Skip siglir inn í Granda og landar við litla bryggju. Eftir fáeinar mínúturr sést svartur BMW keyra út bryggjuna að skipinu.
Út úr framsætinu stígur ökumaðurinn. Hún er með skærgulan hatt og í Pokémon bol í öllum regnbogans litum.
Hún gengur að aftursætinu og opnar dyrnar. Út stígur maður klæddur svörtum jakkafötum og með Rayban sólgleraugu, með hárið greitt á svalasta hátt og þið getið nokkurntímann ímyndað ykkur, með hina einu sönnu Fabio greiðslu.
Hann lítur á ökumanninn og segir ‘'Padfoot mín, ég sagði þér að mæta í svörtum fötum’' og skoðar hana í augnablik.
''Afsakaðu herra, þetta kemur ekki fyrir aftur''
Maðurinn í jakkafötunum gengur að skipinu, hann heldur á svartri skjalatösku. Hann gengur upp rampinn og á móti honum kemur rússneskur maður með þykkasta yfirvaraskegg allra tíma.
''Lobsterman! Brutske brutske!''
''Blessaður Ebebet, hvernig var ferðin?''
''Hún vera svakasvaka fín, íkke neitt óveður neineinei!''
''Gottgott, ertu með það sem ég bað um?''
''Jájájá kjallinn minn, það allt hér í gám, þú vera með peninganna?''
''Rétt er það''
Lobsterman gengur hægt en örugglega að gámnum.
''Opnaðu hann''
Ebebet gengur að gámnum og opnar hann, hann er troðfullur af brúnum kössum og í hverjum einasta kassa eru 1000 bréfþurrkur.
''Padfoot!''
''Já?'' heyrist frá bílnum
''Komdu með.. the newfags''
Padfoot gengur að skotta bílsins og opnar, upp úr því skoppa tugir lítilla krakka sem hrópa ýmsa hluti líkt og LOL ROFL EPIC EPIC WIN!
Líður næstum því yfir Ebebet að sjá svona mikið af fólki koma út úr skotti á bíl.
Lobsterman grípur um ennið með hendinni en bendir þeim síðan að koma til sín. Þeir ganga upp rampinn, eða meira, hlaupa og hoppa upp rampinn til hans.
''Takið alla kassanna og setjið þá inn í bílinn''
Þeir hefjast strax handa.
Lobsterman tekur vindil upp úr vasanum og kveikir sér í.
Illur hláturinn hans bergmálaði um allan Granda.
''Múhahahahah''
Það er rólegur dagur á skrifstofunni, Pikknikk situr við borðið sitt og les dagblaðið, alltíeinu þýtur THT3000 inn einstaklega æstur.
''Slakaðu á maður, það er allt í lagi hér'' segir Pikknikk
''*andar* ég var að fá heimildir fyrir því að skip hafi sest að í fáeinar klukkustundir við Granda í nótt og liggur grunur um það að þetta hafi eitthvað verið tengt Lobsterman''
''Hvað segirðu? Hvaða heimildamaður sagði þér það?''
''Ég má því miður ekki gefa þér upp nafn hennar?''
''Þú veist ég má ekki taka á móti nafnlausum heimildum, ég verð að fá að tala við þennan heimildarmann''
''Allt í lagi, ég skal reyna að koma upp fundi''
Klukkutíma seinna gengur Pikknikk inn í viðtalsherbergið, við borðið situr ung stúlka.
Hún er í síðum frakka, síða, liðaða, brúna hárið leggst yfir alirnar. Hún heldur á pípu sem hún er að reykja. Hún slekkur í henni um leið og hún sér hann ganga inn.
''Blessuð vertu, uhm, Parvati? Pikknikk heiti ég og er lögreglustjóri hér''
''Rétt er það''
''Mér er sagt að þú vitir eitthvað um flutningaskip sem landaði hér að Granda í nótt?''
''Já, ég var að keyra heum af.. öhm, fundi''
''Humm, jájá, og hvað sástu?''
''Ég sá greinilega Lobsterman vera að tala við rússneskan skipstjóra og marga litla menn bera kassa úr gámi í svartan bíl við bryggjuna''
''Og hvernig veist þú hvernig hann lítur út?''
''Ég veit ýmislegt''
Pikknikk lítur grunsemdaraugum á hana.
''Og hvernig á ég að vita að þú sért ekki að ljúga?''
Hún hlær og svarar svo ‘'Þú getur ekki vitað það’'
''Þú mátt fara''
Stúlkan stendur upp úr stólnum, og gengur út.
Maður gengur niður Laugaveginn.
Hann er í síðum svörtum frakka, óhnepptum, það sést að hann er í svörtum jakkafötum innan undir, svörtu vesti og hvítu bindi.
Þykki svarti toppurinn liggur yfir einu auganu á meðan hann gengur rösklega framhjá kaffihúsunum og fatabúðunum.
Hann snýr sér snöggt og gengur inn í húsasund.
Í einu horninu stendur maður, í einstaklega tilbreytingarlausum fötum með Batmangrímu og á bolnum stendur ‘'HAH ÉG ER STJÓRNANDI NÚNA, TAKE THAT WORLD’' og heldur á stóru brúnu umslagi.
Maðurinn í frakkanum gengur að honum og býr sig undir að taka umslagið af honum, maðurinn í horninu grípur þá skyndilega fastar um umslagið.
''Ekki svona fljótur''
''Hvað?''
''Ég þarf að fá að vita ýmsa hluti''
''Einsog hvað?'' svarar maðurinn í frakkanum.
''Til hvers þarftu þessar upplýsingar''
''Það er mitt að vita'' segir hann og rífur umslagið af honum.
''Hvað heitirðu?''
Maðurinn hlær og segir ‘'Hah, ef ég segði þér þá þyrfti ég að drepa þig’'
Tekur upp stóra handbyssu og miðar á hann.
''Shrike''
*BAMM*
Tú bí konntinjúd
baldvinthormods@gmail.com