Manstu ?..:D
Ég er ‘92 árgerðin og er strax farin að sakna hlutanna.
-Muniði ekki eftir því þegar allir rólóar voru fullir af krökkum útí leikjum, allir í Tví eða eina krónu ?
- Muniði eftir skemmtilega barnatímanum (afa)?, ég sakna hans :(…þá voru ekki þessar ljótu teiknimyndir, japanskadrasl–júkíjó og chin chan :P, mér langar í kærleiksbirnina og þættina -þegar leikföngin lifnuðu við- og marga fleiri, þeir voru ekta.
Núna er þetta ekkert gaman lengur
- Muniði eftir bú-leikjunum úta rólóvelli?…þá fórum við útí móa eða í næsta kofa og bjuggum til ’' heimili''…fórum með dúkkurnar og bjuggum til mat út blómum og svo sandkökur :D þða var svo gaman, en núna sér maður þetta svo sjaldan.
- ég fór alltaf niðrí fjöru að leika mér, týna steina og skeljar og henga upp í herberginu mínu, aldrei sé ég krakka niðrí fjöru núna :S
- Svo fórum við á hjólaskuta :D…ekki línuskuta :D
- og svo hjóluðum við eins og brjálæðingar með hjálparadekkin …kom ógeðslegt hljóð frá þeim(krrrr)..í svona hlutverka leikjum :D
- týndum blóm úr garðinum og seldum svo konunni :D
- fórum útí sjoppu og keypum nammi fyrir 50 kr. (það var sko mikið)
- fórum með barbie í ferðalag inní stofu :D
- ég þoldi sammt ekki action man kallana (A)..vildi bara barbie :D
- vorum alltaf útí tjaldi að leika með dótið
- allir áttu ferbie bangsana og svo þessa marglituðu sem maður átti að gefa pela og svo kom góð lykt :D
- ég var alltaf í smekkbuxum, átti rauðar-grænar og svo oshkosh :D
- svo fóru allir í sumarbúðir :D…vindáshlíð og vatnaskóg :D
- við áttum öll tölvu-gæludýr :D
- og strigaskórnir sem blikkuðu :D..það var aðalmálið :D
- svo voru gömlu símarnir..mamma átti svona hlunkasíma :D Nokia, vasadiskó voru aðalmálið og kasettur :D…Dýrin í hálsaskógi og barnaborgin :D
- Svo lékum við okkur með póný hestana :D
- Sjónvarps-markaðurinn og matreiðsluþátturinn hans Sigga Hall :D
- Dúkkurnar sem gátu labbað og Kútsíkú :D, Spice-girls æðið sem stór réð ríkjum :D
- Brúðubílinn, Ástu og kela, Gunna og felix og svo Bólu :D
- Tombolu söfnunin :D..svo kom mynd af okkur í morgunblaðinu :D
- Pokemon æðinu :D..bítta og harka :P
- snúsnú, teygutwist og húllahopp :D
- Georg og félagar :D…Króni og Króna, Snæfinnur snjókarl og vinkonan hans :D..núna höfum við íþróttaálfinn :D
- hvað við vorum spennt að fá í skóinn og skrifa jólaveininum bréf :D..sakna þeirra tíma(A)…klárðuðum svo aldrei jólamatinn og rifum strax upp pakkana :D
- hvað okkur fannst gaman í læknis-leikjum, tannlækna-leikjum og fleirum :P
- eftir að hafa farið í leikhúsið að sjá Latabæ :D..svo Dýrin í hálsaskógi og Ræningjana í Kardmommubæ, Ronju ræningjadóttur og þau öll ævintýrin :D
- Hvað það var gaman að fara í bíó og sjá Lion King og littlu hafmeyjuna ?
hvað fannst ykkur skemmtilegast ?
Núna er þetta ekkert eins spennandi-..:S
Hvað varð um þessi skemmtilegu hljómsveitir = 'Irafár, Skítamóral, Land og syni og fleiri…þau bara hætta..lögin þeirra eru bara æði, svona ekta útlilegu lög :D
Ég sakna svo Birgittu :D..hún var mín fyrirmynd, maður trompaðist bara ef maður sá hana sko :D…varð að fá eiginhandaráritun og allt saman sko xd, kunni meira að segja öll lögin, hreyfingarnar (klassík) og átti svo 4-5 plaköt með henni :F
þá var svo gaman að fara á Bylgjulestina og á útitónleikana með þeim :D..grípa flöskur og frisbídiskana með verlaunum og kaupa gasblöðrurnar með barbie og dalmatíuhundunum :D
Það er svo leiðinlegt(breitt) að verða stór :(…vildi ég gæti bara farið til Hvergilands :D (A)
það er ekkert gaman að vera ‘'stór’'…alltaf þegar ég var lítil vildi ég vera stór(fullorðin)..en núna komst ég að því að það er bara miklu betra að vera barn (engar áhyggjur, vinna, skattar hitt og þetta sem fullorðna fókið gerir) :S…
En ég er ánægð með æskuna mína og á helling eftir ólifað :D…kemur bara í ljós