Ég byrjaði í skólanum í 1. bekk (eins og flestir).
Ég var mjög spenntur og svona eins og flestir eru, svo komst ég að því að þetta er ekki eins skemmtilegt og ég hélt.
Í fyrsta bekk var ég með kennara sem heitir Þórunn. Hún var fín, ég man ekkert sérstaklega vel eftir henni (stoner days) en ég man að einu sinni var hún eitthvað að flippa og hoppaði uppá borð.
Og svo í örðum bekk, eftir að Þórunn hætti og flutti til Hafnafjarðar (já, ég er stalker) þá fengum við kennara sem heitir Fanney. Hún var alveg hreint frábær. En það besta við hana var að hún var landsliðsmarkmaður Íslands í handbolta, það var geggjað svalt :Æ. Hún var með okkur fram í fjórða bekk þá þurfti hún að fara eitthvað að eignast eitthvað barn. Konur *kall sem hristir hausinn*. En ég verð að segja frá einu fyndnu atviki sem skeði þegar Fanney var að kenna. Ég var nýbúinn að fá nýtt úr, og var að leika mér eitthvað af því í tíma þá sagði Fanney ,,Pétur hættu að fikta í úrinu þínu“ þá segi ég ,,ég er ekkert að fikta ég kann alveg á það”. Rúúúúústt. Samt sagði ég ekki rúst.
Næsti kennari var svo Svava. Hún kenndi okkur frá 4 til 6 bekkjar. Ég komst af því að hún reykti mjög mikið. En hins vegar var hún nokkuð skemmtilegur og sanngjarn kennari. Það er ekki mikið að segja merkilegt um hana. Hún var nú ekki það merkileg hvort eð er. Kannski samt smá :D
Svo var það stórt skref í skólagöngu minni, stærsta skrefið síðan ég byrjaði. Ég fór í unglingaskóla. Það fyrsta sem ég þurfti að gera áður en ég fór í unglingaskólann var það að kaupa almennilegar gallabuxur. Ég sé reyndar mikið eftir þeim kaupum því ég keypti mér svona ,,kúkabuxur" það var eins og ég hafði skitið í mig þegar ég var í þeim. En það skipti engu máli. Þetta voru gallabuxur þrátt fyrir það. Ég man ekki mikið eftir sjötta bekk samt. Það var náttúrulega verkfall og svona þá. Verkfallið var náttúrulega snilld á sínum tíma koma akkurat á réttum tíma fyrir mig hafði ekki mikinn áhuga á námuna og svona. Umsjónarkennarinn minn í 7unda bekk heitir Hanna Dóra hún kenndi mér stærðfræði (uppáhaldsfagið mitt NOT) en hún var þrátt fyrir það fínasta grey. Dóra kenndi mér íslensku með nokkruð góðum árangri, enda er hún búin að kenna í einhver þrátíu ár og svona. Anna Birna hét konan sem kenndi mér samfélagsfræði fín bara skemmtileg og svona. Annars man ég hreinlega ekki hverjir fleirir kenndu mér jú jú gleymdi tölvukennarinn minn, hann heitir Sigfús og er hommi snilldar gaur ég og vinir mínir héldum að hann væri með kynlífskjallara í tölvustofunni en það er önnur saga.
Svo hófst áttundi bekkurinn ég var hress með hann ég var ekki yngstur, samt var ég busi það var ekki gott. En það var ekkert gert mikið útúr því. Ég held að ég þurfi að byrja á umsjónarkennaranum mínum henni Brynju Margeirs, aðra eins konu hef ég aldrei hitt. Einn steiktasti kennari sem ég hef nokkrum sinni vitað um. Hún kenndi mér stærðfræði og samfélagsfræði. Án gríns þá held ég að ég sé betri en Brynja í stærðfræði. Þó ég sé nú nokkuð lélegur :D. Ég gæti nú skrifað heila ritgerð um hana Brynju en það ætla ég ekki að gera núna. Kannski seinna en ég verð að segja ykkur eina sögu af henni. Það er einn strákur úr gamla bekknum mínum sem heitir Sölvi (skemmtilegur strákur) sem Brynja HATAÐI enginn veit samt af hverju ég held að hann sé með svona kennararhataþig voodo á sér eða eitthvað. En aftur að sögunni. Sölvi sat í tíma og Brynja hafði verið að skamma Sölva mikið. Allt í einu sagði Brynja. ,,Sölvi hættu þessu", þá segir Sölvi ,, hverju"?? þá segir horfir Brynja illilega á hann og segir ,,ég veit að þú varst að hugsa eitthvað ljótt". Hehe…priceless. En nóg af Brynju Margeirs. Ohh nú nenni ég ekki að telja upp restina af kennurunum mínum í áttunda bekk. Segjum bara það eru sömu kennararnir og í sjöunda.
Núna á þessu ári var ég að byrja á níunda bekk. Ég er ekki búinn að mynda mér mikla skoðun á nýju kennurunum mínum nema einum nýja stærðræði kennaranum mínum. Hún er lessa. *kinkar kolli*. En hún er samt fín sko. Svo er ég með hana Dóru í íslensku (sk reglan). Er búinn að vera með hana alltaf eiginlega.
Þá er ég búinn. Ég get ekki meira þetta er alveg nóg.
Peace Out (or die or something your choise)
Pétur G.