Ég við að þið hunsið allar þær stafsetningavillur sem gætu leynst í textanum. Stafsetning er ekki mín sterkasta hlið =)
Það var laugadagsmorgun, þegar síminn hringdi. “Fuck, Hver í andskotanum er að hringja svona snemma, djöfull er ég þunnur” Ég tók upp síman og ætlaði svo aldeilis að hella mér yfir þann sem væri í símanum. En áður en ég gat sagt einhvað var sagt “ Jón, Rauður Kódi, endurtek Rauður Kóði.” Ég glaðvaknaði, búinn að gleyma öllu því sem ég ætla að segja við manneskjuna. “Jón ertu þarna?” “Já ég er hér, er á leiðinni” Gott sagði röddin og lagði á. Ég leit á klukkuna, hún var korter í 12.
Ég fór framúr og klæddi mig í flýti. Labbaði fram í eldhús en að vanda var ekkert ætilegt þar. Leit yfir stofuna, “það mæti kannski taka til ég einstöku sinnum” og greip kexpakka og appelsínudjús og hljóp út í bíl. Settist inn í bílinn en hann ætlaði ekki í gang sama hvað ég reyndi. Ohh ekki gefast upp núna sagði ég og lamdi á stýrið. Að lokum hrökk hann í gang og ég brunaði niður á stöð.
Þú ert seinn sagði Jóndi þegar ég loksins kom inní neyðarherbergið. Ég leit inn, það voru allir komnir. Eva hress eins og alltaf og Bubbi var bara alveg eins og alltaf. Jæja hver er staðan spurðu ég þegar ég fékk mér sæti. “Brotist var inní 3 skartgripaverslanir í morgun. Allar verslanirnar voru rændar kl 11 um leið og þær opnuðu. Þrír menn í hverja verslun og allir voru þeir alveg eins klæddir og allir voru þeir vopnaðir Ak-47 byssum. Svörtum samfesting og með lamúshettur. 2 þeirra fóru strax og tóku allar myndavélarnar úr sambandi en hinn fór beint að afgreiðslumanninum og lét hann láta sig fá alla lykla sem voru þarna. Þeir tóku allt lauslegt og stungu því ofan í poka. Einn fór bakvið og tók allt sem hann sá þar. Þeir fóru síðan allir út og löbbuðu einhvað út. Nokkrir reyndu að elta þá en þeim tókst að stinga þá alla af. Þeir komust undan með í kringum 27 milljónir. Meira er það ekki.”
Það var löng þögn meðan við vorum aðeins að melta þetta. “Þetta þíðir að það er skipulögð glæpastarfsemi af einhverju tagi hér og þeir hafa að ráða yfir allavega 9 Ak47 rifflum. Þetta hefur verið skipulagt út í yrstu æsar. Skildu þeir einhverjar vísbendingar eftir sig?” “Lögreglan hefur ekkert fundi sem gæti bent á þá sem gerðu þetta. Þeir eru nú á staðnum að rannsaka þetta og tala við vitni. Ekkert hefur komið úr því. Jóndi virtist soldið pirraður þegar hann sagði þetta, greinilega verið vakinn líka. Ég vil að Jón og Eva fari niður í bæ og leitið að hugsanlegum seljendum þess þýfis. Það er samt ekki endilega víst að þeir reyni að selja þetta strax, þetta gæti líka verið flutt úr landi. Bubbi þú ferð og leitar af einhverjum vísbendingum sem löggan gæti hafa sést yfir. Og í guðana bænum, farið þið varlega og verið vopnuð, þessir gaurar eru ekkert lamb að leika við.
Ég og Eva löbbuðum út og ég tók mína kæru Berettu með mér. Ég átti mér nokkur góð sambönd sem myndu vita ef einhvað af þessu gulli þegar komið í umferð. Tókum stædó niður í bæ og þaðan löbbuðum við til skansala að nafni Bob. Þegar við komu þangað var þegar einhver að tala við hann. Við byðum aðeins og löbbuðum aðeins um þarna. Allt í einu ruddist maður þangað inn, öskraði “við sögðum þér að bíða”, tók upp byssu og skaut gaurinn sem var að tala við Bob í hausinn. “þú þegir eða þú ert næstur” sagði hann svo og ætlaði að labba út en þá var ég þegar búinn að koma mér fyrir dyrnar. “Drullastu burt mannaumingi” sagði hann þá og miðaði byssuna að mér meðan hann labbaði að mér. Ég beið eftir því að hafði komið nógu nálægt þá sló ég hann þannig að hann missti byssuna, sló hann svo í magan þannig að hann datt niður. Eva tók upp byssuna og beindi henni að honum.
Hvað var hann að reyna að selja þér spurði ég Bob. “Gull úr ráninu í morgun”. “Nú jæja, hve mikið að því spurði ég. “Hann sagist eiga 5 hluti úr skíragulli.” Þetta var semsagt bara einhver sendill, sem hefur óhlýðnast þeim, og þess vegna var hann drepinn.” Jæja sagði ég og sneri mér að hinum gaurnum sem lá ennþá á gólfinu og horfði með hatursaugum á mig. “Hver ert þú?” Fokkaðu þér svaraði hann og ætlaði að standa upp þegar Eva lamdi hann í hausinn með byssunni. “Sittu kyrr”. Þekkir þú þennan mann spurði ég þá Bob og sneri mér að honum. Nei sagði hann og gjóaði augunum að honum. “Þú veist að við getum tekið þig fyrir að versla með þýfi og fleira í þeim dúr. “Þú veist að þeir drepa þig ef þú segir einhvað” kallaði gaurinn meðan Eva var að handjárna hann. “Ekki hlusta á hann sagði ég, hafðu meiri áhyggjum af mér” sagði ég og brosti útundan mér.
Ég labbaði með honum bakvið hann bað mig að setjast. “Þessi gaur sem var skotinn er bara senditík sem gerir allt fyrir smá pening. Hinn hinsvegar, er einn af klíku sem hefur verið að ryðja sér soldið hér og þeir eru núna orðnir þeir öflugustu hér. Þeir hafa nokkur morð og eiturlyfasmigl á samviskunni.” “íslendingar?” spurði ég. “Já aðallega en þeir hafa greinilega góð sambönd erlendis. Þeir hafa vopn sem ekki hafa sést hér á ísland fyrr. Þeir kalla sig Hönd Davíðs en enginn veit hver þessi Davíð er.” “Veistu um einhverja fleiri í þessum hóp?” “Nei þessi er sá eini sem ég skipti við, hann er kallaður Villi en ég veit ekki hvað hann heitir í alvörunni. Meira um þessa gaura veit ég ekki.” “Þetta var gagnlegt, takk” sagði ég og labbaði aftur fram.
“Jæja Villi, einhvað sem þú vilt segja okkur??” Eva var þá búinn að handjárna hann og hann lá á gólfinu. “Fokkaðu þér, ég tala ekki við lögguhunda.” “En ég vil endilega tala við þig, og ef þú talar ekki þá gæti það bitnað á heilsu þinni.” “Iss ég hræðist þig ekkert, þið löggusvínin gerið ekki neitt.” Ekki vera svo viss sagði ég, reif hann upp, lét hann setjast við vegg, tók bettuna mína og miðaði á hnéð á honum. “Ég gef þér 5 sekúndur til að byrja að tala annas skít ég.” “Iss, þú myndir…” “1” “…ekki gera það,…” “2” … þið löggu svínin eruð…” “3” “…of miklir aumingjar…” “4” “ … til að gera svona hluti.” “5, það er rétt ég skít þig ekki í hnéð, strax” sagði ég og skaut hann í olbogann. “Aaaa, what the Fuck gaur” öskraði hann og reyndi að halda fyrir olbogann en hann gat það ekki því hann var handjárnaður.
“Jæja, taka 2” sagði ég og miðaði á hinn olbogann. “Fockaðu þér” sagði hann þá milli samanbitna tannana. “Þú þarft að drepa mig frekar”. “Hmm hvað fynst þér að við ættum að gera Eva?” “Látum hann tala” sagði hún og skaut hann í hinn olbogann. “FOOK” öskraði hann og engdist af sársauka.
“Ef þú byrjar ekki að tala núna þá muntu fá fleiri göt á þig.” “Okey, Okey” sagði hann niðurlútur. “Hann sem þið eruð að leita af, Davíð, hann stjórnar þessu öllu”. “Og hver er þessi Davíð og hvar getum við fundið hann?” “Hann heitir fullu nafni Davíð Oddson og er seðlabankastjóri, hann vill verða einráða yfir Íslandi og þess vegna ákvað hann að ráða okkur og við eigum að safna liði, sem mun seinna styrkja hann í valdaráninu sem verðu bráðum.” Ég horfði á Evu og spurði “Trúirðu honum?”. “Ég held að hann þurfi eitt stykki gat í hnéð” sagði hún og miðaði á hnéð á honum.
“Nei, Nei ég er að segja satt” sagði hann með grátkverki í röddini, “ég lofa ykkur því”. “Og þú ert væntanlega ekki með neina sönnun fyrir máli þínu eða hvað?” “ Jú ég er reyndar með það” sagði hann með uppgjafartón, “það er í hægri vasanum á jakkanum mínum.” Ég fór ofan í vasann og fann það handskrifað bréf.
“Flott rán Villi, ég vil að þið komið með alla hlutina úr ráninu heim til mín núna í dag”. Undir því stóð Davíð. “Ég þekki þessa skrift, þetta er skriftin hans Davíðs Oddsonar.” “Hvenær átt þú að hitta hann?”. “Núna eftir 10 mínútur.” “Ég tók upp síman, hringdi í Jónda og sagði honum frá öllu því sem við höfðum komist af. “Flott hjá ykkur, þið verðskuldið frí eftir þetta, ég tek ekki sjensinn á að missa svona gott fólk í bardögum eins og mun mjög líklega myndast þarna í kvöld. Taktu Evu og farið úr að borða eða einhvað. Og þetta er skipun.”
“Já” svaraði ég og lagði á.
Ég sat í örugglega svona 20 mín og hugsaði aðeins um það sem hafði verið að gerast “Jón, komdu hingað strax” kallaði Eva þá. Þegar ég kom þá sá ég Villa lyggja á jörðinni dauðan. “Hann bað mig um að leysa handjárnin til að koma sér betur fyrir og því hann gat ekki hreift handleggina þá tók ég af honum handjárnin en þá gat hann hreyft vinstri og hann tók einhvað eitur.” “Hans mál” sagði ég, labbaði upp að Evu, tók utan um hana og labbaði með henni út og við löbbuðum í burt frá þessu og heyrðum skothvelli vera að byrja nokkrum húsalengdum í burtu.
Endir
Takk fyrir mig og munið að kjósa mig :):)