Komiði Sæl, ég hef verið aðeins að skoða yfir sorpið hérna en svona aðalega bara myndirnar, jújú þær eru fyndnar og allt það hressir mann aðeins upp ef maður er eitthvað fúll eða pirraður.
Mjög fínt áhugamál hérna á Huga, en fannst bara ok að senda þetta hér inn þar sem það eru margir sem skoða Sorpið, ætlaði aðeins að velta mér uppúr því og fá nokkur svör við örfáum spurningum.
1. Hvað finnst þér um óþarfa skítköst og leiðindi inná áhugamálum á huga?
2. Finnst þér að það ætti að vera aldurstakmark á viss áhuga mál eins og /romantik og /kynlif og svo framvegis?
3. Finnst þér að það ætti að banna vissan aðila með skítkast um leið og það sést?
Þessar 3 spurningar væri gaman að fá svör frá ykkur við þeim, sjálf finnst mér óþarfa skítköst og endalaus leiðindi bara hundleiðinleg og eiga ekki að vera á netinu, nota t.d PM-Einka skilaboð, Svo jú er mjög mikið um krakka sem eru 12-15 ára á áhugamálum eins og Kynlíf og eru bara þar afþví það á að vera allt æsandi og hot þar í sumum tilfellum, en kynlíf snýst ekki bara um að vera graður og fá það, það er alveg stór hluti sem vantar þar á milli sem þessir krakkar eiga eftir að komast að í framtíðinni :) er ekki að reyna vera neitt leiðinleg eða neitt þannig, bara mín skoðun á svona “barnalegum” commentum eins og “1:says: þetta var ekki til æsandi” þá í kork um að kenna strákum á að byrja ekki alltaf á að byggja þakið fyrst.
Mér finnst að ef einhver er með leiðindi og bögg ætti að fá bann strax á því áhugamáli sem viðkomandi er með leiðindi, það er ekkert leiðinlegra að fá svör eins og “leiðinleg grein” “þú veist ekkert” Fólk einfaldlega er ekki fullkomið og getur því ekki komið með Grein-svör við öllu eins og einhverjum einum líkar það.
Mér finnst að stjórnendur ættu líka að gefa ástæður fyrir höfnun á hinu og þessu, til að maður geti kanski gert betur næst. Ekki sammála?
Það eru mjög margir sem skoða Huga þegar þeir hafa ekkert að gera og vilja kanski skoða eitthvað, og finnur því viðeigandi áhugamál og skoðar það, en það er jú á sumum áhugamálum voðalega sjaldan uppfært eitthvað, og því ekki gaman að skoða það alltaf aftur og aftur með sama efninu í nokkur skipti, Taka sig á ;)
En ég hef verið að pæla í að segja mín loka orð hérna í þessari grein.
Takk Fyrir Mig.