Hjödda varð ótrúlega vinsæl þegar hún tók uppá því að baka pönnukökur fyrir fólkið í kaffitímanum. Á meðan hún bakaði kom Geir með þá hugmynd að halda pönnukökuátskeppni og sá sem ynni yrði The Ultimate Eating Champion. Þessi hugmynd fékk mjög góðar undirtektir á meðal fólks og var beðið með óþreyju eftir að pönnukökurnar yrðu tilbúnar.

“Ég vinn þetta sko pottó”, yfirlíst Parvati sigurvís. Gunnjón og Viggi hóstuðu. Parvati henti skóm í þá.

“Neits, ÉG vinn!” sagði Bjarni og þandi út brjóstkassann.

“Þú?” spurði Regza hæðnislega, “hahh, ef þú vinnur þá heiti ég Rúdólf.”

“Blessaður, Rúdólf.” Sagði Bjarni alvarlegur og tók í hendina á henni.

“Svona, svona, krakkar, það vita allir að ég vinn, hættiði að pæla í þessu” heyrðist í Eysteini sem sat við endann á borðinu og hafði verið að rífast við Röggu um gildi FM957.

“Einsog ég sagði, þá er þetta bara bölvuð hnakkamellumússík! Hnakkamellu, heyriru það!” þandi Ragga sig og potaði fast í bringuna á Eysteini.

“Pönnsur reddí!” æpti Hjödda og setti disk með háum pönnukökustafla á borðið.

“Ókei, þetta verður þannig að fyrst fá sér allir eina pönnuköku á diskinn” útskýrði Geir. “Þegar allir eru búnir með sína fyrstu fá allir aðra og svo koll af kolli. Þegar maður er saddur stendur maður upp frá borðinu og gerist klappstýra oooog í endann verður eftir The Ultimate Eating Champion!” Sorparar fögnuðu og fengu sér pönnuköku á disk. Síðan byrjaði keppnin. Fólk fór að detta út eftir 5 pönnsur og höfðu Bjarni, Ragga og Bergrún myndað klappstýrulið.

Þegar 15 pönnukökur höfðu verið borðaðar voru flestir standandi útí horni á eldhúsinu. Við borðið sátu þó ennþá Regza,Viggi, Parvati og Eysteinn.
Þau horfðu hvort á annað manndrepandi augnaráðum, með sultu og rjóma út á kinnar.

“Nei.. Ég get ekki meira!” stundi Parvati þegar hún hafði klárað sautjándu pönnukökuna. Hún stóð upp og skreyddist útí horn.

“Ahh, ég er líka hættur!” Eysteinn gafst upp eftir 19. Eftir sátu Viggi og Regza og tróðu í sig pönnukökum. Viggi leit út fyrir að líða virkilega illa, en Regza sat bara og tók því rólega.

“Þú, þú ert ekki venjuleg!” muldraði Viggi og stráði sykri á 21. pönnsuna.

“Ég veit það, verði þér að góðu.” Svaraði Regza cooly og helti sér meiri mjólk.

Grafarþögn ríkti í eldhúsinu á meðan eftirstandandi keppendurnir tveir tróðu í sig bakkelsinu.

“Ókei! Ókei. Þú vinnur.” Yfirlísti Viggi fúll og lagði frá sér hálf étna pönuköku númer 23. Regza stóð upp og hneygði sig.

“Hér með lísi ég…REGZU! Sem The Ultimate Eating Champion!” öskraði Geir og lyfti hendinni á Regzu upp.
Allir klöppuðu.

Eftir þessa æsispennandi keppni lögðust þáttakendur á meltuna í um það bil hálftíma. En klukkan hálf 6 var flautað til feluleiks.

“Ókei, eru allir komnir?” Kallaði Lexa yfir hópinn þar sem hún stóð uppá stofuborði. “Núna ætlum við að fara í feluleik. Maður má fela sig í öllu húsinu og þið hafið korter til að finna ykkur stað. Hver vill ver’ann?”

“Ég skal”, sagð Atli og stóð upp, “Hvar á ég að grúfa?”

“Inní kústaskápnum á ganginum”, leiðbeindi Lexí.

“Úh, ég hlakka til að koma útúr skápnum, þá verður gaaaaman.”

Og með það hlupu allir sorparar í sína hverja áttina og fóru að fela sig.

**
“Hvert á ég að fara, hvert á ég að fara…” muldraði Sunna og hljóp upp á þriðju hæð. Hún gekk hratt eftir ganginum og opnaði allar hurðir á leiðinni.

“Herbergi, herbergi, herbergi, kústaskápur, herbergi, úff – augljóslega strákaherbergi, herbergi- aha!” Síðasta hurðin sem hún opnaði var á litlu og skítugu baðherbergi. Þar var klósett og vaskur á veggnum til vinstri, þvottavél í lélegu ásigkomulagi á veggnum til hægri. Það sem var á veggnum beint á móti sá maður ekki fyrir stóru, rauðrósóttu sturtuhengi. Það tísti í Sunnu þegar hún lokaði hurðinni hljóðlega og læddist að sturtuhenginu. Hún dró það varlega frá. Á bakvið það var gamalt og ljótt baðkar, en fyrir ofan það var nokkurskonar hilla inn í veggin. Þangað tróð hún sér og dró sturtuhengið fyrir. Síðan var bara að bíða.

**
Dabbi veðjaði á kjallarann. Hurðin sem lá þangað niður var staðsett við hliðina á hurðinni að kústaskápnum hans Atla, svo hann varð að fara mjög varlega. Hann opnaði hana hljóðlega, smeygði sér innfyrir, lokaði og læddist niður. Það var kolniða myrkur, en Davíð kallinn hafði ráð við því. Hann tók upp gemsann sinn og kveikti á innbyggða vasaljósinu. Hann lét ljósið leika um kjallarann og tók eftir að handklæðin sem fólk hafði notað í sundferðinni lágu í hrúgu útí horni. Hann ákvað að fela sig þar og læddist í átt að henni. En þegar hann fór að hræra í hrúgunni spratt einhver upp, kýldi hann í hausinn og öskraði:

“AAAA ELTIRHELLIR!”

“Ái! Hvad e eijinlega ad dér!” hvæsti Davíð og hélt um nefið á sér.

“Óh, sorry, ert þetta þú” Sagði manneskjan og kraup niður við hliðina á honum. Dabbi lét gemsaljósið lýsa á andltitið á henni og sá að þetta var Regza.

“Fyrirgefðu, ég bara hata þegar fólk bregður mér..” sagði hún vandræðalega. “Jæja, ég ætla bara að fara og fela mig aftur, hmm?” og með það skreið hún aftur undir handklæðin.

**

Á meðan Sorparar hlupu út og suður um húsið sat Atli á skúringarfötu inní skápnum sínum góða og tók tímann. Þegar 15 mínútur voru liðnar frá því að Alex startaði the feluleikur tók hann það stóra skref að koma útúr skápnum. Já.
En áður en hann hélt af stað að leita að börnunum litlu ákvað hann að leggja lykkju á leið sína, fara inní eldhús og fá sér einn banana. Banani kom honum til að hugsa um lagið “Ring, ring, banana fool.” Hann rölti því sönglandi inn í gegnum húsið.

“Ring, ring, ring, ring, ring. Banana fool! Sjúbabb, sjúbabb, sjúbabb, banana foooool. Dammdammdamm da-AAH!”

Núna veltið þið líklega fyrir ykkur af hverju Atli hætti að syngja og öskraði. Það er góð spurning. Til að fá svarið við henni þurfum við að fara 5 minútur aftur í tímann…

Dururulurlururulrulrulrulrulru… (<<< Þið vitið, svona hljóð sem kemur alltaf þegar það er spólað til baka í bíómyndum….?)

Ragga hafði ákveðið að fela sig í einum af skápunum í eldhúsinu. Atla myndi ekki detta í hug að leita þar, allavegana ekki fljótt, því þetta var ofur lítill skápur og þurfti Ragga að troooða sér inn. Síðan sat hún þarna í rólegheitunum og reyndi að láta fara vel um sig, þangað til eitthvað hljóð barst henni til eyrna. Fyrst trúði hún því ekki. Jú, þetta var.. þetta var.. banani. BANANI!

“AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAH!” Öskraði Ragga þegar hún rúllaði útúr skápnum.

“AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAH!” Öskraði Atli þegar Ragga rúllaði á tærnar á honum.

“Hvað er að þér krakki!”

“Hvar! Hver! Hvenær!” Ragga sat á gólfinu, ruggaði sér fram og til baka og faðmaði sjálfa sig. Atli horfði á hana einsog hún væri talandi ananas.

“Viltu banana?” Spurði hann hana hjálpfús og teygði sig eftir banönunum sem stóðu í skál á bekknum.

“NEI!” Skrækti hún, spratt upp og hraðaði sér útúr eldhúsinu, muldrandi eitthvað um heimsyfirráð og slysahættu.

Atli ypptyi öxlum, afhýddi bananann sinn og hélt áfram að leita.

***
Eftir því sem tíminn leið fundust sorpararnir. Bergrún hafði troðið sér undir sófann, Haraldur fannst bakvið úlpurnar í forstofunni, Bjarni í tómri óhreinatauskörfu og Gunnjón lá undir einu af rúmunum að leika sér í GameBoy tölvu sem hann fann.
Eftir um það bil eins og hálfs klukkustunda leit var síðasti þáttakandi í feluleiknum fundinn (Eða það haldið þið). Pési fannst í einu af herbergjunum niðri í kjallara, þar sem hann hafði rekist á bruggtæki. Enginn veit afhverju, en hann var blessaður með allt sem þarf í hina flóknu uppskrift af landa. Sat hann því við þá yðju að brugga, raulandi; “Það drekka allir landa upp til stranda…” þegar Atli, ásamt nokkrum öðrum sem voru spenntir að vita hver myndi vinna, fundu hann. Það var missjafn spenningur í hópnum yfir þessari uppgötvun Pésa, en sumum fannst þetta afar heppilegt.
Það sem fólk vissi ekki, var að uppi á þriðju hæð sat einmanna mannvera uppi á hillu, viss um að vera búin að vinna.

***
Í kvöldmatinn var pizza, heimsend frá Greifanum á Akureyri!
Okkar elskuðu sorparar höfðu setið inni í stofu að horfa á barnatímann. Það var hann Svampur Sveinsson sem var á skjánum (Á undraverðann hátt náðist Stöð2 þrátt fyrir að hótelið væri statt á þvílíkum eyðistað).
Allt í einu dinglaði dyrabjallan. Viggi fór til dyra. Á tröppunum stóð stelpa um tvítugt og leit afar pirruð út.

“Þið getið náð í þessar pizzur ykkar sjálf, ég ætla ekki að bera þær útúr bílnum.” Hreytti hún í hann, enda var hún að drepast í bakinu, greyið, eftir þessa keyrslu.

“KRAKKAR!” öskraði Viggi inn, “PIZZAN ER KOMIN!”

Það varð uppi fótur og fit og útúr hótelinu streymdu svangir unglingar að ná í pizzurnar sínar. Þegar allir höfðu náð í sína pizzu ætlaði Viggi að borga pizzasendlinum.

“Bíddu, það er ein pizza eftir í bílnum.” Sagði hún fílulega og benti.

“Óh, sorrí.” Sagði Viggi og náði í þessa dularfullu aukapizzu. Síðan borgaði hann og flatbökustelpan brunaði í burtu. Viggi labbaði inn í stofu í þungum þönkum. Hver átti þessa pizzu? Af hverju hafði sá hinn sami ekki tekið pizzuna sína? Pantaði hann kannski of margar pizzur og gerði þannig ófyrirgefanleg mistök sem ættu eftir að hafa áhrif á atvinnumöguleika hans í framtíðinni? Mundu gróðurhúsaáhrifin sökkva jörðinni? Hann vissi það ekki.
Þegar hann kom inní stofu sátu allir og hámuðu í sig pizzur og drukku gos.

“Hver gleymdi pizzunni sinni?” Spurði Viggi og veifaði aukapizzakassanum.

“Eggeeg” var svarið sem hann fékk.

“Leifðu mér að skoða hana.” Sagði Bjarni, James Bond stile, og þurrkaði pizzasósuna af kinninni. Viggi rétti Bjarna pizzuna.

“Hmm.” Sagði Bjarni og brá sér í gerfi leynilögreglumanns. Hann skoðaði pizzukassann vel og vandlega, opnaði hann því næst.

“Þetta er pizza með sósu, osti, skinku, pepperóní og ananas.” Tilkynnti Bjarni hróðugur.

“Og það segir okkur að…?” sagði Hammi og fékk sér brauðstöng.

“Nú, þið skrifuðuð niður hvað hver villdi á pizzuna sína?” Spurði Bjarni og beindi spurningu sinni að Vigga og Alex sem höfðu pantað flatbökurnar.

“Já…” sagði Lexa og leitaði í vasanum eftir miðanum, “Hérna.” Sagði hún svo og rétti honum.

“Þá þurfum við bara að leita og sjá hver vildi skinku, pepperóní og ananas á pizzuna sína og málið er leyst!”

Það ríkti þögn í stofunni utanvið kjammskjamms hljóðin.

“AHA!” hrópaði Bjarni eftir smá stund og veifaði miðanum ánægður.

“Það er… SUNNA sem vantar!” Allir litu í kringum sig og sáu, að það var í rauninni Sunnu sem vantaði. Hún hafði gleymst í feluleiknum.

“Ó Guð, við gleymdum henni áðan!”

Nú upphófst mikil leit að Sunnu. Allir tóku þátt og leituðu í öllu húsinu.

Á endanum var það Gunnjón sem fann hana, en hún hafði sofnað á hillunni sinni. Hún varð frekar fúl þegar hún frétti að hinir hefðu gleymt henni, en tók þó gleði sína á ný þegar henni var færð pizzan.

**

Eftir matinn var vídjótæm! Nokkrar myndir voru með í ferðinni og var kosið um hvaða mynd ætti að horfa á. Life of Brian varð fyrir valinu. Á meðan ræman rúllaði kláruðust 10 pokar af poppi, 15 af snakki, nokkur kíló af blandípoka, 7 lítrar af PepsiMax og einn brúsi af raksápu.

Þegar myndin var búin voru flestir komnir með “Always look on the bright side of life” á heillann og ýmist rauluðu eða blístruðu það. Alltíeinu! Spratt Hjödda upp og öskraði: “KODDASLAGUR!”.

Það upphófst sem sagt alsherja koddaslagur sem byrjaði allirámótiöllum en endaði sem stelpurámótistrákum. Að sjálfsögðu unnu stelpurnar, múha! Á þessum tímapunkti var klukkan að verða tólf og var opinberri dagskrá lokið. Fólk hélt í ólíkar áttir, stelpurnar eyddu reyndar 10 mínútum í að syngja “We are the champions” og hlæja að strákunum. Eftir það héldu sumir áfram að horfa á videoið, aðrir fóru uppá herbergi að gera eitthvað, sumir að spila og einhverjir heilsuðu aðeins uppá landann…

Cirka klukkan 01 varð það ljóst að Hammi var afskaplega góður í Twister.

Um klukkan 02 fékk Hjödda pottablóm í verðlaun fyrir flottustu náttfötin, en var hún klædd afar lekkerum overall með böngsum á, sem hún hafði keypt sér sérstaklega fyrir þetta tilefni.

Í kringum 03 mátti heyra söng frá eldhúsinu, einhver hafði komið með þá hugmynd að spila nokkurskonar endurbætta útgáfu af “Það var lagið” …

Um fjögur leitið fóru þeir sem enn voru vakandi í magaæfingakeppni.

05 voru þeir sem höfðu aldur til (og sumir aðrir líka…) komnir á trúnó og fengu nokkur leyndarmál að fjúka.

Og klukkan 6 var næstum hljótt í húsinu, þó einhverjir væru enn niðri í stofu.

Saga okkar endar hér, með glitrandi stjörnurnar skínandi yfir eyði-spítalanum, þröstunum syngjandi í greinum trjánna í kring, og bara í alla staði á mjög ljóðrænan hátt.

Te End.
We're just two lost souls wimming in a fish bowl.