Síðastliðinn sunnudag sast ég niður klukkan sex og horfði á Stundina Okkar :D
Kom þá ekki þetta ótrúlega krúttlega atriði þar sem lítill strákur (+ kór af krökkum) var að syngja “Á leikskóla er gaman” lagið! Þetta fékk mig til að hugsa aðeins um leikskólagöngu mína, sem var mjög skemmtileg! Ég varð svo bara að setjast niður og skrifa þessar endurminningar mínar áður en ég yrði of aldraður til að geta munað þetta :P
Mér finnst allavega alltaf gaman að lesa um leikskólagöngu annarra :Æ
ATHUGIÐ! EFTIRFARANDI GREIN INNIHELDUR SPOILERA ÚR LÍFI BJARNA BEN!
Mikilvægar persónur:
- ÉG :D
- Besta vinkona mín
- Besti vinur minn
- Guðfaðir mafíu númer 1
- Vinkona hans
- Guðfaðir mafíu númer 2
- Lífverðirnir hans!
- Sjóræningjaforinginn og crewið hans…
- Fóstrurnar
- Gaurinn sem lék andann í Aladín leiknum okkar :Æ
Ég var um fimm ár á ónefndum leikskólanum mínum. Fyrstu tvö árin gengu þannig fyrir sig að ég borðaði, lék, lagði mig, fór út, og datt úr lið. Allavega man ég ekkert meira eftir því… :S
Ár 3
Þegar ég var á þriðja ári var allt mjög gaman. Ég átti eina vinkonu og einn vin á leikskólanum, og var alltaf að reyna að vingast við Guðfaðir 1! Það endaði vanalega með því að Guðfaðir eitt sneri mig niður, lamdi mig eða eitthvað annað mjög ósæmilegt!
Mafíustríðið á leikskólanum mínum var bara alveg venjulegt leikskóla-mafíustríð. Einn er aðal og stjórnar öllum sem eru með honum í liði, eins með hitt liðið. Síðan reyna mafíurnar að grýta hvora aðra niður og kála öllum sem voru í hinni mafíunni!
Á morgnana vaknaði ég og fór beint í leikskólann. Þar byrjaði ég á því að borða morgunmat (ég var svo matvandur að það þurfti að neyða súrmjólkina ofan í mig) og síðan vorum við látin fara fram. Þar voru nöfnin okkar lesin upp, og þegar kom að manni átti maður að taka nafnið sitt úr poka, og festa það á sérstök litaspjöld sem voru uppá vegg. Ef maður festi nafnið sitt á rauðan fór maður í kubbaland, fjólublár var föndur, blár var leikherbergi (það var gaman að naglalakka sig þar :Æ) og gulur var spilaherbergi og tölvuherbergi (og það var sko slegist um tölvurnar).
Þeim sem voru óþægir meðan á þessu stóð, var hent fram í forstofu þar sem þeir biðu nokkuð lengi. Ég lenti einu sinni í þessu, en fékk að koma aftur inn eftir að hafa grátbeðið fóstrurnar um að leyfa mér að koma :D
Eftir að hafa eytt einhverjum tíma í þessum herbergjum var okkur hent út. Vanalega fóru mafíur í stríð, ég að leika við vinkonu mína eða vin minn, og sjóræningjarnir tóku undir sig rennibrautar og brúarturninn!
Sjóræningjarnir voru gaurar sem voru eldri en ég, og ég þekkti ekki græna baun. Þeir hlupu alltaf strax uppí turninn með stríðsöskri og létu eins og sjóræningjar. Það var verst þar sem að þessi staður var minn allra uppáhaldsstaður, fyrir utan á bakvið hólana (sem umkringdu leiksólann minn) af því að þar gat ég verið í friði.
Eitt sinn var ég að leika þykjó-kaffiboð þarna uppi, þegar sjóræningjarnir ruddust inn. Ég öskraði “STOPP” og allir sjóræningjarnir snarstoppuðu og spurðu hvað væri að mér. Þá sagði ég, ógeðslega feimnislega: “Mamma mín situr hérna, ekki labba á hana :’C” Ég man nákvæmlega ekkert hvað gerðist eftir það, finnst líklegast að ég hafi verið sleginn í rot af þessum klikkuðu sjóræningjum…
Þegar ég var á leikskóla datt ég úr lið um þrisvar sinnum á dag þar sem að ég var með laust bein r sum. Þetta olli auðvitað miklum óþægindum, að vera að klifra í klifurgrindinni í rólegheitum, og svo allt í einu: SNAPP! Kippa mér í lið takk fyrir!
Ég var einnig alltaf að meiða mig, detta af rörinu og missa andann, detta úr fatahenginu og fá eitt stykki risamarblett… Ég var nú samt svo heppinn að brjóta aldrei bein :D
Þannig var nú þriðja leikskólaárið mitt…
Ár 4
Á ári fjögur gerðist stórömurlegur hlutur! Vinur minn flutti :’( Sem betur fer gaf hann öllum ís þegar hann fór, og það bætti alveg upp fyrir vinamissinn!
Ég fór þá auðvitað að vera miklu meira með vinkonu minni, nánast alltaf. Við vorum vanalega á bakvið hólinn í skólaleik (þar sem að mig dreymdi oft um að komast í skóla). Þar var ég auðvitað alltaf aðal þar sem að ég var svo ógeðslega stjórnsamur. Ég var átta ára (veit ekki af hverju, en ég heillaðist algjörlega af þeim aldri) á meðan hún var bara 5 ára og enn í leikskóla :P Einnig fórum við oft í mömmó. Þar pantaði ég alltaf að vera mamman og hún lét alltaf undan á endanum. Ég hélt nefnilega alltaf að pabbar gerðu ekkert annað en að vinna, ganga um gólf, og segja heimsspekilega hluti (ég hafði horft alltof mikið á múmínálfana á þessum tímum :Æ).
Vegna þess hvað ég var mikið með vinkonu minni fóru Guðfeður 1 og 2, lífverðir Guðföður 2 (sem vernduðu hann way of mikið) og besta vinkona Guðföður 1, að kalla okkur kærustupör. Einn daginn gengu Guðfaðir 1 og kerlingin hans uppá stærsta hólinn á svæðinu og kölluðu eins hátt og þau gátu: “Bjadni og **** eru kærustupar”
Þá fór ég upp á hólinn og öskraði “Þið hefðuð átt að sjá þessi tvö þegar þau voru í sleik áðan” :Æ :Æ: Æ Þá kjaftstoppuðust þau og fóru.
En síðan kom ný stelpa á leikskólann, og vinkona mín fór að vera miklu meira með henni. Ég lónlíaðist þá vanalega til að sýna fóstrunum leikþátt, t.d. um það hvernig ég vann Bósa Ljósár í Toy Story tölvuleiknum, rúllaði mér fram og til baka og mokaði sandi yfir mig, allt til að koma fóstrunum í skilning um hvernig ég rústaði þessu…
Þá kynntist ég stráki sem var mjög skemmtilegur, en var mjög sjaldan á leikskólanum (hef ekki hugmynd um af hverju). Þegar vinkona mín var aftur með okkur fórum við í Aladín leik. Ég fékk auðvitað að vera Aladín, strákurinn var andinn og vinkona mín var apinn! Á meðan ég lék allt sem ég gat uppúr myndinni (og ég hafði horft á hana nokkuð oft) hljóp vinkona mín um og gerði apahljóð, og strákurinn labbaði um og þóttist vera máttugasti andi í heimi. Virkilega gaman :D
Og þannig leið fjórða árið…
Ár 5
Á ári 5 breyttist allt :C
Leikskólinn minn var víst orðinn of gamall og lúinn, og þurfti að endurbyggja hann. Við krakkarnir vorum fluttir í leikskóla undir Glerárkirkju eða eitthvað þannig. Það ár var versta ár í sögu leikskólagöngu minnar!
Til að byrja með var bara ein tölva þarna! Allt breyttist. Útiveran varð leiðinleg, og breyttist bara í bið, það var ekkert þarna úti nema tvær rólur og klifurgrind. Enginn staður til að fela sig á og leika sína eigin leiki. Bara pínulítill malarvöllur og ein brekka… Man mjög lítið eftir þessu þar sem ég gerði svo lítið :’(
Nú þurfti maður líka að borða morgunmat heima, sem var óþarfa fyrirhöfn! Engin sérstök herbergi sem maður gerði eitthvað í, bara eitt herbergi þar sem að maður gerði eitthvað! Sem betur fer þurfti ég ekki að vera lengi þarna á hverjum degi, af því að ég fór alltaf á sundnámskeið klukkan hálftólf!
Þarna hætti mafíustríðið líka alveg. Ég reyndi ennþá alltaf að vingast við Guðföður 1, en hann notaði mig bara til að lemja og plata. Einn daginn safnaðist t.d. allur leikskólinn við girðinguna á bakvið brekkuna til að horfa á gröfu að störfum. Greip þá Guðfaðirinn tækifærið, tók mig hálstaki og sneri mig niður eins og grafa (og það var ekki þægilegt).
Og fimmta árið mitt leið… Versta leikskólaárið mitt, en það var þess virði þegar maður fór loksins upp í grunnskóla :D
Og þannig var leikskólagangan mín. Vona að þið hafið haft gaman að þessu eða eitthvað… Mér fannst allavega gaman að skrifa þetta :’)