Fann þetta þegar ég var að fara í gegnum My documents.. veit ekki á hvaða sýru ég var..

Land Hinna Fljúgandi Teppa, töfrateppa!
Einu sinni var land er hét land Hinna Fljúgandi Teppa, töfrateppa! Landið er staðsett í miðri Afríku, hálfpartinn í frumskóginum og hálfpartinn í eyðimörk.

Einu sinni var apaprins sem bjó í frumskóginum sem giftist sandslönguprinsessu úr eyðimörkinni. Þau áttu saman höll mitt á mörkunum milli eyðimerkurinnar og frumskógarins.

Þeim varð fljótt barna auðið og eignuðust þau fallegustu mús sem heimurinn hefur séð. Hún var kölluð Mýsla.
Eitt sinn var Mýsla numin á brott af farandkaupmanni á töfrateppi og flutti með hana til lítillar kaldrar eyju þar sem menn töluðu ansi bjagaða útgáfu af íslensku.

Greyið Mýsla litla var hrædd og einmana þegar hún ruglaðist niður á höfn og fann þar skip hlaðið osti. Galdraosti!

Mýsla skreið um borð og hrópaði: “ég er dáin! Ég er komin í paradís”

En þar varð henni á í messunni. Skipið var engin paradís. Umborð stjórnuðu kettir, refir og uglur.

Allt mestu óvinir músa. Mýsla komst þó inn í lokað rými og bjó sér þar til hús fyrir mús úr osti.
Svo einn daginn var bankað uppá hjá henni. Þar var ungur rottusnáði sem kallaði sig Róbert. Mýsla og Róbert urðu bestu vinir og innan skamms höfðu þau klárað að éta húsið hennar Mýslu.

Einn daginn er Mýslu litið út um gluggann á skipinu og sér þá strendur Afríku og fyllist hún þá af gleði og fer í land á fyrsta mögulega stað.

Fljótlega finnur hún töfrateppi sem flytur hana til lands Hinna Fljúgandi Teppa, töfrateppa! Þar er Mýslu fagnað og hamingja ríkir í landinu.

En!

Mýsla saknar Róberts og sendir leitarsveit flóðhesta að finna hann, en leitin ber engan árangur (sennilega vegna þess að flóðhestar eru feitir og seinir og vita ekki hvernig þeir eiga að finna rottur).

Mýsla ákveður þá að byggja skuli höll úr osti til minningar um Róbert.

Eina nótt, í versta veðri sem hefur komið yfir land Hinna Fljúgandi Teppa, töfrateppa!, rigning og rok, er bankað upp á ostahöll Mýslu sem bar nafnið Uruburka (sem þýðir Græn Gúrka á tungumáli staðarins) og þar fyrir utan var hin illgjarna norn úr þessu blessaða Ævintýri sem sagðist hafa fundið rottuskömm í vínkjallara hússins sins og ákveðið að koma með hann í eina staðinn sem rottur vildu frekar en vín – OST.

Þegar Mýsla fattaði hvað um var að vera sá hún að þetta var Róbert! Blindfullur, en Róbert var þetta samt.

Stunduðu þau nú villt nagdýrakynlíf um nóttina og afkvæmið kom viku síðar, sonurinn Blúbissíon – hálfur api, einn fjórði rotta og með slönguheila.
Róbert vaknaði í þynnku daginn eftir en samkvæmt heimildum hefur hann aldrei verið jafn hamingjusamur.

(Enda má segja að nagdýr stundi brjálæðislega mikið kynlíf og nú eru afkomendurnir orðnir um 100.. og það bara karlkynið..)

Takk fyrir mig.
~bollasúpa