Þegar nú er komið við sögu eru 13 klukkustundir og 37 mínútur liðnar síðan hópurinn hitti Gizmo. Í þann mund sem klukkan sló Bruce Lee sást glitta í opið á göngunum.
“Brrrrr!” sagði Gorky.
“Hvað meinarðu?” spurði Rainbow.
“Hvað áttu við með því?”
“Seinast þegar ég las orðabókina var ‘brrrrr’ ekki orð.”
“Ég átti við að mér er kalt. Hvar erum við annars?”
“Við erum uppi á Snæfellsjökli, sýnist mér.” sagði rubberduckzilla.
“Fokk!” hrópaði Svarti Sauðurinn. “Ég er með ofnæmi fyrir jöklum. Ég fæ alltaf óstöðvandi hnerra þegar ég kemst í snertingu við jökul. En bíddu, var Snæfellsjökull ekki op til miðju jarðar?”
“Nei, það var allt saman misskilningur. Þetta er í rauninni op til miðju Harðar. Gizmo kallar húsið sitt alltaf Hörð.”
“Ég held að við ættum að koma okkur niður sem fyrst.” sagði Rainbow þá. “Mér finnst eins og okkur sé veitt eftirför.”
Einmitt þegar hún sagði þetta stökk svartklædd ninja út úr göngunum. Vopnuð katanasverði stökk ninjan inn í hópinn og sveiflaði sverðinu í gríð og erg. Í þessarri fyrstu atlögu féll hinn síkáti Gorky niður með djúpt sár á kviðnum. Öskrandi af bræði tóku Moony og Sauðurinn undir sig stökk og réðust báðir á ninjuna vopnaðir breiðsverðum. Þrátt fyrir mikla fimi ninjunnar náði Sauðurinn loks að koma á hana höggi.
Ninjan féll til jarðar með þungum dynk, sem reyndar heyrðist ekki, en áður en Moony náði að reka hana á hol hvarf hún í reykjarmekki. Þegar reykjarmökkurinn hvarf voru engin för eftir ninjuna. Enginn sagði neitt nema Gorky.
“AAAAAAAAAAAAAAAAGGGGGGGGGGGGGGHHHHHHHHH!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!” sagði Gorky.
“Gorky, ég var búinn að segja þér að tala rétta íslensku” sagði Rainbow.
“MÉR ER AÐ BLÆÐA ÚT!!” hrópaði Gorky, “GERÐU EITTHVAÐ!! ÞÚ KANNT AÐ GALDRA!!”
“Ég kann reyndar ekki að lækna sár. Ég kann samt að galdra fram plástur.” sagði hún og galdraði fram plástur á stærð við lítið zebrafolald og setti hann á sárið.
“Hjálpar þetta?” spurði hún.
“Ekki beint, en A for attitude.”
“Komum, áður en ninjan kemur aftur.” sagði Lobsterman. “Moony, þú hjálpar mér að bera Gorky.”
Þá lagði hópurinn af stað niður fjallið. Rubberduckzilla og Rainbow renndu sér niður á maganum, Penguin-style, á meðan Lobsterman og Moony báru Gorky. Seinastur kom Svarti Sauðurinn með sverðið á lofti, ef ske kynni að ninjan kæmi aftur. Þegar þau komu niður af fjallinu byrjaði Gorky að fölna og hrundi niður.
“Hvað er að?” spurði Moony.
“Afaghwttthsahhhhhhhhh….” sagði hetjan og lognaðist út af.
Þá tók Moony eftir pílu með áfestum miða aftan á hálsinum á honum. Á miðanum stóð:
“Pwnt.
-Lolzor”
“NOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!” hrópaði Moony.
“Hey gaurar, ég held að við ættum að drífa okkur. Flýtum okkur að grafa Gorky og förum svo.”
Að því mæltu jörðuðu þau Gorky og svo lagði hópurinn af stað og hélt til Ísafjarðar að finna Batguy.
ATH. Ég veit að bæði Lolzor og Svarti Sauðurinn eru búnir að breyta nafninu sínu en mér finnast gömlu nöfnin þeirra miklu flottari svo ég ákvað að nota þau. Ég vona að ykkur sé sama strákar.