Hvað þýðir /b/?
Ef /b/ er til….þá hlýtur /a/ að vera til, ekki satt?
Afhverju hlær maður að hlutum eins og: Guðmundur var með regnhlíf, en allt í einu datt hann niður stiga…….Afhverju að hlæja að þjáningum annarra? Var það regnhlífin kannski? Eða nafnið Guðmundur sem kom einhverri skrítinni mynd upp í hausinn á ykkur? Svona væri hægt að hugsa endalaust.
Flestir segja að það sé ekki hægt að mæla heilann sinn í gígabætum….. en…….. einhverntímann hlýtur hann að fyllast….Hvað þá?
Ég fór að pæla í fornleifauppgreftri….Þeir eru alltaf að grafa svona hluti upp eins og gömul hús og eitthvað……mín pæling var….Hver gróf þá þarna fyrir það fyrsta?
Afhverju eru bara til bækur sem fræða mann, en ekki til bækur sem “affræða” mann?
Ætli jólasveinninn sé orðinn leiður á því að láta tosa í skeggið á sér?
Hver er það sem stelur sokkunum manns? Og afhverju getur hann aldrei verið nógu góður til að taka þá báða svo maður eyði ekki næstu 20 mín. í að leita að hinum?
Afhverju er til fullt af fólki að reyna að leysa Rubik's kubb á sem bestum tíma en ekki til neitt fólk sem reynir að rugla honum sem mest á ákveðnum tíma?
Við höfum (flest) öll séð útvarp og hvernig það virkar…….Hvernig virkar þá innvarp?
Ég er búinn að vera að pæla…..Hvernig í skjandfotanum færist hljóð á milli símalína?
Afhverju að hafa ávaxtalykt af klósettpappír?
Afhverju er ávaxtabragð af smokkum? Ekki skellir þú þeim á samloku eftirá og borðar með smjöri, osti og skinku?
Ef þú ert á 14. hæð á hóteli, þá ertu ekki á 14. hæð á hóteli…
Afhverju eru bækur alltaf ferkantaðar?
Þegar fólk segist hafa rekið við, afhverju þarf maður alltaf að bíða eftir að finna lyktina áður en maður forðar sér?
Hvernig verður þessi “bílskúralykt” til? Gamall bíll? Málning og þynnir? Gömul húsgögn?
Hvernig getur eitthvað verið endalaust? Einhversstaðar hlýtur allt að enda, en þá hlýtur að vera eitthvað sem tekur við eftir það…..Þannig að það má segja að heimurinn sé endalaus, en samt ekki.
Geta tölvuleikir orðið raunverulegri en raunveruleikinn einhverntímann í framtíðinni?
Getur geðklofi verið með geðklofa?
Hvernig stendur á því að leðurjakki má ekki fara út í rigningu á meðan beljur eru úti nánast allt árið?
Ef þú ferðast í bíl á ljóshraða og kveikir bílljósin….hvað gerist?
Ef geimurinn væri fullur af súrefni….hvað þá?
Jæja, ég ætla að vona að fleiri munu dansa núðludans eins og ég eftir að hafa lesið þetta.
Eða er ég kannski ekki heill á geði?
Svo á myndinni er Hugsikötturinn, hann hjálpar mér að hugsa.
Hellscream, BKI
Kakóþeytir