Ég vill samt segja fyrst að Atli skrifaði þetta


Mest spennandi og ögrandi hliðar geimkönnunar hafa verið mannaðar geimferðir. Skömmu eftir fyrstu geimskotin byrjuðu bæði Sovétmenn og Bandaríkjamenn að vinna við mönnuð geimför. Eftir nokkur ómönnuð reynsluflug árin 1960 og 1961, skutu Sovétmenn upp fyrsta mannaða geimfarinu, Vostok, 12 apríl 1961. Geimfarinn var 26 ára gamall Rússi, Yuri Gagarin. Geimfar hans fór heilan hring um jörðu og lenti síðan örugglega hjá rússnesku samyrkjubúi. Áður höfðu Sovétmenn sent hund út í geiminn. Eftir þennan sigur Sovétríkjanna lýsti J.F. Kennedy forseti Bandaríkjanna því yfir að Bandaríkin myndu senda mannað geimfar til tunglsins fyrir lok áratugarins.
Það var svo 20. febrúar 1962 sem Bandaríkjamenn sendu sinn fyrsta manninn í geiminn. Það var John Glenn sem fór heila þrjá hringi í Mercury fari. Fram til þessa höfðu Bandaríkjamenn notað dýr í tilraunaskyni. Eftir þetta kepptust Sovétmenn og Bandaríkjamenn um yfirburði í geimrannsóknum og um að senda mönnuð geimför á braut um jörðu. Bandaríkjamenn náðu þó hægt og sígandi yfirhendinni.
Samkvæmt yfirlýsingu J.F. Kennedys náðu Bandaríkjamenn að senda sitt fyrsta mannaða geimfar til tunglsins fyrir lok áratugarins. Það var 20 júlí 1969 sem Neil A. Armstrong varð fyrstur manna til á koma á tunglið. Eftir þetta fylgdu fleiri Bandaríkjamenn á eftir í sex ferðum. Sú síðasta var í desember árið 1972. Þá voru notaðir rafknúnir bílar til skoðunarferða á tunglinu.