yfir neinum gjaldmiðli, né vöruskiptakerfi, heldur einfaldlega gefa þeir hvor öðrum hlutina. Allir strumpar búa fyrir einhverjum hæfileika. T.d. bakar Bakarastrumpur fyrir alla hina, enn þarf ekkert annað að gera, einn undarlegt finnst mér að margir þeirra búa yfir algerlega gagnslausum hæfileikum sem gefa ekkert til samfélagsins.
Prakkara og hégómastrumpur eru t.d. byrði á samfélaginu sem samt sem áður þrífst. Ég verð að rannsaka þetta fyrirbrigði nánar.
Dagur 8. Ég ætlaði að ræða við Gáfnastrump þegar allir strumparnir byrjuðu að flýja, ég leit við og sá eitthvað sem líktist engu sem ég hafði áður séð. Loðið enn á sama tíma sköllótt, og eldingar skutust frá. Ég faldi mig með hinum strumpunum, meðan fyrirbrygðið skaust í gegnum þorpið og drap 3 strumpa. Þegar kvikyndið loks fjarlægðist heyrði ég í fjarka ,,Ooooh, ég hata strumpa''
Dagur 9. Allir virðast í sjokki eftir ófarir gærdagsins, Sniper-strumpur var fallinn og 2 aðrir useless strumpar sem hétu Labbistrumpur og Hassstrumpur. Æðstistrumpur stóð uppá háum sveppi og ávarpaði fjöldann. ,,Í dag syrgjum við 3 félaga, sem létu lífið í aldalangri baráttu okkar við Kjartan, 3 hugrakkir strumpar sem verða okkur öllum innblástur. Ég lofa ykkur því, kæru strumpar, að við munum sigrast á Kjartani og illskeytta kettinum hans Brandi''
,,Þetta sagðiru líka fyrir hálfu ári, og engu hefur verið strumpað'' Gargaði einhver úr þvögunni. ,,Það er rétt'' Sagði Æðstistrumpur ,,Enn núna höfum við leynivopn, enn skrifblókarstrumpur er eins og þið hafið eflaust flest tekið eftir, jafnstór og Kjartan.'' Ég tók andköf, síðan ég byrjaði dvöl mína hjá Strumpunum fékk ég nafnið Skrifblókarstrumpur því ég var alltaf skrifandi í skrifblokkina mína. Þeir höfðu einnig tekið eftir að ég var mun stærri enn þeir, kanski var dulargerfið mitt ónýtt, þeir myndu steikja mig lifandi ef þeir héldu að ég hjálpaði Kjartani.
Æðstistrumpur hélt ræðunni áframm ,,Þess vegna legg ég til, að Skrifblókarstrumpur fari og sanni strumpamennsku sína og strumpi Kjartan. Ég vona bara að Skrifblókarstrumpur taki áskoruninni.'' Augu allra strumpa litu á mig. Litlu stingandi augun, grimmd logaði í þeim öllum. Segði ég já myndi kötturinn kanski klóra mig í fæturna, enn segði ég nei myndu 40 litlir karlar ráðast á mig. ,,Ég verð að hugleiða þetta, kæru samstrumpar mínir, kötturinn hans Kjartans er ekkert lamb að leika sér við''
Dagur 11. Ég skil núna sorgir strumpanna, sífellt á flótta gagnvart Kjartani, köttum og kynlífsþyrstum geðsjúklingum. Ég hafði undirbúið flótta, enn þegar að því kom gat ég ekki yfirgefið strumpana þegar þeir þörfnuðust míns. Ég fór á fund með æðsta presti, og skrifa hér eins og ég best man atburðarásina þar.
Æðstistrumpur situr á sveppi og lítur frá mér. Ég geng hljóðlega að honum, enn samt tekur hann eftir mér. ,,Skrifblókarstrumpur'' sagði hann. ,,Já herra?'' ,,Ég veit hvers vegna þú ert kominn hingað, þú ert kominn til að segja mér hver þú ert'' ,,Ha herra?'' svaraði ég. ,,Ég veit að þú ert ekki strumpur, enn ég veit einnig að þú ert með hreint hjarta'' Æðsti strumpur leit á mig. Hvernig gat jafn lítil vera, innihaldið jafn mikla visku. Ég þagði augnablik, og sagði svo ,,Hvað á ég að gera Æðstistrumpur? Ef ég berst ekki, ber ég ykkur strumpanna á herðum mér það sem ég á eftir ólifað, enn ef ég berst, verð ég klóraður í sköflunginn''
,,Ég veit að valið er erfitt sonur. Ég veit allt um það.'' Sagði Æðstistrumpur. Við horfðum á hvorn annan. Hann hélt svo áfram ,,Ég bið þig einu sinni enn, ekki fyrir okkur heldur einnig fyrir þig. Þú verður að horfast í augu við óttan'' Þar kom það, eins og sól undan regnskýjum. Ef ég gerði það sem strumparnir vildu, sannaði ég ekki eingöngu strumpmennsku mína, heldur einnig karlmennsku mína. ,,Herra Æðstistrumpur. Þú hefur fengið þína hetju''
Addi Copperfield, Certified testacle inspector.