Varúð: Þessi saga gæti verið alger sýra og þessvegna gætir þú þurft að vera á eitthverju sterku til að skilja hana.
—–
Einn góðan veðurdag var Jónas á sína daglega flakki um internetið, hann kíkti aðeins á Sorpið, e-mailið sitt og bara þetta venjulega. Þegar hann lokaði Opera (Jónas notaði Opera þar sem honum fannst Opera vera mun þægilegra en bæði Mozilla Firefox og Internet Explorer, og það var ekki séns að hann myndi nota Netscape eða eitthvað svoleiðis drasl) sá hann að það vantaði eitt icon á desktoppið hans, það var ekkert á milli “My Documents” og “My Computer” einsog átti að vera. En Jónas gat enganveginn ýmindað sér hvað það var sem vantaði, honum bara datt ekki neitt í hug.
Þegar Jónas var búinn að sitja fyrir framan tölvuskjáinn í korter og gat enganvegin munað hvað átti að vera þarna þá ákvað hann að fara að gera eitthvað annað.
Hann tvísmellti á “My Documents” og fór þaðan í “My Pictures” til þess að eyða nokkrum myndum sem hann þóttist ekkert kannast við daginn áður þegar konan hans, Sandra, hafði spurt hann út í þær, þetta voru myndir af hinu ýmsa kvenfólki, hann kannaðist ekki við neitt af þessu liði. Allar þessar stúlkur áttu það sameiginlegt að vera annað hvort hálfnaktar eða naktar. Jónas eyddi dágóðum tíma í það að velja hvaða myndir hann ætlaði að eyða, en þegar hann var búinn að velja allar myndirnar þá ýtti hann á Delete. Eftir hálfa sekúndu eða svo þá poppaði upp gluggi þar sem stóð “Error! Can't locate Recycle Bin.” og þarsem Jónas vissi ekki um Shift + Delete leiðina til að delete-a hlutum þá gat hann ekki delete-að myndunum. Hann kíkti á desktoppið sitt og leitaði að Recycle Bin og komst þá að því að það var Recycle Bin sem vantaði á desktoppið hans.
Það fyrsta sem Jónasi datt í hug var að hann hefði bara óvart eytt ruslafötunni en komst síðan að því að hann gæti ekki sett ruslafötuna í ruslafötuna þar sem það var bara ein ruslafata í tölvunni hans, þ.e.a.s. áður en hún hvarf. Þá datt Jónasi það í hug að eitthver hefði stolið henni.
Jónas fór að leita að vísbendingum um hver hefði stolið ruslafötunni hans, hann vissi reyndar ekkert að hverju hann var að leita, hann var bara að leita að vísbendingum. Þegar hann var að leita á C drifinu á tölvunni sinni þá fann hann NotePad skrá þar sem stóð “Ef ruslafatan er ekki hér leitaðu þá á N drifinu þínu.” Núna varð Jónas ansi hissa, það er reyndar ekkert skrýtið þar sem hann var ekki með N drif, en hann var með D, E, F, G, H, I, J, K og L drif en ekkert N. Þegar Jónas var búinn að lesa þessa setningu 23 sinnum, bæði aftur á bak og áfram þá mundi hann eftir flakkaranum sínum, hann mundi líka eftir því að þegar hann tengdi flakkarann sinn þá taldist hann vera N drifið hans.
Jónas stóð upp frá tölvunni sinni og byrjaði að leita að litlum silfurgráum flakkara sem var eitthvers staðar týndur í draslaralega herberginu hans sem var staðsett í kjallaranum, ekkert ósvipað kjallaranum í myndinni Mýrin, eða svo sagði Jónas. Reyndar er það ekkert svo skrýtið þar sem hann átti heima rétt hjá húsinu í Mýrinni. Eftir dágóða stund þá fann hann flakkarann og USB-snúruna sem fylgdi flakkaranum. Hann tengdi flakkarann við tölvuna og kveikti á honum, tölvan fann flakkarann og Jónas byrjaði að skoða möppurnar á flakkaranum. Þar var ein skrá sem hét Recycle Bin.doc, hann opnaði skránna og sá þar Word-skjal þar sem stóð: “Þú hefur fundið N drifið og þessvegna finnst mér að þú ættir að fara inn á Hotmail.com, en ekki skrá þig inn á þinni eigin e-mail addressu, heldur notaðu þessa, recyclebin@hotmail.com. Núna ertu örugglega að hugsa um hvað lykilorðið gæti verið, og ég skal segja þér það, lykilorðið er það sama og alvöru skammstöfun gítarleikara Mötley Crüe og á eftir skammstöfunninni eru tölustafirnir 23.” Jónas vissi að félagi hans, Danni, fýlaði Mötley Crüe í botn og ákvað að hringja í hann og spyrja hann út í gítarleikara Mötley Crüe. Þegar Danni svaraði í símann þá var hann ekki lengi að segja Jónasi að gítarleikari Mötley Crüe héti Mick Mars, Jónas þakkaði honum fyrir hjálpina og lagði á, hann fór inn á Hotmail.com og reyndi að skrá sig inn sem recyclebin@hotmail.com með því að nota lykilorðið mm23 en það virkaði ekki. Jónas hringdi aftur í Danna og spurði hann hvort að hann væri alveg viss um að gítarleikari Mötley Crüe héti Mick Mars, Danni hugsaði sig aðeins um og mundi eftir því að alvöru nafn Mick Mars er Robert Alan Deal, Jónas þakkaði honum fyrir, aftur og vonaðist eftir því að Danni hefði rétt fyrir sér. Jónas reyndi aftur hann sló fór inn á Hotmail.com og sló inn recyclebin@hotmail.com og sló inn rad23 og ýtti á Login. Eftir smástund þá var hann kominn inn á innboxið á recyclebin@hotmail.com, þar sá hann skilaboð sem voru með titilinn “Jónas Guðmundsson”, honum brá soldið þar sem það voru ekki margir sem vissu hvað eftirnafnið hans var, flestir stóðu í þeirri trú að hann héti Jónas Terrajeva. Hann notaði nafnið Terrajeva þar sem pabbi hans, Guðmundur hafði verið alræmdur barnaníðingur þegar hann var yngri og hann var einn af þeim sem lentu í hans klóm, og þessvegna vildi hann ekki svo mikið sem heyra minnst á pabba sinn, þ.e.a.s. Guðmund. Jónas opnaði skilaboðin og þar stóð ekki neitt en þar var ein MP3 skrá sem hann sótti og hlustaði á. Skráin innihélt eitthver öskur, Jónas skildi ekki alveg fyrstu öskrin, enda voru hljóðgæðin ansi léleg, en hljóðgæðin skánuðu eftir því sem hann hlustaði lengur, eftir nokkrar mínútur heyrði hann að það var verið að öskra “Jónas” og það furðulega við það var að hann kannaðist við röddina. Honum fannst röddin vera alveg einsog röddin hennar Söndru. Nú heyrði hann eitt öskur í viðbót, það var ennþá Sandra sem var að öskra nema núna öskraði hún ennþá hærra en hún hafði gert fyrr, hann heyrði hana öskra “Vaknaðu Jónas! Þú sofnaðir við tölvuna aftur, helvítis letihaugurinn þinn!”
Þá vaknaði Jónas og komst að því að hann hafði bara verið að dreyma, en hann athugaði bara svona til öryggis hvort að ruslafatan væri ekki ennþá á desktoppinu hans, og viti menn á milli “My Documents” og “My Computer” var “Recycle Bin”.
Jónas og Sandra eru ennþá saman, þósvo að Sandra hafi sent Jónas til Hollands í meðferð vegna tölvufíknar hans.
The End!