Ef þú hefur ekki lesið fyrri hluta sögunnar þá skaltu gera það á stundinni.

Maðurinn í dyragættinni var gífurlega tanaður og hafði sett svo mikið gel í hárið á sér að það var orðið harðara en stál og broddarnir voru beittari en beittustu sverð. Þetta var enginn annar en sonur Gilzeneggerz. Eftir andlát föður hans (sjá baksögu Gizmos) var aðeins eitt sem hann hugsaði um. Hefnd!
Faðir hans, Gilzenegger, var valinn úr elítu Æðsta Hnakkaráðsins til að sigra Ísland en eins og kom fram í fyrsta hluta vissu Hnakkar ekki af tilvist þess fyrr en árið 2010. Gilzenegger kom til landsins með risavaxinn her Hnakka en það munaði litlu að hann hefði beðið ósigur gegn einvalaliði íslenskra menntaskólanema og Hugara.
Gilzenegger hafði þjálfað son sinn frá unga aldri. Hann hafði kennt honum að tana, lyfta og að skapa teknó og þegar sonurinn var einungis 10 ára var hann orðinn jafningi fullvaxins hnakka.
En faðir hans var drepinn af Gizmo þegar hann fór til Washington, höfuðborgar hins nýja heims, til að láta vita af afrekum sínum. Hinn ungi sonur hans var þar með orðinn yfirhershöfðingi og jafnframt Æðsti Hnakki Íslands. Og þarna stóð hann í dyragættinni og glotti.
“Ekki reyna að flýja. Þið eruð umkringd.” sagði hann.
“Hver ert þú?” spurði Lobsterman.
“Nafn mitt er laaangbestastur Gilzeneggerzson og ég þarf að jafna málin við ákveðinn aðila hér inni.” sagði laaangbestastur og starði ákaft á dverginn Gizmo.
“Ekki ef við höfum eitthvað um málið að segja.” sagði Svarti Sauðurinn.
Þá ýtti Gizmo á takka og MessrsMoony, rubberduckzilla, Gorky, Svarta Sauðnum, Lobsterman, Rainbow og Gizmo féllu niður um fallhlera niður í annað herbergi sem var líka fullt af lolcats myndum.
“Hvað er málið með þig og lolcats?” spurði Gorky.
“Ég segi þér það seinna. Núna er mikilvægt að koma ykkur í burtu.” sagði Gizmo. “Þessi göng liggja út. Þið ættuð að komast í burtu án þess að þeir taki eftir ykkur.”
“En hvað með þig?” spurði Rainbow áhyggjufull.
“Ég held athygli þeirra.” sagði dvergurinn. “Það er það minnsta sem ég get gert. Auk þess þá þarf ég að ljúka verki mínu sem hófst þegar ég réðist á Washington.”
“Förum!” sagði rubberduckzilla.

Hópurinn hljóp þá af stað inn göngin en Gizmo var eftir. Þá seildist Gizmo í sverðið sem hann hafði falið í herberginu, dró andann djúpt og bjó sig undir að mæta syni erkióvinar síns. Í einni eldsnöggri hreyfingu var Gizmo kominn aftur upp og stóð andspænis laaangbestastum.
“Svo þú, langbestastur, ert sonur Gilzeneggers.” sagði hin dvergvaxna hetja.
“Það er laaangbestastur, Gizmo, eða ætti ég að segja Mogwaii?”
“Ég drap föður þinn svo ég ætti að geta ráðið við þig.”
“Vertu ekki svo viss. Ég er tvöfalt tanaðari en hann og tek líka miklu meira í bekk heldur hann náði nokkurn tímann.”
“Við sjáum til um það.” sagði Gizmo og sveiflaði sverði sínu svo hratt að það varla sást með berum augum. Þetta virtist þó ekki hafa nein áhrif á Hnakkann sem greip sverðið með annarri hendi og kýldi hinn dvergvaxna andstæðing sinn með slíku afli að það hefði verið smá mál fyrir Jón Pál.
En Gizmo dó ekki ráðalaus. Hann stökk eitt skref aftur og stökk svo aftur að laaangbestustum og Roundhouse kickaði hann svo fast að sjálfur Chuck Norris hefði verið stoltur. En allt kom fyrir ekki og hnakkinn var enn standandi. Bardaginn geisaði í 2 klukkustundir, 49 mínútur og 39,8 sekúndur og þegar honum loksins lauk var stóra bláa húsið sem leit út eins og skál af grjónagraut séð ofan frá rústir einar. Maður steig út úr rykmekkinum, glampandi af svita.
“Brennið líkið!” sagði laaangbestastur.