Well… þar sem ég hef skipt nokkuð oft um nick hér inn á huga þá ætla ég að skrifa grein/kork þar sem ég held að þetta verði stutt grein ef hún verður samþykkt.


ole11

Fyrst hét ég ole11 en það nick var búið til úr seinna nafni mínu og fyrsta staf í nafni föður míns og tölunni fyrir aldur minn :D ég byrjaði sumsé að stunda huga 11 ára


tiger13

síðan kom tiger13 en þá var ég byrjaður að stunda sorpið að einhverju ráði og á þessum tíma skrifaði ég meðal annars sögunnar Fight 4 the Sorp sem náðu einhverjum smá vinsældum.

Ég veit ekki afhverju tiger13… :S


AlbusDumbledore

Þarna var ég nýbúinn að lesa HP 6 og var þetta svona af virðingu við Dumbledore..


Bambino19

Bambi, Bambi, Bambi… hví Bambi, ég hef aldrei séð Bamba og hví ég breytti nickinu í Bambino er mér hulin ráðgáta.. það sem ég held er að bekkjarfélagi minn sem heitir Hawkinn inn á huga hafi byrlað mér eitur frá Sómalíu… Nítján er uppáhaldstalan mín…


Galbatorix

Þarna stundaði ég huga ekki í heilt ár en byrjaði svo aftur af krafti með því að breyta nickinu.. Glöggir lesendur takak kannski eftir því að ég hef verið að lesa Eragon á þessum tíma..


peegoony

Svo þegar ég nennti ekki lengur að heita Galbatorix heldur hét ég peegoony eins og ég heiti núna.. þetta nick er það eina sem hefur einhverja sögu..

Hér kemur hún:

Þetta byrjaði allt þegar ég fór í 9unda bekk (á þessu ári) þegar ég fór í enskutíma og var í bókinn Move on… henni fylgdi verkefnahefti og á einum stað í því var svona orðarugl þar sem við áttum að finna nöfn á löndum og ég var að leita að Chile en fann *trommur* peegoony!!!!

Ég og vinur minn (sá sem byrlaði mér eitur frá Sómalíu) fundum merkingu fyrir orðið… peegoony þýðir pissuvillingur…

Oft notað svona..

Faðir: Son, did you wet your bed?
Sonur: No.. but…
Faðir: Are you a complete peegoony?


Þetta eru lokaorðin mín!!!

Takka fyri