Þrátt fyrir allt sem hefur skeð, þá fara þau og athuga málið.
Þegar þangað er komið sjá þau mann klæddan í þröngan spandexbúning, sem er með víðar skálmar, mjög svo þykkbotna skó, með spandexgrímu og stórt Ü á bringunni.
Með honum er vélmenni sem minnir á R2D2, nema með Hitlerhaus.
Engilbert sér einhvern hlut á flugbrautinni sem líkist geimflaug, og gerir því fastlega ráð fyrir því að það sé ástæðan fyrir veru spandexmannsins og vélmennisins.
Þau ákveða að fara nær, og þegar þau eru komin bak við bíl í svona 5 metra fjarlægð frá þeim, þá stígur Leiksoppur á gosdós þannig að spandexmaðurinn og hjálparhellan hans taka eftir þeim.
Engilbert lítur reiðisaugum á Leiksopp og gefur sig fram.
Í þann mund segir hann: Hverjir eru þið?
Þá er svarað: Ég er Übermaðurinn(Afhverju), kominn til að taka yfirráð yfir Reykjavík, hahahahaha!
Og mitt fyrsta verk er að skjóta þessari geimflaug út í geim!….Nei, nei…drepa ykkur, síðan skjóta geimflauginni út í geim!
Í sömu andrá stekkur Mjási út úr myrkrinu og ræðst á Übermanninn um leið og hann öskrar: Það er bara pláss fyrir einn vondakaggl í Reykjavík.
Engilbert og Leiksoppur bakkar frá staðnum þar sem Mjási er að klóra Übermanninn, og Robo-Hitler(PerraDrusla) er að berja í Mjása þar til Leiksoppur stígur á sömu gosdósina og áðan með þeim afleiðingum að Mjási, Übermaðurinn og Robo-Hitler líta til hliðar á þau, þau taka til fótanna.
Nú er hafinn eltingarleikur á milli teymisins og illþýðisins um Ægissíðuna þar sem Mjási og Übermaðurinn virðast hafa gleymt öllum erjum sín á milli.
Þegar þau hafa hlaupið út að Seltjarnarnesinu með vondu kagglana á hælum sínum allan tímann tókst þeim að fela sig inni í einhverri verslunarmiðstöð.
Þau hlaupa inn í Hagkaup, þar sem Engilbert fær frábæra hugmynd.
Engilbert kallar: Taktu þér innkaupakerru, Leiksoppur!
Og svo sjá Mjási og teymið þau þjóta út og niður brekkuna á innkaupakerrum.
Mjási sér að þeir eigi ekki eftir að geta haldið í við þá, en þá þýtur Überman framhjá honum á Überhjólaskautunum sínum, þar sem einn ofurkraftur hans er 80' Überhjólaskaut.
Engilbert og Leiksoppur sjá Überman nálgast þau á miklum hraða og Mjása og Robo-Hitler þar á eftir, af engri sérstakri ástæðu stekkur Dani Filth(Nesi13) út úr runna og bítur mottuna af Robo-Hitler, sem einnig er aðalstjórnstöð hans, svo nú snýst hann stjórnlaust í hringi og endar það með því að hann flýgur eins og eldflaug upp í loftið.
Engilbert og Leiksoppur nema loks stað við Gróttu og hlaupa út að vitanum og Überman þar rétt á eftir.
Mjási þorir ekki yfir því það er að koma flóð og hann er hræddur við að busla í vatninu.
Þegar komið er upp í topp á vitanum sjá Engilbert og Leiksoppur að þau eru innikróuð og Überman nálgast þau, en í þann mund stekkur Rubik-maðurinn(sammi92) inn um gluggann og byrjar berja Übermanninn með Ofur-Rubikkubbinum of 1337nessing Überness.
Übermaðurinn verst með stórum þýskum orðum sem lama Rubik-manninn í smá stund.
Þá öskrar Rubik-maðurinn: Ri Di R D! Li Fi Di U D Ui!
Og við þessi orð, þá stirðar Übermaðurinn upp og dettur út um gluggann á Gróttuvitanum og lendir haus fyrst á steypunni fyrir neðan og það sullast eitthvað útum allt.
Þá segir Rubik-maðurinn: Dang! Flaut Flaut! og flýgur í burtu.
Þau hlaupa niður vitann og í bátinn sem vitavörðurinn á og sigldu í burtu á meðan þau heyra enn og aftur í öskrunum á Mjása: NEEEEEEEIIIIII!
Kakóþeytir