Ný trúarbrögð Þar sem kristnin er að verða úrelt þurfum við að fá eitthvað nýtt flipp. Hér eru nokkrar tillögur:

Star Gate
Þar er trúað öllu því sem sagt er í Star Gate þáttunum um hvernig geimverur hafi verið guðir til forna og að falin séu ‘'stjörnuhlið’' sem hleypa verunum hingað. Þá þurfum við að vera tilbúin að taka á móti The Asgard með tilheyrandi fagnaði og berja aftur Goa'uld.

The People Of Chuck Norris
Fólk Chuck Norris trúir því að Chuck Norris sé hinn eini sanni guð og að allir brandarnir um hann séu ekki grín heldur ‘'guðspjöll’'. The People Of Chuck Norris reynir statt og staðfastlega að líkjast leikaranum góðkunna.

Rokkíanití (Yngwie Malmsteens Rising Force er stærsta hreyfingin)
Í upphafi var ekkert. Svo kom Robert Johnson og spilaði á gítarinn sinn og skapaði heiminn. Þá skapaði hann John Lennon, fyrsta manninn og tók úr honum rifbein og skapaði Paul McCartney. Af þeim kemur allt mannkyn. Þetta er megin inntakið í Gamlarokkamentinu. Í Nýjarokkamentinu segir hins vegar af syni Roberts, Yngwie Malmsteen. Hann fæddist í Svíþjóð, gekk um og gerði kraftaverk. Hann átti tólf fylgimenn svo sem Lemmy, Pinkfloydikus, Clapton og svikarann Metallicus. Svo eru aðrar sögur eins og:
Örkin hans Townshend, David Gilmore og Golíat og Bob í hvalnum.

Sexulism
Þar er reynt að frelsa yfirnáttúrulega veru innra með sér með því að fá fullnægingu sem oftast. Þegar fullnægingar eru orðnar fleiri en syndirnar frelsast veran. Þeir sem deyja án þess að frelsa sig til hins eilífa lífs fara dauðraveröld, en hver fullnæging færir ófrelsaðann aftur til baka í heiminn. Syndir eru meðal annars: að neita sér eða öðrum um kynlíf, myrða, stela, gelding (hvort sem á sér eða öðrum), ljúgvitni og ofbeldi.