Guns N' Roses Gerði þessa ritgerð fyrir skólann, setti hana bara hingað

Saga Guns N’ Roses


Í þessari ritgerð megum við ráða um hvað við skrifum. Ég hef ákveðið að skrifa um uppáhalds hljómsveitina mina, Guns N’ Roses frá því að þetta byrjaði allt og þangað til að fyrsti alvöru diskurinn með þeim kom út.
Axl Rose, söngvari sveitarinnar fæddist 6.febrúar árið 1962 í Indiana fylki, í bæ sem heitir Lafayette. Hann átti erfiða æsku. Móðir hans og faðir, Sharon og William Rose giftu sig í menntaskóla og eignuðust hann og annan dreng sem þau skýrðu Bill. Hjónaband þeirra var ekki það besta og á endanum fór faðir Axl frá þeim. Seinna giftist Sharon öðrum manni, Bailey að nafni og lét drengina taka upp hans nafn og hún lét þá halda að hann væri faðir þeirra. Sharon og Bailey eignuðust síðan dótturina Amy. Bailey reyndist vera veikur á taugum og barði börnin og Sharon oft. Þegar Axl stækkaði reifst hann sífellt við foreldra sína . Þegar hann varð 17 ára uppgvötvaði hann að Bailey var ekki alvöru faðir hans heldur stjúpfaðir. Þegar hann uppgvötvaðii hver kynfaðir sinn væri breytti hann nafni sínu í William Axl Rose. Svo flutti hann að heiman, en hann var alveg viss um að hann gæti ekki fundið sér samastað í þessu smáa þorpi svo hann ákvað að flytja til Los Angeles með unnustu sinni. Í laginu Move to the city, sem kom seinna út kemur fram að Axl hafi stolið kreditkorti pabba síns og bíl móður sinnar.
„You stole your mama's car
And your daddy's plastic credit card“

Góðkunningi Axl, Jeffery Isbell, sem flestir þekkja sem Izzy Stradlin, hafði fyrr flutt til Los Angeles. Hann hafði fengið nóg af smáþorpinu Lafayette, pakkað trommusettinu í skottið og keyrt til stórborgarinnar þegar hann var 18 ára. Þar spilaði hann með hljómsveitinni Naughty Woman. Alltaf þurfti hann að sofa í bílnum og geymdi í honum trommusettið sitt. Einn daginn vildi svo illa til að bílnum var stolið og þá líka trommusettinu sem var í skottinu. Þetta varð ekki til þess að Izzy gæfist upp, heldur byrjaði hann að spila á bassa en uppgvötvaði fljótlega að gítarinn Hentaði honum betur. Hann spilaði í mörgum hljómsveitum í Los Angeles en þegar hann hitti ungan gítarleikara að nafni Chris Webber stofnuðu þeir trió með Axl Rose. Þeir kölluðu hljómsveitina A.X.L í byrjun en breyttu nafninu svo í Rose. Þegar þeir sáu í dagblaði að hljómsveit í New York hét líka Rose breyttu þeir nafni sveitarinnar í Hollywood Rose. Þegar þetta gerðist höfðu þeir fengið til liðs við sig trommarann Johnny Christ og bassaleikarann Rick Mars. Rick Mars entist ekki lengi í bandinu og fengu þeir þá Andre Troxx til að koma í staðinn fyrir Rick. Hollywood Rose spilaði um tíma mest á litlum börum og klúbbum. Mörgum fannst þeir minna sig á Ramones og voru fyrsta glam-rokk hljómsveitin í Los Angeles. Seinna, um nótt eftir tónleika í Santa Monica, ákvað Axl Rose að hætta í Hollywood Rose. Hann stofnaði hljómsveitina L.A. Guns með gítarleikaranum Tracii Guns , bassaleikaranum Ole Beitch og Rob Gardner, sem var trommari. Þá fór Izzy í hljómsveit sem kallaði sig London. Meðlimir hennar voru stundum Slash (sem varð seinna gítarleikari Guns N’ Roses og er talinn vera einn besti gítaleikari sögunnar), Blackie Lawless(í Wasp) og Nikki Six(í Motley Crue) .Það gekk ekkert of vel hjá Axl og L.A. Guns og ekki heldur hjá Izzy og þá ákváðu þeir að halda áfram þar sem frá var horfið með Hollywood Rose. Þeir fengu bassleikarann Steve Darrow og Rob Gardner(Trommara L.A. Guns) til liðs við sig. Hollywood Rose og L.A. Guns voru sameinaðar árið 1985. Þeir ákváðu að skýra bandið Guns N’ Roses, sem er sambland af nöfnunum tveimur Hollywood ROSE og L.A. Guns. Hljómsveitin var þannig skipuð þeim Axl Rose, Izzy Stradlin, Tracy Guns og Rob Gardner. Það var mikið mál að finna bassaleikara og Izzy spilaði á bassann til að byrja með. Ungur bassaleikari, að nafni Duff Mckagan, hafði flutt til Los Angeles til að láta draum sinn um að verða rokkstjarna rætast. Hann hafði rosalegan áhuga á tónlist, þá sérstaklega pönki og hafði áður spilað í um það bil 30 öðrum sveitum á gítar, trommur og bassa. Hann var ráðinn í Guns’ N Roses til að spila á bassa. Þetta var byrjun á ferli einnar af frægustu rokksveitum allra tíma. Þeir byrjuðu að spila á smáum börum og pöbbum, en þeim fannst alltaf eitthvað vanta í tónlistina sína. Duff tókst í gegnum gamla kunningja að útvega þeim svokallað “giggi” eða litlu tónleikaferðalagi fyrir sveitina. Þremur dögum áður en hljómsveitin var að leggja af stað í sitt fyrsta tónleikaferðalag, Hell Tour, hættu Tracii Guns og Rob Gardner í bandinu
Þá varð uppi fótur og fit í sveitinni og örvæntingafullir tónlistarmennirnir vissu ekkert hvað þeir ættu að gera. Þeir ætluðu samt ekki að missa af þessu tækifæri og eins og áður talaði Duff við gamla vini úr tónlistarbransanum sem hann hafði spilað með í hljómsveitinni Road Crew og fékk þá með í sveitina. Þetta voru þeir Saul Hudson, sem kannski flestir þekkja sem Slash og Steven Adler, sem lék á trommur. Síðan lögðu þeir af stað í sitt fyrsta og ævintýralegasta tónleikaferðalag. Þegar fyrstu tónleikunum í ferðalaginu var lokið , en tónleikarnir voru í Troubadour, fengu félagarnir bíl vinar sins lánaðan og keyrðu frá Los Angeles að næsta stað þar sem þeir áttu að spila. En þegar þeir höfðu keyrt 100 mílur brást bíllinn. En þeir dóu ekki ráðalausir heldur sníktu þeir far til Seattle og voru komnir þangað á tveim dögum. Þeim hafði verið lofað 250 dölum fyrir að spila á tónleikum þar en fengu aðeins 50 dollara. Svo var bensínkorti stolið af einum umboðsmanni sveitarinnar. Þá gáfust þeir upp og komust einhvernveginn heim til Los Angeles.

Þegar þeir komu til Los Angeles fengu þeir góðar fréttir.Troubadour vildu fá þá til að spila hjá sér aftur. Eftir þá tónleika voru þeir í rólegheitum að spila á litlum börum og klúbbum, þá spiluðu þeir líka með litlum hljómsveitum á borð við Faster Pussycat og L.A. Guns. Stundum hituðu þeir upp fyrir stærri sveitir. Þeir voru ekki í góðum störfum eða á háum launum, Izzy vann í gítarbúð og Steven vann á pítsastað. Axl vann bæði í símasölu og á vídeóleigu. Hann vann líka í háskóla með Slash, en þeir voru notaðir í tilraunir fyrir reykingar.Slash vann líka í klukkubúð. Þeir urðu brátt vinsælir á smáu klúbbunum og þá fóru útgefendur að hugsa sér gott til glóðarinnar. Síðar sömdu þeir við Geffen-útgáfufyrirtækið um að gefa út þeirra fyrstu breiðskífu. Þegar samningurinn var í höfn hófu þeir upptökur á sinni fyrstu breiðskífu. Nokkrum mánuðum síðar kom út fyrsta breiðskífa þeirra en hún bar nafnið Appetite for Destruction. Diskurinn seldist ekki mjög vel strax en á honum voru slagarar eins og Paradise City, Welcome To The Jungle en þessi lög áttu eftir að slá eftirminnilega í gegn. Þeir fóru í tónleikaferð um Evrópu til að kynna nýja diskinn. Þeir spiluðu líka með Motley Crue. Þar tók Nikki Six inn of stóran skammt af eiturlyfjum og Slash og Steven komu honum í læknishendur . Þá björguðu þeir lífi hans. Seinna seldist Appetite for Destruction vel og þeim gekk vel í tónlistinni. Þeir gáfu út marga diska eins og GNR lies, The Spaghetti Incident og Use Your Illusion 1 og 2. bráðlega kemur út diskur með þeim sem heitir Chinese Democracy. Þetta er saga Guns N’ Roses frá því að Axl Rose fæddist og þangað til að Guns N’ Roses gáfu út sinn fyrsta disk. Takk fyrir mig.