Ef þú hefur ekki lesið fyrsta kaflann lestu hann þá hér.
En að sögunni:
Lobsterman og Svarti Sauðurinn voru nú komnir að MH, en uppreisnarmennirnir höfðu falið skólann fullkomlega með því að mála hann í felulitum. Svarti Sauðurinn gekk að aðalinngangnum og bankaði morskóðann fyrir “Floccinaucinihilipilification”. Nánast samstundis opnaði ungur maður með sítt dökkt hár og smekklega mottu fyrir þeim.
“Sæll Sauður,” sagði maðurinn með mottuna, “hver er þessi gaur?”
“Þetta er Lobsterman. Hann ætlar að hjálpa mér með að finna hinn heilaga gral.” svaraði Sauðurinn. “Lobsterman, þetta er Sabbath.”
“Komdu inn,” sagði Sabbath, “ég skal kynna þig fyrir restinni af gaurunum.”
Þeir gengu inn í Norðurkjallara þar sem nokkur ungmenni sátu við borð sem var búið að breyta í kort af heiminum.
“Bleller, þetta er Lobsterman. Hann ætlar að hjálpa okkur að finna hinn heilaga gral. Og meðan ég man, þarna á endanum er THT3000. Hann drap OVER 9000 hnakka þegar þeir gerðu innrás. Hægra megin við borðið eru stelpurnar í hónum, Sif666 og n00binn, og vinstra megin eru þeir Gorky, SinSin og MessrsMoony.”
“Hæ, Lobsterman” sögðu allir samtímis.
“Okaaay” sagði Lobsterman.
“Hey gaurar,” sagði Svarti Sauðurinn, “ég var að komast að því að það er gaur sem á heima á Akranesi sem gæti vitað hvar við getum fundið gralinn.”
“Osom! Hver vill fara með þeim til Akraness?” sagði THT3000 fullur af eldmóði.
…
…
…
…
…
“Ok, MessrsMoony, Gorky og n00binn. Þið farið með þeim.”
“Sure.” sögðu MessrsMoony, Sif666 og Gorky á sama tíma.
“Lobsterman, þú ert óvopnaður svo ég gef þér þetta sverð.” sagði THT3000 og rétti Lobsterman risavaxið langsverð. “Gangi ykkur vel og megi mátturinn vera með ykkur.”
Framhald kemur seinna, og þið sem voruð nefnd á nafn en voruð ekki valin í hópinn, engar áhyggjur. Þið munuð koma meira við sögu seinna.