Hér kemur 4. kaflinn í þessarri epísku frásögn. (Ath. að n00binn og Catastrophes heita núna rubberduckzilla og UnderTheRainbow).
Hópurinn, sem núna samanstóð af MessrsMoony, rubberduckzilla, Gorky, Svarta Sauðnum, Lobsterman og Rainbow (hún heitir í raun Under the Rainbow, en er kölluð Rainbow) var nú komið til Akraness eftir stuttan göngutúr frá Reykjavík. Rubberduckzilla tók þá til máls.
“Rainbow, veistu hvar gaurinn á heima?”
“Auðvitað! Hann er vinur fyrrverandi kærasta yfirmanns herbergisfélaga frænku minnar. Hann býr í stóru bláu húsi sem lítur út eins og skál af grjónagraut séð ofan frá.”
“Ertu að tala um þetta?” sagði Gorky og benti á stórt blátt hús sem leit út eins og skál af grjónagraut séð ofan frá.
“Nei, ég er að tala um þetta” sagði Rainbow og benti á annað stórt blátt hús sem leit út eins og skál af grjónagraut séð ofan frá.
“Hverju erum við þá að bíða eftir?” sagði Lobsterman.
“Let's go!” sagði Svarti Sauðurinn.
“Bank! Bank! Bank!” kallaði MessrsMoony þar sem þau stóðu fyrir utan stóra bláa húsið sem leit út eins og skál af grjónagraut séð ofan frá.
Risavaxnar dyrnar opnuðust. U.þ.b. 15,37 sekúndum síðar birtist dvergur með hlaðna haglabyssu í dyragættinni.
“Hver eruð þið og hvað viljið þið?” sagði dvergurinn.
“Við erum uppreisnarmenn frá uppreisnarsveitinni Svartholi. Við erum að leita að hinum heilaga gral og okkur grunar að þú vitir hvar hann er.” sagði rubberduckzilla.
“Bíddu, ert þú ekki göldrótta frænka herbergisfélaga undirmanns fyrrverandi kærasta vinar míns?” spurði Gizmo og horfði á Rainbow.
“Jú, það er ég” svaraði hún.
“Gangið í bæinn, en áður en þið komið inn verðið þið að signa ykkur 10 sinnum standandi á haus. Síðan þegar þið komið inn verðið þið að jóðla The Unforgiven með Metallica meðan þið dansið línudans.”
“Hann er svolítið sérvitur, gerið bara eins og hann segir” hvíslaði Rainbow.
Nokkrum klukkustundum seinna settust förunautarnir niður í stofu sem var full af lolcats myndum. Svarti Sauðurinn ákvað að rjúfa þögnina sem hafði varað í 3,89 óþægilegar sekúndur.
“Okkur var sagt að þú vissir um staðsetningu hins heilaga grals.”
“Auðvitað veit ég hvar hinn heilagi gral er!”
“Geturðu þá sagt okkur hvar hann er?”
“Það get ég.”
…
…
…
“Hvar er hann?”
“Hann er í vörslu manns að nafni Batguy.” sagði dvergurinn Gizmo. “Hann ætti að vera staðsettur á Ísafirði atm.”
“Eigum við að fara?” spurði Lobsterman.
“Hell yeah!” svöruðu hinir í kór.
“Ég held nú síður!” sagði ókunnug rödd í dyragættinni.
Framhald þegar ég nenni.