Dagur 1…
Eftir að hafa yfirbugað DrVondakall og eiturorminn hans er ég loks kominn aftur, og hef fundið mér fínan felustað uppá fjöllum til að hugleiða… eða sorpast í friði! Ég hef tekið með mér nokkra kassa af dagbókum, eina til að skrifa í og hinar til að rífa í tætlur… Ég þarf nú að fá útrás annað slagið.
Einnig hef ég tekið með mér listann yfir hluti sem ég hef ætlað mér að gera áður en ég dey, og ég mun reyna að ljúka því af á meðan ég er hér. Listinn hljóðaði svona:
- 1. Tattúa dónalegt orð á ennið á mér.
- 2. Ráðast inní hljóðverið hjá rás 2 og segja: "I am the DrHaha, and I'm you're new ruler! All hail DrHaha!!!
- 3. Stela öllum peningum Jóakims Aðalandar…
- 4. Mála frægasta málverk í heimi.
- 5. Eigna mér Satúrnus.
- 6. Lemja einhvera stjörnu í hausinn með tannbursta.
- 7. Brjóta allar rúður í Kína.
- 8. Borða fullt af geislavirkum jarðhnetum og breytast í Ofur-Guffa!
- 9. Eitra alla gosdrykki heimsins með skólpi.
- 10. Taka tappann úr Feneyjum, safna öllu vatninu í risastóra flösku og drekka það svo.
Uhhh, ég ætla að vona að ég hafi ekki skrifað þennan lista… Well, einnig tók ég þó bangsann minn og furunálar til að borða. Þegar ég er orðinn leiður á þeim skrepp ég bara á pítsustaðinn á næsta fjalli!
Því miður fást nálapúðar ekki útí búð lengur, svo að ég verð að láta það nægja að sofa á æðardúnrúmi með æðardúnsæng og æðardúnkodda… Aumingja, auuumingja ég *blikkblikk*…
Dagur 2…
Ég vaknaði snemma í morgun og rauk á fætur til að taka á móti nýjum degi. Því miður rauk ég svo hart á fætur að gormarnir í rúminu mínu teygðust niður á jörð, og aumingja ég sat á rúminu. Það tók mig 2 klukkutíma að losa höfuðið úr loftinu á hellinum (cartoonis kind of thingy)!
Strax eftir að ég náði að losa mig fékk ég mér “ljúffengar” furunálar og rauk svo á pítsustaðinn á fjallinu á móti (ekki jafn fast og síðast þó…). Ég prófaði þar algjörlega nýja tegund af pítsu, lambhagakálspítsu. Hún var alveg rótsterk, en því miður var lítið um drykki á staðnum.
Ég sá mér þá þann eina möguleika að framkvæma atriði númer 10 á listanum mínum. Ég ferðaðist til Feneyja leifturhratt, þar sem að ég hafði lært að rjúka á dýnunni minni! Þar kafaði ég lengst ofan í holræsi, undirdjúp Feneyja og fann þar eina veika punktinn á Feneyjum “Tappann mikla”! Ég kippti tappanum úr, safnaði vatninu saman í flösku og drakk pínulítið af þessu unaðslega vatni. Það var ógeðslegt :C Mengað skólp…
Þá datt mér í hug að gott væri að framkvæma atriði númer 9 í leiðinni. Ég dró skólpið úr Feneyjum með mér með hugarorkunni (já, DrHaha-ar heimsins eru fullir af hugarorku) og setti helling af skólpi í hvern einasta núverandi gosdrykk heimsins (ég ætla rétt að vona að þið séuð ekki það vantrúuð að opna gosflösku núna :O). Það tók mig auðvitað örstuttan tíma þar sem að ég fékk smáhjálp frá Jólasveininum!
V 9. Eitra alla gosdrykki heimsins með skólpi.
V 10. Taka tappann úr Feneyjum, safna öllu vatninu í risastóra flösku og drekka það svo.
Dagur 3…
Ég vaknaði við það að heill flygill lenti á mér eftir að brjálaðir gosdrykkjadrekkendur heimsins höfðu einhvernvegin managað að finna felustaðinn minn og flytja flygil þangað. Gormarnir í rúminu mínu teygðust auðvitað aftur langt niður, jafnvel lengra en síðast, og… þið viljið líklega ekki vita hvað gerðist…
Eftir að hafa hugsað málið í svolítinn tíma (reyndar á harðahlaupum með múginn á hælum mér) ákvað ég að framkvæma næsta hlut á listanum. Breytast í Ofur Guffa!
Ég varð auðvitað hryllilega sorgmæddur þegar ég komst að því að Ofur Guffi var aðeins til í teiknimyndasögum :’C Þá datt mér í hug að heimsækja besta vin minn, Georg Gírlausa. Hann hafði nefnilega fundið upp tæki til að komast úr teiknimyndaheiminum í hinn raunverulega heim… Hann skrapp einfaldlega aftur í teiknimyndasöguheiminn og kom með nokkrar ofurhnetur með sér!
Ofurhneturnar reyndust bragðast mjög vel! Höfuðverkjartöflubragð af þeim :Æ En áhrifin sýndu sig strax, DrHaha breyttist í Ofur Haha :D Ofur Haha flaug… á vegg… en náði svo stjórn á hinum yfirþyrmandi kröftum! Ofur Haha kom miklu í verk þennan dag. Hann byrjaði á því að lemja alla gosdrykkjadrekkendurna í kanil og öskraði svo hátt að allar rúður í Kína brotnuðu.
Hann flaug svo aftur til Georgs og fékk að fara inní teiknimyndasöguveröldina! Þar stal hann öllum peningum Jóakims Aðalandar, og tróð svo Jóhanni uppí kokið á Birgittu þar sem að hann hafði aldrei þolað þessar persónur.
Hann fór svo með alla peningana og keypti Satúrnus fyrir þá! Þá breyttist Ofur Haha aftur í DrHaha :C
V 7. Brjóta allar rúður í Kína.
V 8. Borða fullt af geislavirkum jarðhnetum og breytast í Ofur-Guffa!
V 3. Stela öllum peningum Jóakims Aðalandar…
V 5. Eigna mér Satúrnus.
Dagur 4…
Ég vaknaði mjöööög hægt! Mjöööög mjöööööög hægt!
Ég lá lengi í rúminu og hugsaði… Hugsaði mikið. Ég ákvað að skreppa niður í sjoppu og kaupa málningarsett, og mála frægasta málverk í heimi, Mónu Lísu! Ég settist upp í rúminu, setti annan fótinn útfyrir rúmstokkinn, mjög hægt, næst hinn fótinn, stóð upp mjög hægt, missteig mig, hrasaði aftur fyrir mig bent á ofurgormaða rúmið mitt og skaust uppí loft :C
Eftir að ég hafði komist niður skaust ég niður í sjoppu og keypti tannbursta, málningu, pensil, striga og alles! Einnig 8 megabæta tengingu frá Hive, sem kostaði aðeins 3000 og eitthvað krónur. Það gekk mjög vel (not not not not not not not not) að mála aumingja Mónu Lísu, sem leit út eins og einhver Róna Ýsa eftir að ég hafði lokið mér af. But… dona and done.
Eftir það tók ég tannburstann minn og stakk honum inná mig. Ég þurfti að finna einhverja mjög fræga stjörnu í einum rauðum (spaug :’D)! Málið var að ég gat ekki ákveðið mig :S Ég vildi frekar finna einhverja tónlistarstjörnu heldur en kvikmyndastjörnu þar sem að ég er meira fyrir tónlist en kvikmyndir. Tom Waits var auðvitað fyrsti kosturinn, en ég hugsaði með mér að hann ætti ekki skilið að fá tannbursta í hausinn (ég bít ekki… oft…)! En hver átti skilið að fá tannbursta í hausinn?
Ég valdi nokkra random karaktera og kastaði upp krónu, og fékk þá út…: David Bovie…
Ég skildi ekki baun hvað hann var að gera þarna meðal nafna á söngstjörnum sem ég þoli ekki, en ég nennti ekki að kasta upp aftur (í báðum merkingunum)! Ég smaug inn um glugga á heimili kappans og skreið eftir vegginum, nánast ósýnilegur af feimni (auk þess notaði ég Hide in shadow bragðið úr Baldurs Gate XD, bara til að vera viss)!
Bávinn sat í uppáhaldsstólnum sínum og var að lesa fréttablaðið (merkilegt nokk að það hafi verið þarna :S). Ég læddist hægt upp að stólnum hans og bjóst við að fara að lemjann í hausinn, greip dauðahaldi um tannburstann, lyfti honum upp og… Þá sneri Bávinn sér við og þrumaði: “Hvað í @$##@!!!**&%##$* (ritskoðað) ert þú að gera hér???”
Ég reyndi að gera mig mjög lítinn og nánast ósýnilegan, en ég slapp ekki við smá Magic Dance kennslu (Labyrinth anyone?) :S Eftir að Bávinn hafði hent mér uppí loft (og gripið mig svona 20% af hendingunum) fór Bávinn á rólegri nóturnar og söng Ziggy Stardust and the Spiders from Mars. Ég notaði auðvitað þetta yndislega tækifæri, stökk upp og lamdi hann “laust” í hausinn með tannburstanum (ég var svo æstur þegar ég lamdi hann að það er örugglega ennþá verið að tjasla honum saman)! Þarmeð lauk ég 2 öðrum atriðum á listanum á einum degi :D
V 4. Mála frægasta málverk í heimi.
V 6. Lemja einhvera stjörnu í hausinn með tannbursta.
Dagur 5…
Úff, nú er ég í vondum málum… Ég vaknaði í morgun, lá lengi í rúminu að hugsa, og fór svo á fætur á um það bil 2 klukkutímum… Þegar ég var kominn á fætur þurfti einn gosdrykkjadrekkandinn endilega að vera falinn á bakvið skáp. Hann stökk fram, kýldi mig og ég hrasaði auðvitað beint á rúmið mitt.
Eftir að hafa komist niðurúr loftinu ákvað ég að klára þessa tvo hluti sem ég átti eftir að gera á listanum! Því miður gerði ég þá í vitlausri röð :S Ég byrjaði á því að fara niður í bæ og láta tattúa eitthvað á höfuðið á mér. Ég hafði ekki hugmynd um hvað það var þar sem að engir speglar voru á svæðinu og tattúarinn þorði ekki að segja mér það. En ég lét gott heita…
Eftir það ákvað ég að gera hlut númer 2, tilkynna öllum að ég væri DrHaha! Ég fór inní Efstaleitið þar sem að mig grunaði að hljóðver rásar 2 væri þar, alltaf verið að auglýsa þetta hús! Ég labbaði inn, og byrjaði að hlaupa útum allt í leit minni af rás 2! Því miður var verið að taka upp barnatíma sjónvarpsins (í beinni útsendingu) í einu herberginu! Ég þurfti endilega að hlaupa þangað, þar sem börn Íslands fengu að sjá hið dónalega orð á höfðinu á mér :S
Ég reyndi að nýta mér það tækifæri að ég væri í beinni útsendingu og sagði þá: “Æmdrhahaanæyúnúmastofdawo.” Það kom líklega ekki vel út :’C En, nógu gott fyrir mig!
V 1. Tattúa dónalegt orð á ennið á mér.
V 2. Ráðast inní hljóðverið hjá rás 2 og segja: "I am the DrHaha, and I'm you're new ruler! All hail DrHaha!!!
Foreldrar landsins urðu auðvitað klikk og eltu mig alla leið uppí hellinn, þar sem að þeir sátu fyrir mér. Um leið og ég læt sjá mig munu þau örugglega myrða mig svo að þetta mun líklega vera mín síðasta færsla… Ónei, þau eru að koma inn… Allur fjársjóður minn er grafinn á lengdarbaug númer…