Dagbók Hunds & Kattar DAGBÓK KATTAR:

dagur 183.

Fangarar mínir halda áfram að kvelja mig með furðulegum dinglandi hlutum. Þeir ganga að hlöðnu borði guðdómlegra kjötrétta, meðan ég er neyddur til að bryðja þurrt morgunkorn. Það eina sem heldur mér gangandi er von um flótta, og sú fullnægja sem eyðilegging einstakra húsgagna veitir mér. Á morgun gæti hugsast að ég borðaði enn eina stofuplöntuna!
Tilraun mín í dag til að myrða fangara mína með þvi að vefja mig utan um lappirnar á þeim á meðan þeir gengu heppnaðist næstum því, verð að reyna þetta aftur og þá efst í tröppum!
Í tilraun til að vekja viðbjóð og hrylling þessara viðbjóðslegu kúgara, þá þvingaði ég mig til að æla aftur í uppáhaldsstólinn þeirra. Verð að muna að prófa þetta í rúminu þeirra…

Afhöfðaði mús, og færði þeim höfulaust líkið, í tilraun til að gera þeim ljóst hvers ég er megnugur, og líka til að sá ótta í hjarta þeirra. Eina sem þeir gerðu var að hjala og tala niður til mín, yfir því hve góður lítill kisi ég var. Hmm,, Þessi aðferð virkaði ekki sem skyldi!

Það var einhversskonar samkoma vitorðsmanna þeirra í kvöld. Ég var settur í einangrun allt kvöldið. Hinsvegar gat ég heyrt hávaðann og fundið lyktina af matnum. Það sem er mikilvægara að ég heyrði að frelsisskerðing mín var vegna þeirra ofurkrafta sem ég hef sem heitir “ofnæmi”. Verð að læra um hvað það snýst og hvernig það getur nýst mér í framtíðinni.


Ég er sannfærður að hinir fangarnir eru sveimhugar og hugsanlega klöguskjóður. Hundinum er reglulega sleppt en hann virðist meira en sáttur að snúa aftur. Hann er augljóslega hálfviti. Fuglinn hinsvegar hlýtur að vera uppljóstrari, og talar við fangarana reglulega. Ég er sannfærður að hann lætur þau vita af öllum mínum ferðum. Vegna þess að hann situr í járnherbergi, þá er öryggi hans ekki ógnað á þessari stundu.
En ég get beðið. Þetta er einungis spurning um tíma…..







DAGBÓK HUNDS:



08:00 Ó boj maður! Hundamatur! Uppáhaldið mitt!
09:30 Ó boj maður! Bíltúr! Uppáhaldið mitt!
09:40 Ó boj maður! Göngutúr! Uppáhaldið mitt!
10:30 Ó boj maður! bíltúr! Uppáhaldið mitt!
11:30 Ó boj maður! hundamatur! Uppáhaldið mitt!
12:00 Ó boj maður! krakkarnir! Uppáhaldið mitt!
13.00 Ó boj maður! Garðurinn! Uppáhaldið mitt!
16:00 Ó boj maður! krakkarnir! Uppáhaldið mitt!
17:00 Ó boj maður! hundamatur! Uppáhaldið mitt!
17:30 Ó boj maður! Mamma! Uppáhaldið mitt!
18:00 Ó boj maður! Boltaleikur! Uppáhaldið mitt!
18:30 Ó boj maður! að sofna í rúmi eiganda minna! UPPÁHALDIÐ MITT!!!!!!!!
I beat anorexia !