Ég ætlaði að skrifa “Ritgerðarskrif” en mér fannst skref vera viðeigandi.
1. Sestu í beinum, þægilegum stól í vel lýstu svæði fyrir framan tölvuna þína.
2. Loggaðu inn á MSN (vertu viss um að þú sért Away/Busy!). Skoðaðu emailið þitt.
3. Lestu fyrirmælin vandlega til að vera viss um að þú skiljir.
4. Finndu nammiskáp og náðu þér í nammi til þess að hjálpa þér við að einbeita þér.
5. Skoðaðu emailið þitt.
6. Talaðu við vin á MSN og spurðu hvort hann vilji koma með þér að fá kaffisopa einhverstaðar. Bara til þess að gera þig tilbúinn fyrir ritgerðina.
7. Þegar þú kemur aftur inn í herbergið skaltu sitja í beinum, þægilegum stól á hreinu, vel lýstu svæði.
8. Lestu fyrirmælin vandlega til þess að vera alveg viss um að þú skiljir þau.
9. Skoðaðu emailið þitt.
10. Athugaðu tennurnar þínar í baðherbergisspeglinum.
11. Náðu í nokkur lög með Torrent.
12. Skoðaðu emailið þitt. (HLJÓMAR ÞETTA KUNNULEGA ENN?!)
13. Spjallaðu við vin þinn á MSN um verkefnið.
14. Skoðaðu emailið þitt.
15. Hlustaðu á nýju lögin og downloadaðu svo fleiri.
16. Hringdu í annan vin þinn og spurðu hvort hann/hún sé byrjuð enn. Deilið visku ykkar um prófið, skólann og allan heiminn.
17. Labbaðu út í búð til þess að kaupa tyggjó, það vantar örugglega tyggjó.
18. Jæja, þú ert með tyggjó, gætir alveg eins keypt Séð og Heyrt og lesið það…
19. Skoðaðu emailið þitt.
20. Skoðaðu dagskrána í blaðinu til þess að vera viss um að þú sért ekki að missa af neinu mikilvægu í sjónvarpinu.
21. Spilaðu Solitare (TriPeaks <3)
22. Skoðaðu skilaboðaskjóðuna á Hugi.is
23. Þvoðu á þér hendurnar
24. Hringdu í annan vin til þess að athuga hvort hann sé byrjaður, hann hefur ábyggilega ekki enn byrjað heldur.
25. Skoðaðu myndaalbúmin sem þú fannst inni í skáp heima …
26. Sestu niður og hugsaðu hvað þú ætlar að gera við líf þitt.
27. Skoðaðu skilaboðaskjóðuna á huga.is aftur
28. Skoðaðu emailið þitt og spilaðu nýju lögin þín.
29. Þú ættir að restarta tölvunni svona til þess að passa að Windows crashi ekki
30. Lestu fyrirmælin einu sinni enn, bara svona af því bara.
31. Renndu stólnum þínum að glugganum til þess að horfa á sólina setjast.
32. Leggstu á gólfið, gott er að kveina líka.
33. Kýldu í vegg, aukaprik ef hann brotnar.
34. Skoðaðu emailið þitt.
35. Ekki gera neitt.
36. Klukkan er 5 um nótt, byrjaðu að skrifa ritgerðina.
37. Klukkan er 7, þú rétt náðir að klára.
38. Farðu í sturtu, burstaðu tennurnar og stökktu út í skólann
39. Kvartaðu í öllum að þú hafir ekki náð að sofa neitt vegna þess að þú þurftir að skrifa þessa “helvítis ritgerð”.
40. Farðu inn í tíma, skilaðu ritgerðinni og farðu strax út til að sofa.