Upplifun í fámennum skóla
Já það er nú það, skóli er eitthvað sem að maður getur einfaldlega ekki sloppið við. Ég er enn í grunnskóla en eins mikið og ég elska skóla minn þá get ég ekki beðið eftir því að komast í menntaskóla. Ég er víst í 10. og það bíða mín samrændupróf á næsta ári. Gaman, gaman.
Skólaganga mín hefur verið yfir allt litið alveg ágæt. Ég hef ekki endilega verið neinn svaka nörd í neinu þótt að mér hefur yfirleitt alltaf fundist gaman í skóla. Ég man samt eftir uppnefnum eins og kennarasleikja. Haha, ég var víst uppáhald fyrrverandi myndmenntakennara í skólanum. Hvað á maður annars að gera í því? Ég var bara menntnaðarfull. ˆ-ˆ
Yfirleitt á hverju einasta ári var skipt um umsjónarkennara, ekkert sérstaklega þægilegt. Allir kennararnir voru með mismunandi persónuleika og áherslur. En þó líka mismunandi vel tekið á móti þeim. Verst að þeir sem voru virkilega góðir voru ekki lengi við kennslu. Ekkert nema vesen. Það var einu sinni fundið upp á því að hafa heimilisfræði. Það endist ekki lengi. Heimilisfræði kennarinn hætti að kenna því að tímarnir enduðu alltaf með matarslag og öðrum kjánaskap. Svo þegar að við í bekknum byrjuðum að læra dönsku þá var það auðvitað óþolandi. Ég hef alltaf lent í slæmum dönskukennurum. Það er nefnilega mín skoðun og eflaust margra að það er algjört möst að hafa góðan og skemmtilegan kennara ef að maður á að geta tekið vel eftir í tímum og þar að auki kannski leitt til betri einkanna.
Þar sem að skóli minn er mjög lítill þá sátum við jafnaldrarnir með þeim sem voru í bekk fyrir ofan. Ekki það mikill þroska munur en þó munur á lærdóminum. Þrátt fyrir að tveim bekkjum hafi verið blandað saman þá voru við alltaf svona u.þ.b. 9. Þægileg stærð á bekk. Öllum kom yfirleitt alltaf vel saman fyrir utan þegar að einhver nýr kom. Ég veit ekki hvort að ég ætti að kalla það einelti en það var svona leiðindarheit skulum við bara segja. Endaði yfirleitt þannig að þessi nýji aðili flutti í burtu. Vona samt að það hafi ekki verið okkur að kenna. Náttúrulega hlýtur að vera erfitt að koma inn í hóp sem bókstaflega ólst upp saman.
Ég minntist áðan á að umsjónarkennarar voru alltaf á flakki, reyndar var skipt um skólastjóra 3 eða 4 sinnum á skólagöngu minni. Einn var nú frekar strangur en það þarf aga í svona krakkapúka eins og við vorum. Ég mun alltaf muna eftir því þegar að ég var í 8. bekk. Í byrjunskólaárs var skólasetning eins og vaninn er og tilkynnt var að nýr skólastjóri væri komin til starfa. Öllum skólanum leist ekkert á þetta en auðvitað á maður ekki að dæma einhvern einstakling bara á útliti. En ég fann á mér að þessi skólastjóri væri ekki í lagi. Ég hafði að vísu rétt fyrir mér, elska að hafa rétt fyrir mér. ˆ-ˆ
Allavega, það reyndist vera að þessi skólastjóri var hreint og beint út sagt eldgamall perri. Reyndar átti hann að vera kominn á eftirlaun or som. Krakkar voru síkvartandi út af hlutum sem að hann sagði og gerði. Þetta var algjört hneyksli og svo fundum við út að þessi maður var ráðinn sem skólastjóri út af því að enginn annar bauðst til þess. Ég vil ekki fara út í smáatriði hvernig þessi maður var en hann talaði víst um sín einkamál fyrir framan bekki. Ég fyllist viðbjóði þegar að ég hugsa um hann þannig að ég er hætt að skrifa um hann.
Sem betur fer var hann aðeins í eitt ár við skólann og hann er ekki velkomin í þennan bæ aftur.
Nú í dag gæti ég ekki verið sáttari við skólann. Smátt samfélag, allir nánir og ég tek þessu sem algjörum forréttindum. Ég held að það sé klárlega á hreinu að ég mun sakna grunnskólans en jafnt spennt fyrir því sem tekur við.
Takk fyrir það,
-linda.