Eða, það sem ég taldi vinkonur mínar. Við sátum saman í tíma, töluðum saman, hittumst stundum.
Ég var semsagt að skoða bloggið þeirra. Efst var einhver grein einnar stelpu sem ég þekkti eiginlega ekki, það var
ekkert merkilegt. Skráð í dag. 12.júní. Ég lauk við að lesa og færði mig yfir á næstu. Ein stelpnanna var að fara í útilegu; Elska ykkur stelpur mun sakna ykkar<333;*. Skráð 12.júní. Næsta grein. Besta vinkona mín síðan í 2.bekk bloggaði um eitthvað æðislegt sem hún gerði með hinni vinkonu sinni. Fullt af „fallegum“ myndum af fólki að kyssast á ströndinni og þúsund brosköllum troðið inn á milli orða. Skráð 11. júní
Ég trúði ekki mínum eigin augum. Ég fann hvernig sjón mín varð óskýrari, en deplaði svo og tár rann niður. Ekkert afmælisblogg. Þær gerðu allaf, ALLTAF afmælisblogg ef einhver vinkvennana átti afmæli. En það var engin mynd af mér, engin skrifaður afmælissöngur, engar hamingjuóskir.
Það var þá sem ég fattaði að þessar stlepur voru ekki vinkonur mínar. Þær töluðu við mig og sátu með mér því þær vorkenndu mér. því að þær voru of góðar til að hunsa mig, því ég átti engan annan. Þær voru bestu vinkonur mínar, en ég var ekki einu sinni góð vinkona þeirra.
Ég kíkti næsta dag, kannski gleymdu þær bara hvaða dagur var. Ekkert afmælisblogg.
Þetta var einn ömurlegasti afmælisdagur sem ég hef átt.
Og nú, nákvæmlega einu ári seinna, sit ég ein heima við tölvuna og skrifa emo sögu sem ég ætla að setja inn á Huga. Afmælisgjöf frá mér til mín.
Til hamingju með afmælið<33;**
Chuck Norris getur deilt með núlli