David/Afhverju: Ólöglegur innflytjandi sem býr í bílskúrnum hjá oRiley og það eina sem hann kann í öðru tungumáli en hans móðurmáli er “Afhverju?”
LindeLou “Lexa”: Dóttir forsætisráðherrans, Laddis/Eysteinn er alltaf að reyna að fá hönd hennar í hjónabandi. Hún og Pési eru mestu mátar.
ChocoboFan/Viggi: Legendary bareigandi sem fær alla sína krafta úr húfu sinni Böðvari, sem var rænt.
Brynjar “Bobcat” oRiley: Geymir ólöglega innflytjandann David í bíkskúrnum sínum gegn vægu gjaldi. Hann er þekktur hjónabandsráðgjafi fræga fólksins.
Pési!: Fortíð og örlög hans kemur í ljós brátt. Hann og Lexa eru BFF's.
Lobsterman/Humarmaðurinn/Tumi: Kærleiksbjörninn mikli!
Viðkunnanlegur dyravörður á barnum hans ChocolateFan.
Sindri/SinSin: Lærlingur, aðstoðarmaður og kær vinur Vignirs.
Eysteinn/Laddis: Svífst einskis til að fá hönd Lexu í hjónabandi, einstaklega efnilegt ljóðskáld.
Andri/grautarhauz: Ræstitæknir á barnum hans Viggah og er í leynilegri starfssemi, meira um það síðar
———————————————————
„Pési, hvað er svona merkilegt við þennan stað?“ Nöldraði Lexa og leit í kringum sig, „Ég vildi miklu frekar fara á þennann þarna með bláa skiltinu“.
„Trúðu mér, þú vilt vera hérna“, reyndi Pési að sannfæra hana um á meðan þau olnboguðu sig í gegnum mannmergðina á dansgólfinu og í áttina að barnum. Eftir stutta stund fengu þau sæti og biðu eftir afgreiðslu. Þegar meðalhár maður í hvítri skyrtu, svörtu vesti , með svuntu um mittið og græna prjónahúfu á höfðinu vék sér að þeim gaf Pési Lexu olnbogaskot.
„Kvöldið, hvað má bjóða ykkur?“ spurði hann mundaði kokteilahristarann.
„Einn tequila og einn Sex on the beach“ Svaraði Pési og horfði íbygginn á Lexu.
“…Hvað ert þú að gera hér? Þú ert alls ekki nógu gömul til að vera að drekka!” skrækti barþjónninn er hann kom auga á Lexu.
“Pétur. Ég. Kála. Þér!” hvæsti Lexa milli samanbitinna tannana með ógnandi augnarráði í þokkabót eftir að hún hafði áttað sig á hver stæði bakvið barinn.
“Hvernig átti ég að vita að þið þekktust?!” svaraði Pési móðgaður.
“Ég veit það ekki!” sagði hún og byrjaði að örvænta.
“Viggi, gerðu það ekki segja pabba! Hann drepur mig!”
“Ég veit ekki Lexa…hann er nú einu sinni móðurssystursonur minn” Svaraði Viggi íhugull á svipinn.
“Æji, þú hefur alltaf verið svo svalur frændi, svo ertu alltaf að tala um hve stoltur þú ert af vinnunni þinn, ég vil fá að sjá hvað allt umstangið er í kringum” sagði Lexa smjaðurslega
“Fiiiine, fiine, en ef þetta spyrst út tekur þú þetta á þig” sagði hann og kláraði setninguna með illu augnarráði
“Og ég vil að þú” hann benti á Pésa “passir uppá að þessi unga dama gjöri engann óskunda”
“Jafnvel þó ég sé ekki viss um að ég geti treyst honum” muldraði hann þegar hann fór að gera drykkina til.
Þegar hann sneri sér við varð hann var við að einhverijr voru að slást í hinum enda salarins. „Ohh, ég þarf að fara að henda þessum gaurum út“, sagði hann og snéri sér að aðstoðarmanni sínum og lærlingi, Sindra.
„Sindri, ég treysti þér fyrir Böðvari“ Sagði hann alvarlegur og tók ofan húfuna.
„Ég læt hann ekki úr augsýn minni!“ Svaraði Sindri og tók við húfunni. Viggi stormaði svo í átt að slagsmálunum til að róa fólkið niður.
„Bíddu bara Lexa“ sagði Pési við Lexu sem sat og fylgdist með framvindu mála í slagnum, „Þú ert að fara að smakka besta kokteil sem mun nokkrum sinnum koma inn fyrir þínar varir.“
„Jája, við skulum sjá til.“
Á bakvið barinn hringdi síminn. Sindri snéri sér við til að svara, lagði Böðvar á borðið og tók upp tólið. Þetta var Gallup. Það tók hann um það bil 3 mínútur að losa sig við konuna á hinum endanum sem vildi ólm fá að vita hvað hann fengi sér á pylsu. Þegar hann lagði á snéri hann sér við og tók upp grænu húfuna á borðinu. „Eins gott að týna þér ekki…“ Muldraði hann við sjálfan sig og fór að þurrka glös.
Á meðan sátu Pési og Lexa og ræddu um allt og ekkert. Alltíeinu fann Lexa hvernig einhver bankaði í öxlina á henni.
„Sæl, ó þú dís minna drauma!“ Var sagt ljóðrænni röddu fyrir aftan hana. Lexa stirðnaði upp.
„Eysteinn.“ Hvæsti hún. „Var ég ekki búin að segja þér að láta mig í friði?“
„En ástin mín eina, ég afber ekki einn dag án þin!“ Kveinaði Eysteinn sem stóð þarna í jakkafötum, með blómvönd og súkkulaðiöskju í fanginu. „Komdu með mér og ég mun fullkomna líf þitt!“ Hann greip í hönd Lexu sem kippti henni strax að sér. Pésa fannst nóg komið og ýtti kauða í burtu.
„Take a hike man! Frændi hennar á staðinn og hann lætur sparka þér út ef þú pillar þig ekki.“
Eysteinn leit á Pésa með augnaráði sem hefði getað myrt en sneri samt í burtu fúll á svip.
„Meira vesenið“, muldraði Viggi þegar hann smeygði sér á bakvið barinn aftur. „Þetta voru sömu asnar og í síðustu viku, að slást yfir einhverju veðmáli um Curling… Ég fór og sagði Tuma að hleypa þeim ekki inn á næstunni.“
„Nú, þá ættum við að vera lausir við þá“, sagði Sindri og glotti.
„Já, ætli það ekki. Ekkert hefur komið fyrir Böðvar?“ spurði Viggi og tók upp húfuna.
„Neipp, hef ekki sleppt af honum augunum.“
„Flott er“, sagði Viggi og leit í kringum sig. „Andri!“ Æpti hann og leit útí horn á barnum þar sem ungur strákur með sixpensara og sóp í höndunum sat og leit út fyrir að vera ánægður með sig, „Farðu fyrir mig og sópaðu upp glerbrotinn eftir asnana þarna frammi.“
„Jeeessör“ svaraði Andri og stökk á fætur með bros á vör.
„Voðalega var hann eitthvað glaður“, sagði Sindri þegar Andri var farinn. En Viggi var búinn að skella Böðvari á höfuð sitt, fannst hann virka eitthvað undarlega en hann skeytti því engu, það var mikið að gera og hann var að flýta sér og sneri sér því að viðskiptavinunum á ný og var nú upptekinn við að blanda kokteila handa þeim Lexu og Pésa.
„Skál!“ Sagði Pési við Lexu þegar þau höfðu bæði fengið glösin sín.
„Ugh.“ Sagði Lexa eftir fyrsta sopann. „Hvað er þetta?“ Pési pírði augun og tók annan sopa.
„Ojj þetta er viðbjóðslegt tequila. Hvað hefur gerst? Ég hef alltaf fengið geðveika kokteila hérna!“
Viggi tók eftir svipnum á þeim tveimur. „Er eitthvað að?“ Spurði hann áhyggjufullur
„Ehm… Þetta er eitthvað skrítinn drykkur hjá þér í dag“ sagði Pési og ýtti frá sér glasinu.
„Vægast sagt. „ Bætti Lexa við og skellti sínu á borðið. „Við viljum fá endrugreitt, svo þarf ég að fara að drífa mig heim, pabbi kálar mér ef hann kemst að því að ég fór hingað. Viggi í guðanna bænum ekki segja honum…gerðu það!“
„Ha?…“ Stundi Viggi, „Má ég smakka þetta…“ muldraði hann og tók við glösunum. Eftir að hafa fengið sopa mátti lesa hræðslu og örvæntingu úr augum hans. „Guð minn góður…“
Hann borgaði þeim til baka einsog í leiðslu og snéri sér svo að drykkjunum og hóf tafarlaust að blanda Bloody Mary.
„Sindri, smakkaðu þetta.“ Sagði hann og otaði glasinu að Sindra sem tók við því og fékk sér sopa. Hann hóstaði, gretti sig og hellti innihaldi glassins í vaskinn, Vigga til mikillar mæðu.
„Ó, nei! Segðu öllum að við séum að loka!“ Stundi Viggi örvæntingafullur og gekk í gegnum hurðina sem leiddi að bakherberginu.
„Vá… hvað er í gangi“ muldraði Sindri þegar hann gekk fram fyrir barinn og hóf að tilkynna um lokun, fólki til mikils ama.
„Andri hjálpaðu mér!“ Kallaði Sindri önugur og saman tókst þeim loks að smala fólkinu út.
„Hvað er að gerast?“ Spurði Tumi hissa þegar hann lokaði og læsti dyrunum , „Klukkan er bara 1.“
„Ég veit það ekki.. Viggi er eitthvað slappur. Þið megið fara heim.“ Svaraði Sindri og bandaði höndunum í átt að Andra og Tuma.
Sindri labbaði í átt að bakherberginu sem Viggi var staðsettur, hann heyrði snökt og hugsaði með sér “Hvað í fjáranum er í gangi” þessi tvö ár sem hann hafði þekkt og unnið með Vigga hafði hann aldrei heyrt svo mikið sem tíst koma frá honum er eitthvað bjátaði á. “Þetta hlýtur að vera alvarlegt” bætti hann svo við í huganum .
Hann labbaði inn og uppgvötaði sér til mikillar furðu að það var ekki lærimeistari hans sem var að gefa frá sér þessi óhljóð og þá byrjuðu vangavelturnar um hvaðan þær kæmu þá. En nú hafði hann stærri áhyggjuefni á höndum sér, að komast til botns í þessu dularfulla kokteil-klúðurs máli.
„Viggi, hvað gerðist hérna frammi áðan?“ Spurði Sindri og settist á móti Vigga við lítið borð sem þeir höfðu þarna bakatil. Viggi fól andlit sitt í höndum sér og stundi.
„Ég skil þetta bara ekki…“ Hann tók ofan Böðvar og hóf að rannsaka hann. „Þessi húfa hefur aldrei brugðist mér. Hann er stolt mitt og gleði. En núna áðan.. Það var einsog kraftarnir yfirgæfu hann.. Kokteilarnir snérust bara í höndunum á mér.. Einsog hann væri bara… húfa…“ Síðasta orðið hvíslaði hann með angist í röddinni.
„En… Augnablik!“ Augun sperrtust upp. „Böðvar var með lykkjufalli hérna á uppábrotinu…“ Hann snéri húfunni við og skoðaði gaumgæfilega. „Og það var smá storknað blóð hérna innaní… Og hann var kannski ekki alveg SVONA grænn… Ó jeminn eini, Jeremías og Jónas!, þetta er ekkert Böðvar!“ Viggi spratt á fætur en Sindri trúði ekki eigin eyrum.
„En.. Hvernig.. Ég lét hann aldrei frá mér!“ vældi Sindri þegar Viggi hvessti á hann augunum.
„Ertu viss? Þú verður að vera viss!“ Viggi hristi axlirnar á Sindra.
„Ha! Já, ég hélt á honum alveg frá því þú fórst… Nema…“ Sindri leit út fyrir að vera hræddur, „Ég lagði hann frá mér rétt á meðan ég svaraði í símann, en enginn getur hafa tekið hann þá, það er ómögulegt…“
„Ó NEI! Líf mitt er ónýtt!“ Viggi lét sig falla niður á gólfið og horfði tómum augum á borðfæturnar.
„Þetta getur bara ekki verið að gerast… vá…Viggi, vá mér þykir fyrir þessu…“
Þögn ríkti í litla bakherberginu.
Þar til það heyrðist meira niðurbælt kjökur, og nú heyrð Sindri að það kom frá klósettinu.
„Hver er þarna inni að væla?“ Spurði hann daufur í dálkinn
„Æjji, David, þarna innflytjandinn sem Brynjar felur í bílskúrnum sínum… Hann er eitthvað foj, held það sé útaf Brynjar er ekki heima og húsið er læst, annars skil ég ekkert hvað hann er að rausa, hann talar bara króatísku.“
Í þessum töluðu orðum þaut ungur maður með grátbólgin augu út af klósettinu, illa pirraður að sjá.
„Jedan veliko pivo!” Öskraði hann og stappaði niður fótunum.
„Gaur.. Slappaðu af.“ Sagði Sindri og glápti á David. En David bara leit snúðugur á þá og endurtók fyrri setningu sína.
„Hvað þýðir þetta?“ Spurði Viggi Sindra.
„Hvað heldurðu að ég viti það? Gúgglaðu þetta bara eða eitthvað…“
Á meðan Viggi náði í tölvu og reyndi að finna út hvað David var að öskra sat sá umdræddi á gólfinu og muldraði í sí og æ „ Jedan veliko pivo!”
„Aha! Ég held að þetta þýði „Ég vil bjór“. Nú, þá gefum við manninum bara bjór, reddarðu því Sindri.. Ég… treysti mér ekki í það…“ Viggi leit niðurbrotinn út.
Sindri benti David að fylgja sér fram á barinn sem hann og gerði aðeins hýrari á svip.
“Hérna…hvaða tegund viltu?” spurði Sindri David með tilheyrandi handa-út-bað-ingum
“Afhverju?” svaraði David snöggur og sendi Sindra undrandi augarráð.
“Ég veit ekkert hvaða tegund þú drekkur maður!” sagði Sindri og var aðeins farinn að missa kúlið eftir atburði kvöldsins.
“Afhverju?” Spurði David sposkur á svip.
“Ég hef ekki tíma fyrir svona kjaftæði!” hvæsti Sindri.
“Afhverju?” endurtók uppáhalds útlendingurinn okkar.
“Ah screw it” hugsaði Sindri með sér og rétti honum handahófskendann bjór.
“Afhverju!” skrækti David og brosti fallega til Sindra, hljóp svo inn, hlammaði sér niður á gólfið og svolgraði bjórnum í sig.
“Afhverju” sagði hann aftur og rétti Sindra tómu flöskuna.
Í þeirri andrá hringdi síminn og Sindri svaraði.
“Já bíddu bara aðeins” sagði hann í tólið og æpti inn í herbergið
“Viiiiiggi, Brynjar er í símanum”
Viggi dæsti, hífði sig svo á fætur og gekk fram til að svara
“Já, já, nei” heyrðist dauft inní herbergið þarsem Sindri var að reyna að eiga siðmenntaðar samræður við David. Einu svörin sem hann fékk voru “Afhverju” eða “Jedan veliko pivo”
Sindri gafst að lokum upp og eftir augnablik birtist Viggi í dyragættinni.
“Brynjar er að koma að ná í David” sagði hann er hann hlammaði sér niður í stólinn með hvelli…stólinn brotnaði undan þunga Vigga og hann endaði í hrúgu á gólfinu.
“Hví gengur ekkert upp fyrir mig í dag Sindri?” dæsti hann með angistarfullri röddu og það blikaði í tár í augum hans.
Skál!
Hope you enjooyed rsum.
You can't hold no groove if you ain't got no pocket!