Jæja, vegna mikils þrýsing á vöntunum á greinum, og þeirri staðreynd að mér leiðist, ákvað ég að setja inn smá grunnskólagönguágrip .
Á leiksóla er gaman. Já, mjög. Leikskólinn sem ég var á hét Fagrihvammur, og er á Dalvík. Klassa leiksóli. Þar lærði ég að leira, lita, syngja og rífast. Ég man eftir að kokkurinn gerði ótrúlega góðan plokkfisk. Ég man líka einu sinni eftir því að ég ætlaði að fara með diskinn minn inní eldhús en labbaði inná bað. Það var ótrúlega fyndið ( ? ). Það var strákur á leikskólanum sem var alltaf að bíta alla. Fóstrurnar hótuðu honum að ef hann myndi ekki hætta því yrði hann látinn bíta í sápu.
Þegar ég var fimm ára var haldin kveðjuveisla á leikskólanum og allir fengu ís.
Ég og foreldrar mínir fórum á fund með kennaranum í fyrsta bekk. Ég var með nýja, græna skóla tösku og gult pennaveski. Fyrstu tvö skólaár mín gekk ég í Grunnskóla Dalvíkur.
Í skólanum lærðum við að lesa. Það var auðvelt. Og skrifa. Aðeins erfiðara. Og reikna. Hörmung. Fyrstu bækurnar voru um Sísí sem átti ól, og Lóló sem átti ís. Mér fannst þær leiðinlegar. Kennarinn, ung kona sem við skulum kalla Bryndísi, var vön að teikna blöðru uppá töflu sem hét kjaftablaðran. Þeir sem töluðu mikið voru skrifaðir í hana. Nafnið mitt prýddi töfluna æði oft…
Alltaf þegar við löbbuðum inní stofuna tók Bryndís í hendina á okkur, bauð okkur góðan daginn og spurði hvort við værum með endurskynsmerki. Ég lærði þar hvor hendin er hægri.
Bekkurinn í stofunni á móti var 5 bekkur og stelpurnar þar héldu með Arsenal. Við vorum vön að hía á þær. Liverpúl og Mansester voru bestir, eða það var mér sagt.
Ég man að um veturinn vorum við að renna okkur á svelli útá skólalóð. Einn bekkjarbróðir minn datt og handleggsbrotnaði.
Í öðrum bekk fengum við aðra stofu.
Ég man að við skoðuðum hvernig fræ vaxa. Og kennarinn skrifaði alltaf á töfluna hvaða tíma við færum í þann daginn.
Um sumarið sagði mamma mér að við ætluðum að flytja til Akureyrar. Það var hræðilegt.
En ég sætti mig við það og við fluttum um haustið.
Nýji skólinn hét, og heitir enn, Glerárskóli. Ég fór í þriðja bekk í sjöundu stofu. Við vorum með þrjá kennara! Einn aðalkennari sem við skulum kalla Evu, einn auka kennari sem við skulum kalla Sigríði, og einn stuðningsfulltrúa sem við skulum kalla Dönu. Þetta var stór bekkur, 27 krakkar. Ég talaði mikið um gamla skólann minn. Allir vissu allt um kennsluaðferðir Bryndísar og hvernig þetta og hitt var á Dalvík.
Í stofu sjö er upphækkaður pallur og í hverri viku fórum við þangað upp og sungum. Við æfðum lika fyrir árshátiðina þar. Bekkurinn min lék hænur að syngja.
Eva átti stelpu, og einu sinni hringdi stelpan hennar í hana inní tíma. Það var ótrúlega fyndið (?).
Gangavörðurinn á A ganginum var ótrúlega góð. Við skulum kalla hana Lillu. Ef manni var kalt fékk maður að vera inni.
Í fjórða bekk hætti Eva að kenna okkur, og Sigríður tók alveg við.
Hinn bekkurinn, sem sagt hinn parturinn af árgangnum var leiðnlegur. Eða það fannst flestum.
Við fórum einu sinni með Sigríði að taka upp kartöflur. Þann vetur vorum við á B gangi. Í stofu 19, sem var innst á ganginum. Það var ótrúlega pirrandi að þurfa alltaf að labba alla leið inn ganginn.
Gangaverðirnir á B gangi voru miklu harðari en Lilla. Þar var bara harkan seks. Við þoldum þá ekki.
Strax á fyrsta ári mínum í Glerárskóla eignaðist ég bestu vinkonu. Við vorum alltaf saman, líkaí baráttunni við gangaverðina. Stundum rifum við svo mikið kjaft að gangaverðirnir létu okkur vera lengur úti en alla hina, og við urðum og seinar í tíma. Þá varð Didda reið.
Í fimmta bekk fengum við enn einu sinni nýjan kennara. Við skulum kalla hana Kristínu. Hún var voða ljúf og góð. Hinn bekkurinn fékk líka nýjan kennara. Hann var ekki eins góður og Kristín, og hinn bekkurinn var abbó. Á árshátíðinni var ég sögumaður. Það var leiðinlegt.
Í sjötta bekk þurfti Kristín að hætta, þar sem hún var ólétt. Þá fengum við, að sjálfsögðu, nýjan kennara. Við skulum kalla hana Þóru. Hún var fín, en ekki jafn góð og Kristín. Við gerðum verkefni um Norðurlöndin. Ég var í hóp með tveim strákum og við vorum með Færeyjar. Fúlt
Þóra var með okkur í tvö ár.
Kennararnir í Glérárskóla voru skrýtnir, og sumir hverjir skemmtilegir. Íþróttakennarinn var fimmtug kona sem var í jóga og vildi að allar stelpurnar stunduðu kraftgöngu.
Heimisfræði kennarinn reykti, og setti alltaf ótrúlega mikið ilmvatn á sig til að kæfa reykingarlyktina. Það var ekki líft nálægt henni.
Náttúrufræði kennarinn borðaði köku, var með tyggjó og lék sér með bolta inní tíma. Einn daginn kom hann í skólann með fínt hár. Við spurðum hann hvort hann hefði farið í klippingu. Hann sagðist bara hafa greitt sér. Hann hélt með Liverpool og alltaf ef Livrarpollur vann leiki mætti hann í Liverpool búningum í skólann.
Svo var kennari með stórt nef. Hann kom einu sinni í sjónvarpinu.
Það voru tveir ritarar á meðan ég var í Glerárskóla. Báðir byrjuðu þeir á B og það gat aldrei neinn munað nafnið á nýja ritarnum eftir að sá fyrri hætti.
Síðan flutti ég til Svíþjóðar og fór í skóla þar. Aðal kennarinn hét Kent. Hann var með ofbóðslega svæfandi rödd. Stundum sofnaði ég inní tíma.
Ensku kennarinn hét Ewa. Hún var sérstök. Hún gekk alltaf í fötum í stíl, rauðröndóttum bol, rauðum stuttbuxum, rauðum skóm, með rauða og hvíta prjóna í hárinu og rauða eyrnalokka. Smart. Og já, hún var með hvítt hár. Þannig hún var öll rauð og hvít. Hún var líka grænmetisæta og var alltaf að reyna að fá krakkana til að verða grænmetisætur.
Ég var frekar þæg í skóla. Var aðallega í því að rífa kjaft. En ég fór samt einu sinni til skólastjóranns. Það var útaf því að Bryndís, þið munið, kennarinn í fyrsta bekk, labbaði útúr tíma útaf það voru svo mikil læti. Enginn þorði að segja og sumar stelpurnar fóru að grenja (?). Ég neyddist til að fara til skólastjóranns og tilkynna henni um þetta.
Jæja, ætli þetta sé ekki nóg?
Parvati, OUT.