Vakna klukkan 7 við vekjaraklukkuna. Ég dröslast á fætur og hrópa þegar ég sé svakalega ófreskju í speglinum. Við nánari athugun kemur í ljós að þessi ófreskja er ég. Ég ákveð að fara á klósettið og forðast á líta í spegla. Eftir að hafa átt stutta samræðu við klósettið þríf ég á mér andlitið og sé að mitt fríða andlit er komið.

Klæði mig í föt sem liggja í fataskápnum mínum, fæ mér morgunmat og dröslast í skólann. Á leiðinni í skólann kemur Hrafn til mín, hann segir mér að vorfulgarnir séu í þann veg að koma og því er best að ég hafi með mér regnhlíf (þessir tittir kunna sko að miða þegar það kemur að því að skíta!) Stuttu seinna dregur hann upp vængina sína og flýgur í burtu.
Ég er skilin þar eftir ein með bleika regnhlíf.

Alla vega.

Þegar ég kem í skólann fatta ég allt í einu að ég hef gleymt að greiða mér um hárið. Næstu tveimur tímum er eitt hjá hjúkkunni sem reynir að leysa þennan vanda með bestu getu. Það vill svo til að hún á fullt af teygjusokkum!! (Gott mál)

Skólastjórinn hringir til hennar og biður hana um að koma þar sem hann hefur meitt sig í litlu tá og þarfnast einhvers til að kyssa hana. Hjúkkan rýkur í burtu og er ég skilin ein með teygjusokkunum.

Þegar ég kem heim úr skólanum hugsa ég með mér að best sé að klára heimavinnuna því að ég nenni ekki að gera hana um kvöldið. Ég dreg upp lesbókina og les 2 heilar blaðsíður. (langar blaðsíður)

Síðan fer ég að gelgjast fyrir framan speglinn.
ég:OMG, ertu þú hér??
ég:Já, er eitthvað að því?? (sit upp ill augu)
ég:Audda, ég er sko hérna líka, like Hello, da!
ég:OM FRIKKIN G !! (segi þetta öskrandi)
ég: Ég veit!! Díses
Ég nenni ekki lengur að tala við spegilmyndina mína, þessi manneskja er grútleiðinleg og á við hegðunarvandamál að stríða. Hún ætti að vera meira eins og ég, svona sæt og fullkomin.


Þegar ég kíkji á gsm sé ég að það eru 4532 símtölum ósvarað. Eins og mig grunaði! Lóa hefur verið að reyna að ná í mig. Þessi manneskja er svo uppáþrengjandi. Hún er eins og æxli. Alltaf límd við mig!
Ég hringji í hana en heyri að það er á tali. OMG, getur þessi manneskja aldrei hætt að tala!! Díses.


Mamma kemur inn og segir mér að klæða mig, amma er komin í heimsókn. Amma mín er sko besta amma í heimi!!!!!!!
Amma er gráhærð gömul kelling með falskar tennur. Hún heldur en að ég sé fimm og þess vegna fæ ég bara hluti frá henni sem hæfa fimm ára börnum.
,,Elsku barnið mitt, ég kom með svona fínt hálsmen handa þér." heyrist í ömmu minni og ég þakka fyrir mig, kyssi hana og læt mig svo hverfa. Díses, það er svo erfitt að vera ég.

Lít á klukkuna og sé að Herkúles á Rúv er byrjað, má ekki missa af því. Í þessum þætti þarf Herkúles að berjast við ljótt skrímsli, hann tapar næstum því en Herkúles er vitaskuld svo sterkur og gáfaður og fallegur að hann getur ekki tapað svo hann vinnur. Hann kynnist líka Megöru í þessum þætti. Ég brosi yfir ást þeirra og vona að minn maður verð sko svona.
Jæja, eftir langan og erfitt kvöld leggst ég í rúmið og sofna
P.S. Mig dreymir um Herkúles….


…Afsakið mig ef það eru einhverjar stafsetningar villur….
If there is one eternal truth about politics, it is that there is always a dozen good reasons for doing nothing