Þegar ég kom eitt kvöld í bæin, ákvað ég að heilsa upp á kunningja minn Bjögga. Eftir að hafa bankað nokkrum sinnum tók ég á það ráð að ganga bara inn, og fann félaga minn sitjandi sem einga taugahrúgu við eldhúsborðið, með undirhökurnar skjálfandi.
Ég lagði yfir hann teppi og útbjó honum kaffibolla, reyndi að róa hann. Hafði mig svo loks til þess að spyrja… Hvað kom fyrir Bjöggi?
,,Strumpar'' ,,Ég sá strumpa Addi!''
Ég fann sjálfan mig spennast upp… allri minni ævi hef ég varið í að reyna að finna hina leyndardómsfullu strumpa… og nú virðist sem Bjöggi hafi komið mér loksins á sporið.
,,Hvar fannstu Strumpana Bjöggi minn?'' spurði ég varkár. ,,Ég var í göngutúr í öskjuhlíðinni. Ég varð svangur og fór að borða sveppi sem ég hafði tekið eftir að uxu hingað og þangað. Enn… E-Eftir að ég hafði borðað kringum 18, heyrði ég allt í einu litla rödd.''
,,Og hvað sagði röddin?'' ,,Hey þ-þú feitilíus. Hættu að borða húsið mitt…''
Daginn eftir var ég þegar byrjaður að undirbúa leiðangur minn inní Öskjuhlíð. Tjald, vasaljós, dulargervi(sjá meðfylgjandi mynd), samlokur… svo ekki sé minnst á góðu skrifblokkina mína og blýantin minn. Ég setti á mig gáfumannagleraugun og lagði af stað. Fyrsta daginn fann ég ekkert af viti, 2 kanínur, 1 róna og hálftóma bjórdós sem ég skellti í mig, enn þá hafði einhver sett sígarettustubb ofaní. Það hljóta að hafa verið strumparnir. Ég verð að fara sparlega með samlokurnar.
Dagur 2. Nú hef ég rannsakað allan norð-vestur hluta Öskjuhlíðarinnar… engir strumpar enn einhver ljótur kall rak mig í burtu, sagði að ég væri á einkaeign. Helvítið hefur ábyggilega bara verið að reyna að svíkja útúr mér fé. Samlokurnar eru á þrotum.
Dagur 3. Ég held ég sé kominn á sporið. Eftir að hafa verið matarlaus í einn dag, afréð ég loksins að borða einhverja af þessum furðulegu sveppum sem hér finnast. Ég hafði borðað nokkra er ég fór einnig að heyra raddir eins og Bjöggi. Hljómaði eins og einhver væri að öskra á mig, mér fannst ég heyra ,,Hættu að borða húsið mitt'' mun rannsaka sveppina meira á morgun.
Dagur 4. Strumparnir hafa reynt að verja sig. Þeir hafa breytt litnum á sveppunum og hafa einnig eitrað fyrir mér. Mér er skelfilega illt í maganum og er farinn að sjá ofsjónir. Ég gefst þó ekki upp… Ég skal finna Strumpana þótt það verði mitt síðasta.
Á fimmta degi, fann ég loks stóra fundin. Eftir að hafa hýrst í skóginum í 5 daga og ekkert étið seinustu 3 nema sveppi, kom allt í einu lítill blár kall með rauða húfu. Ég þekkti hann strax, þetta var æðstistrumpur. ,,Þú hefur staðist þolraun strumpanna, og hefur verið í skóginum í 5 daga. Þú ert nú velkominn í samfélag strumpanna.''
Ég átti ekki til orð, eftir alla mína leit og puð, voru strumparnir bara að reyna mig. Ég á eftir að geta rannsakað þá vel sem meðlimur í samfélagi þeirra. Ég vissi strax, að ég mætti ekki láta strumpana vita að ég væri að reyna að rannsaka þá, og yrði að halda gervi mínu, annars kæmist ég aldrei lifandi útúr öskjuhlíðinni.
Addi Copperfield, Certified testacle inspector.