Sögusvið: Hús í Kópavogi
Klukka: Hálf níu
Dagsetning: 22 Ágúst 2006

Ungur piltur vaknar frá draumi þar sem hann þarf ekki að vinna í helvítis nóatúni….djöfull hatar hann starfið sitt….og lítur á klukkuna.
Það er kominn morgun, fyrsti dagurinn í MH er framundan. HELL YEAH!

Já gott fólk, ég byrjaði í MH í dag og það var ljúft!
Tók strætó um morguninn með Tobba klukkan 10 og hitti svona vini mína í skólanum og við náðum okkur í borð.
Hins vegar var smá galli.
Ég hafði gleymt stundatöflunni og vissi því ekkert í hvaða tímum ég var né hvar.
En ég mundi að fyrsti tíminn minn var enska í stofu 65 svo ég mæti þangað eldhress.
Það var fínn tími svo sem, aðallega kynning svo var smá verið að láta nemendur kynnast með svona “leik” þar sem allir fengu blað sem 16 spurningum á borð við “Do you own a cat?” og þannig lagað og áttu að ganga um að spyrja hina nemendurna og ef þeir sögðu já þá skellti maður þeirra nafni í dálkinn, sama nafnið mátti aldrei koma tvisvar.
Ég er ekki frá því að ég hafi verið “Lives In Kópavogur” og “Plays football” gæjinn oftast.
Aðeins einu sinni “Plays an instrument”!
Hvort er ég meira eins og fótboltamaður eða hljóðfæraleikari? Pff.
En allavega! Eftir það hófst fjörið.
Ég fór til ritarans og tókst að fá upp úr henni að næsti tími minn væri Íslenska í stofu [heyrði ekki númer almennilega], þar á eftir væri spænska og svo stærðfræði.
Jæja ég var nokkuð viss um að hún hefði sagt stofa 11 svo ég hef leit að henni.
Eftir þó nokkra leit og eftir að hafa spurt nokkra nemendur spyr ég kennara sem að gefur mér þær yndislegu upplýsingar, að Stofa 11 sé ekki til.
Frábært alveg ekki satt?
Nú jæja, fyrst það var ekki 11 hlaut það nú að vera 13, þetta eru nú keimlíka tölur í framburði, munar bara einu þonni.
Ég labba inn í stofu 13 og spyr kennarann “Er kennd íslenska hér?” hún svarar strax “Já” og mér léttir bara að hafa fundið hana.
Eftir sirka 7 mínútur átta ég mig hins vegar á að það er bara einn krakki þarna inni, skrítið og
hann er að vinna verkefni sem líkist ekki íslensku svo ég gái á það, nei hvur andskotinn er þetta ekki bara jöfnu blað.
Já góðir lesendur, þó að það sé kennd íslenska þarna þá var nú sem stendur stærðfræði í gangi.
En ég lifi það svo sem af og fer út, og hugsa að það hljóti þá að vera 15! Manni misheyrist nú stundum smá.
Svo ég labba að 15 og bíð þar þar til frændi minn kemur labbandi að mér og ég labba beint að honum og spyr þar sem ég veit að hann er með mér í íslensku “ERUM VIÐ Í ÍSLENSKU HÉRNA!?!?!?!?!?!?!”
Og býst þess vegna við “Nei þetta er nú horneðlisfræði hugi minn….” En! ég var heppinn og þetta var íslenskan! JESS!
En nú kemur það versta.
Næsti tími var spænska er kennd og fæ í leiðinni að vita hvar stærðfræðin er, spænskan í 44 og stærðfræðin í 65.
Jæja ég fer fyrst og spjalla við vini míni og svo byrja ég að leita að stofu 44,og vá, VÁ! Hvað það er erfitt að rata í MH o_0
En eftir alveg of mikin tíma af leit meðan vinir mínir hlógu að mér fann ég storu 44 og var aðeins svona 10 mínútum of seinn!
Mjög ánægður að hafa fundið hana labba ég inn og sest niður, það var indælt.
Hins vegar finnst mér allir í kringum mig voða fullorðinslegir….en skítt með það!
Svo kennarinn les upp, ég var eitthvað að líta í kringum mig á meðan og fyrr en varði var hún búin að lesa upp, jæja ég hlýt bara að hafa misst af nafninu mínu.
En hún spyr, “Þú sem mættir seint, hvað heitirðu?”
“Hugi.”
“Þú ert ekki á listanum hérna, ertu viss um að þú sért í spænsku? Varstu kannski að breyta stundaskránni bara áðan?”
“Nei, hef alltaf verið í henni”
“203”
“103…?”
“Hún er kennd í stofu 63”
“……………………*farinn út*”
ÉG VAR Í STOFUNNI FYRIR 203 EKKI 103! HVAÐ GERÐI ÉG TIL AÐ VERÐSKULDA ÞETTA!
Allavega, ég hleyp að leita að stofu 63, og er búinn að líta, án þess að ýkja, á hverja einustu hurð á hverjum einasta gangi sem var hægt að komast að en engin var stofa 63.
Svo ég hleyp að gaur sem ég þekki sem er með krot af skólanum (fylgir með nýnemabókinni) og spyr.
"[Nafn] Hvar er stofa 63!!!!“
”Úti“
”…..Takk!“
svo ég hleyp út! Og rölti hring í kringum skólann en sé ekkert nema einhvern helvítis verkfæraskúr með graffi á og einhverju rugli.
Svo ég spyr kennara sem ég sé ”Hvar er stofa 63!!!!!!?!?!?!“
”Þarna, ytri stofan" Svarar hún…..og bendir á fjandskotans verkfæraskúrinn.
HVAÐA FÍFLI DATT Í HUG AÐ HAFA SPÆNSKUTÍMA Í LITLUM KOFA FYRIR UTAN SKÓLANN!!!!!
En jæja, ég fer þar inn og ofursmooth opna ég hurðina og allir líta á mig þegar ég sest niður, 40 mínútum of seinn og sit í smástund í spænsku tíma.
Jæja, þetta vill ég sko ekki að gerist aftur svo ég fer beint að stærðfræði stofunni, kíki á stundatöfluna á hurðinni og veit þá að ég á að mæta þarna.
Þá fer ég niður, viss um að mæta í tíma án vandræða og spjalla við vini mína.
Svo þegar að það er smá í tíma förum við allir upp og ætlum bara að vera tilbúnir að fara í tíma en þegar upp er komið fatta ég dálítið.
“Nei….af hverju…..HVAR ER ANDSKOTANS TASKAN MÍN!!!” Og fer svo og leita allsstaðar þar sem ég var búinn að vera ,og þar sem ég var ekki búinn að vera (nema í helvítis spænska verkfæraskúrnum….)
Og að lokum finn ég hana, undir bekk, undir tösku og á sama tíma hringir og ég kemst á réttum tíma í stærðfræði!
Þess má geta að ég keypti mér heila svona hálfsmeters langa eða eitthvað vínarbrauðslengju í hádegismat og drakk kókómjólk og smá magic og trópí með =)
En já, er hægt að eiga svalari fyrsta skóladag?
Endilega segið mér frá, þið sem byrjuðuð í dag, hvernig var hjá ykkur C=D